Liðin í 5. til 9. sæti geta öll endað með 22 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 06:30 Matthías Orri Sigurðarson á mikinn þátt í uppgangi ÍR eftir áramót en liðið þarf að ná í úrslit í kvöld til að komast í úrslitakeppnina. vísir/eyþór Svo gæti farið eftir leiki kvöldsins í lokaumferð Domino´s deildar karla að eitt lið með 22 stig missi af úrslitakeppninni en að annað lið með 22 stig endi í fimmta sæti. Úrvalsdeild karla hefur sjaldan verið jafnari en í ár og þótt úrslit síðustu umferðar hafi komið í veg fyrir úrslitaleiki um deildarmeistaratitil og fall þá er mikið undir í leikjum kvöldsins.Margir möguleikar í stöðunni Fréttablaðið hefur legið yfir mögulegum útkomum eftir lokaumferðina í kvöld og þar eru margir möguleikar fyrir liðin sem keppa um laus sæti í úrslitakeppninni. KR hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn, Skallagrímur og Snæfell eru fallin og Haukarnir eru fastir í einskismannslandi í 10. sætinu. Stjarnan og Tindastóll keppa um 2. sætið og mögulegan heimavallarrétt í undanúrslitum komist þau þangað, þannig að það er mikið undir hjá þeim þótt sætið í úrslitakeppninni og heimavallarréttur í átta liða úrslitum séu í höfn fyrir löngu síðan. Tindastóll verður alltaf ofar endi liðin með jafnmörg stig. Málið flækist hins vegar þegar við skoðum stöðu hinna fimm liðanna. Keflavík og Þór Þorlákshöfn eru bæði með 22 stig og örugg inn í úrslitakeppnina. Hin þrjú liðin sem gætu endaði með 22 stig, Þór Akureyri, ÍR og Njarðvík, eru ekki örugg en þó í misgóðri stöðu. Akureyrar-Þórsarar búa að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti Njarðvík en eru hins vegar verri innbyrðis á móti ÍR. ÍR-ingar gætu því komist í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap á móti Keflavík ef Snæfell vinnur Þór Akureyri og Njarðvík vinnur Þórsara úr Þorlákshöfn.Verða að vinna í kvöld Eina liðið sem verður að vinna til að eiga einhverja von er Njarðvík. Það er ekki hægt að reikna liðið inn í úrslitakeppnina nema ef það vinnur í Þorlákshöfn. Það gæti meira segja ekki dugað ef öll fimm liðin verða jöfn með 22 stig því þá sæti Njarðvík eftir í 9. sætinu. Njarðvíkingar eru verri innbyrðis á móti öllum. Akureyrar-Þórsarar eru í mjög góðri stöðu enda á heimavelli á móti neðsta liðinu í deildinni. Snæfell hefur ekki unnið leik í vetur og Þórsliðið er öruggt inn með sigri. ÍR-ingar geta hoppað hæst af liðunum í sjöunda til níunda sæti eða alla leið upp í 5. sætið og þeir eru á heimavelli þar sem liðið hefur unnið sex leiki í röð. Mótherjinn er hins vegar ekki af verri endanum, eða endurfætt Keflavíkurlið sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.Horfa líka upp Lið Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn geta bæði horft ofar í töfluna og draumur um heimavallarrétt í átta liða úrslitum lifir hjá báðum liðum. Það verður þó aldrei nema ef Grindavíkinga misstíga sig á móti föllnum Borgnesingum. Hér á síðunni er farið yfir möguleika liðanna fimm sem þurfa að treysta bæði á sig og aðra í kvöld.Svona lítur lokakvöld deildarkeppninnar út fyrir liðin í Domino's deildinniKR: 1. sætiTindastóll: 2. eða 3. sætiStjarnan: 2. eða 3. sætiHaukar: 10. sætiSkallagrímur: 11. sætiSnæfell: 12. sætiGrindavík: 4. til 5. sætiFyrir bjartsýna: Grindavík tryggir sér 4. sætið með sigri á Skallagrími á heimavelli.Fyrir svartsýna: Grindavík getur dottið niður í 5. sætið tapi liðið fyrir Skallagrími á sama tíma og Þór Þorlákshöfn eða Keflavíkur vinnur sinn leik. Grindavík er verri innbyrðis á móti bæði Keflavík og Þór Þorl.Þór Þorl. 