Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2017 12:18 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá. Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Sjá meira
Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá.
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Sjá meira