Sveinbjörn: Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku Kristinn G. Friðriksson í Hertz-hellinni skrifar 9. mars 2017 22:28 Sveinbjörn skaut á strákana í Domino's Körfuboltakvöldi. vísir/anton Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var kampakátur eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. „Tilfinningin er frábær! Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu síðan 2011, þegar við komumst síðast í úrslitakeppnina og þú trúir því ekki þvílíku fargi er af mér létt við þetta. Það blasir við hvað skóp þennan sigur; hjartaðí leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Sveinbjörn á skýi níu. Það var áberandi góð vörn á „vagg og veltu“ Keflvíkinga sem virðist hafa skapað sigurinn fyrir heimamenn, en Hörður Axel Vilhjálmsson átti erfiðan dag sökum þess og Amin Stevens ekki sinn besta. „Það var leikaðferð sem við settum upp fyrir leikinn og við áttuðum okkur á veikleikum þeirra. Þetta er lið sem skorar um níutíu stig í leik en aðeins áttatíu og eitt núna [eftir venjulegan leiktíma]. Það tel ég bara ágætis vörn. Við erum með bestu vörnina í deildinni, kannski á eftir Stjörnunni,“ sagði Sveinbjörn. Nú liggur ljóst fyrir að ÍR fá Stjörnuna og aðspurður um hvort eitthvað lið sé óskamótherji sagði Sveinbjörn: „Gef bara dipló svar, það skiptir ekki máli. Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úrslitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu.“ Sveinbjörn hélt áfram og mátti til með að koma þessu að: „Ég má til með að koma því að, það hefur setið í mér í heilt ár, sem annað hvort þú [undirritaður] eða Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson] sögðuð í þættinum í fyrra um að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í Körfuboltakvöldi á morgun,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku, svo fjarri því og þú sérð það best að í þetta lið vantar fjóra menn, Stefán Karel, Hjalta Friðriks, Kidda Marínós og svo Theodór og það má ekkert lið við því að missa fjóra leikmenn. Við erum að standast þessi afföll og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon, Sigurkarl og Sæþór, einna helst, sem eru að koma inní þetta sem hefðu hugsanlega ekki fengið tækifæri nema útaf þessu brotthvarfi. Munið það bara að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn mjög kátur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var kampakátur eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. „Tilfinningin er frábær! Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu síðan 2011, þegar við komumst síðast í úrslitakeppnina og þú trúir því ekki þvílíku fargi er af mér létt við þetta. Það blasir við hvað skóp þennan sigur; hjartaðí leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Sveinbjörn á skýi níu. Það var áberandi góð vörn á „vagg og veltu“ Keflvíkinga sem virðist hafa skapað sigurinn fyrir heimamenn, en Hörður Axel Vilhjálmsson átti erfiðan dag sökum þess og Amin Stevens ekki sinn besta. „Það var leikaðferð sem við settum upp fyrir leikinn og við áttuðum okkur á veikleikum þeirra. Þetta er lið sem skorar um níutíu stig í leik en aðeins áttatíu og eitt núna [eftir venjulegan leiktíma]. Það tel ég bara ágætis vörn. Við erum með bestu vörnina í deildinni, kannski á eftir Stjörnunni,“ sagði Sveinbjörn. Nú liggur ljóst fyrir að ÍR fá Stjörnuna og aðspurður um hvort eitthvað lið sé óskamótherji sagði Sveinbjörn: „Gef bara dipló svar, það skiptir ekki máli. Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úrslitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu.“ Sveinbjörn hélt áfram og mátti til með að koma þessu að: „Ég má til með að koma því að, það hefur setið í mér í heilt ár, sem annað hvort þú [undirritaður] eða Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson] sögðuð í þættinum í fyrra um að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í Körfuboltakvöldi á morgun,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku, svo fjarri því og þú sérð það best að í þetta lið vantar fjóra menn, Stefán Karel, Hjalta Friðriks, Kidda Marínós og svo Theodór og það má ekkert lið við því að missa fjóra leikmenn. Við erum að standast þessi afföll og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon, Sigurkarl og Sæþór, einna helst, sem eru að koma inní þetta sem hefðu hugsanlega ekki fengið tækifæri nema útaf þessu brotthvarfi. Munið það bara að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn mjög kátur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. 9. mars 2017 22:00