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar geta náð 4. sætinu vinni þeir Njarðvík á sama tíma og Grindavík og Keflavík tapa bæði sínum leikjum. Þór er með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Grindavík og Keflavík.Fyrir svartsýna: Þórsarar geta farið alla leið niður í 7. sæti. Það myndi gerast er þeir tapa á móti Njarðvík á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Þór Akureyri vinnur Snæfell.Keflavík: 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Keflvíkingar geta náð 4. sætinu, vinni þeir ÍR á sama tíma og Grindavík og Þór Þorlákshöfn tapa bæði sínum leikjum. Keflavík er með betri innbyrðisstöðu á móti Grindavík.Fyrir svartsýna: Keflvíkingar geta farið alla leið niður í 7. sæti en þá þurfa úrslitin að vera þeim afar óhagstæð. Það myndi gerast ef þeir tapa stórt á móti ÍR sama tíma, Njarðvík vinnur Þór naumlega og Snæfell vinnur Þór Akureyri.Þór Ak.: 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar komast ekki ofar en í sjötta sætið en þeir myndu enda þar með sigri á Snæfelli á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: Þórsarar missa ekki af úrslitakeppninni nema ef þeir tapa á móti Snæfelli á sama tíma og Njarðvík vinnur sinn leik. Þórsarar eru bestir innbyrðis ef þeir eru jafnir ÍR og Njarðvík en ÍR er aftur á móti betra innbyrðis á móti Þór verði þau tvö bara jöfn.ÍR: 5. til 9. sætiFyrir bjartsýna: ÍR-ingar geta komist alla leið upp í fimmta sætið en til þess þurfa þeir að vinna Keflavík, Snæfell að vinna Þór Akureyri og Njarðvík að vinna Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: ÍR-ingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Keflavík á sama tíma og Þór Akureyri vinnur Snæfell og Njarðvík vinnur Þór úr Þorlákshöfn.Njarðvík 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Njarðvíkingar komast hæst upp í sjötta sætið ef þeir vinna Þór Þorlákshöfn með meira en 16 stigum, Keflavík vinnur ÍR og Snæfell vinnur Þór Ak.Fyrir svartsýna: Njarðvíkingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Þór Þorlákshöfn.Stig liðanna fyrir lokaumferðina: 34 stig KR 30 stig Tindastóll og Stjarnan 24 stig Grindavík 22 stig Þór Þorl. og Keflavík 20 stig Þór Ak., ÍR og Njarðvík 16 stig Haukar 14 stig Skallagrímur 0 stig Snæfell Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Svo gæti farið eftir leiki kvöldsins í lokaumferð Domino´s deildar karla að eitt lið með 22 stig missi af úrslitakeppninni en að annað lið með 22 stig endi í fimmta sæti. Úrvalsdeild karla hefur sjaldan verið jafnari en í ár og þótt úrslit síðustu umferðar hafi komið í veg fyrir úrslitaleiki um deildarmeistaratitil og fall þá er mikið undir í leikjum kvöldsins.Margir möguleikar í stöðunni Fréttablaðið hefur legið yfir mögulegum útkomum eftir lokaumferðina í kvöld og þar eru margir möguleikar fyrir liðin sem keppa um laus sæti í úrslitakeppninni. KR hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn, Skallagrímur og Snæfell eru fallin og Haukarnir eru fastir í einskismannslandi í 10. sætinu. Stjarnan og Tindastóll keppa um 2. sætið og mögulegan heimavallarrétt í undanúrslitum komist þau þangað, þannig að það er mikið undir hjá þeim þótt sætið í úrslitakeppninni og heimavallarréttur í átta liða úrslitum séu í höfn fyrir löngu síðan. Tindastóll verður alltaf ofar endi liðin með jafnmörg stig. Málið flækist hins vegar þegar við skoðum stöðu hinna fimm liðanna. Keflavík og Þór Þorlákshöfn eru bæði með 22 stig og örugg inn í úrslitakeppnina. Hin þrjú liðin sem gætu endaði með 22 stig, Þór Akureyri, ÍR og Njarðvík, eru ekki örugg en þó í misgóðri stöðu. Akureyrar-Þórsarar búa að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti Njarðvík en eru hins vegar verri innbyrðis á móti ÍR. ÍR-ingar gætu því komist í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap á móti Keflavík ef Snæfell vinnur Þór Akureyri og Njarðvík vinnur Þórsara úr Þorlákshöfn.Verða að vinna í kvöld Eina liðið sem verður að vinna til að eiga einhverja von er Njarðvík. Það er ekki hægt að reikna liðið inn í úrslitakeppnina nema ef það vinnur í Þorlákshöfn. Það gæti meira segja ekki dugað ef öll fimm liðin verða jöfn með 22 stig því þá sæti Njarðvík eftir í 9. sætinu. Njarðvíkingar eru verri innbyrðis á móti öllum. Akureyrar-Þórsarar eru í mjög góðri stöðu enda á heimavelli á móti neðsta liðinu í deildinni. Snæfell hefur ekki unnið leik í vetur og Þórsliðið er öruggt inn með sigri. ÍR-ingar geta hoppað hæst af liðunum í sjöunda til níunda sæti eða alla leið upp í 5. sætið og þeir eru á heimavelli þar sem liðið hefur unnið sex leiki í röð. Mótherjinn er hins vegar ekki af verri endanum, eða endurfætt Keflavíkurlið sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.Horfa líka upp Lið Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn geta bæði horft ofar í töfluna og draumur um heimavallarrétt í átta liða úrslitum lifir hjá báðum liðum. Það verður þó aldrei nema ef Grindavíkinga misstíga sig á móti föllnum Borgnesingum. Hér á síðunni er farið yfir möguleika liðanna fimm sem þurfa að treysta bæði á sig og aðra í kvöld.Svona lítur lokakvöld deildarkeppninnar út fyrir liðin í Domino's deildinniKR: 1. sætiTindastóll: 2. eða 3. sætiStjarnan: 2. eða 3. sætiHaukar: 10. sætiSkallagrímur: 11. sætiSnæfell: 12. sætiGrindavík: 4. til 5. sætiFyrir bjartsýna: Grindavík tryggir sér 4. sætið með sigri á Skallagrími á heimavelli.Fyrir svartsýna: Grindavík getur dottið niður í 5. sætið tapi liðið fyrir Skallagrími á sama tíma og Þór Þorlákshöfn eða Keflavíkur vinnur sinn leik. Grindavík er verri innbyrðis á móti bæði Keflavík og Þór Þorl.Þór Þorl. 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar geta náð 4. sætinu vinni þeir Njarðvík á sama tíma og Grindavík og Keflavík tapa bæði sínum leikjum. Þór er með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Grindavík og Keflavík.Fyrir svartsýna: Þórsarar geta farið alla leið niður í 7. sæti. Það myndi gerast er þeir tapa á móti Njarðvík á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Þór Akureyri vinnur Snæfell.Keflavík: 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Keflvíkingar geta náð 4. sætinu, vinni þeir ÍR á sama tíma og Grindavík og Þór Þorlákshöfn tapa bæði sínum leikjum. Keflavík er með betri innbyrðisstöðu á móti Grindavík.Fyrir svartsýna: Keflvíkingar geta farið alla leið niður í 7. sæti en þá þurfa úrslitin að vera þeim afar óhagstæð. Það myndi gerast ef þeir tapa stórt á móti ÍR sama tíma, Njarðvík vinnur Þór naumlega og Snæfell vinnur Þór Akureyri.Þór Ak.: 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar komast ekki ofar en í sjötta sætið en þeir myndu enda þar með sigri á Snæfelli á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: Þórsarar missa ekki af úrslitakeppninni nema ef þeir tapa á móti Snæfelli á sama tíma og Njarðvík vinnur sinn leik. Þórsarar eru bestir innbyrðis ef þeir eru jafnir ÍR og Njarðvík en ÍR er aftur á móti betra innbyrðis á móti Þór verði þau tvö bara jöfn.ÍR: 5. til 9. sætiFyrir bjartsýna: ÍR-ingar geta komist alla leið upp í fimmta sætið en til þess þurfa þeir að vinna Keflavík, Snæfell að vinna Þór Akureyri og Njarðvík að vinna Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: ÍR-ingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Keflavík á sama tíma og Þór Akureyri vinnur Snæfell og Njarðvík vinnur Þór úr Þorlákshöfn.Njarðvík 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Njarðvíkingar komast hæst upp í sjötta sætið ef þeir vinna Þór Þorlákshöfn með meira en 16 stigum, Keflavík vinnur ÍR og Snæfell vinnur Þór Ak.Fyrir svartsýna: Njarðvíkingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Þór Þorlákshöfn.Stig liðanna fyrir lokaumferðina: 34 stig KR 30 stig Tindastóll og Stjarnan 24 stig Grindavík 22 stig Þór Þorl. og Keflavík 20 stig Þór Ak., ÍR og Njarðvík 16 stig Haukar 14 stig Skallagrímur 0 stig Snæfell
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira