Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2017 12:18 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira