Aldrei svíkur Swift Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 10:34 Suzuki Swift er nú kominn af sjöttu kynslóð. Reynsluakstur - Suzuki Swift Suzuki Swift hefur verið einn allra besti smábíll sem fá má frá því hann fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1983. Hann er nú kominn af sjöttu kynslóð en sú síðasta var fyrst kynnt árið 2010, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu í millitíðinni. Það er afar mikilvægt að Suzuki lukkist vel við smíði nýs Swift því hann er lykilbíll í bílaflóru Suzuki og alls hafa selst af honum hátt í 5 milljón eintök um heim allan. Suzuki Swift hefur frá upphafi fengið meira en 60 alþjóðleg verðlaun og safnar enn grimmt. Swift er smíðaður á léttvigtarundirvagninum „Heartect“ sem einnig er undir nýju Suzuki Baleno og Ignis bílunum. Nýr Suzuki Swift var kynntur bílablaðamönnum á ekki leiðinlegri stað en í Mónakó um daginn og átti sú staðsetning vel við fallega endurhannaðan bílinn. Sem fyrr er Swift fríður sínum, skemmtilega kantaður og með mikinn karakter. Mjög vel má sjá að þarna fer arftaki síðustu kynslóðar, en allar þær breytingar sem hafa verið gerðar eru til góðs og eina ferðina enn er Swift með sportlegri smábílum sem býðst og það rýmar líka einkar vel við sportlega eiginleika hans. Swift hefur nú styst um 1 cm, breikkað um 4 cm og lækkað um 1,5 cm í framhjóladrifsútgáfunni, en hækkað um 1 cm í fjórhjóladrifsútgáfu. Ekki miklar stærðarbreytingar þar, en Suzuki hefur samt tekist að stækka skott bílsins um 54 lítra. Alltaf frábærir aksturseiginleikar í SwiftSuzuki Swift hefur alltaf verið rómaður fyrir góða aksturseiginleika og það hefur ekki breyst. Hann hefur reyndar oftast skarað framúr í sínum stærðarflokki. Með nýrri kynslóð skaðar það ekki að hann vegur í sinni léttustu útfærslu aðeins 840 kíló og hefur Suzuki tekist að létta bílinn um heil 120 kíló. Bíllinn býðst nú með 1,0 lítra Boosterjet 112 hestafla vél með forþjöppu og beinni innspýtingu sem þeir Suzuki menn segja að orki eins og 1,8 lítra vél án forþjöppu, en sé bara miklu sparneytnari. Einnig má fá 1,2 lítra og 90 hestafla Dualjet vél, en báðar ganga þær fyrir bensíni. Litla 1,0 lítra Boosterjet vélin er hrikalega skemmtileg og „Mild Hybrid“-búnaðurinn sem tengist aflrásinni eykur á aflið og gerir bílinn enn sprækari. Það er ferlega skemmtilegt að aka Swift með þessari vél og góðir aksturseiginleikar bílsins henda honum fimlega í beygjurnar með svo til engum hliðarhalla eða undirstýringu. Að auki er aksturinn þægilegur og ekki of harður, bíllinn fer vel með alla farþega. Vindgnauð er afar lítið, svo lítið að greinarritari minnist ekki annars eins fyrir svo ódýran og lítinn bíl. Þó svo 112 hestöfl séu til staðar að draga aðeins 840 kíló er bíllinn engin spyrnukerra og 10,0 sekúndur í hundraðið, en samt eitthvað svo sprækur. Til að fá spyrnukerruna þarf að bíða eftir Swift Sport, sem kemur á markað í kjölfarið, en sá bíll af fyrri kynslóð er einfaldlega einn skemmtilegasti bíll sem greinarritari hefur prófað og um eiginleika hans eru bílablaðamenn heimsins einkar sammála. Með 1,2 lítra og 90 hestafla vélinni er Swift samt enn skemmtilegur og með jafn góða aksturseiginleika, en bara minna afl. Einfaldur en vel smíðaður að innanAð innan er Swift fremur einfaldur að gerð og ekki hægt að tala um mikinn íburð, sér í lagi hvað efnisval varðar og þar er plast í öndvegi. Það er þó alls ekki meiningin að bjóða uppá íburð með smíði Swift, því þá væri hann talsvert dýrari. Í honum er hinsvegar allt til alls og eins og fyrri daginn er allt jafn vel smíðað. Suzuki bílar eru reyndar þekktir fyrir smíðagæði og lága bilanatíðni og skora yfirleitt hátt á listum þar um. Einföld innréttingin er afar skilvirk og allt fljótlært. Hvað innréttingu og búnað Swift áhrærir má segja að þar fái maður allt sem þarf og það kemur reyndar á óvart hve staðalbúnaðurinn er mikill. Góður upplýsingaskjár er fyrir miðju mælaborðsins og þar má stjórna fjári miklu á auðlærðan hátt. Plássið í Swift kemur á óvart og hefur aukist á milli kynslóða, enda tókst Suzuki að auka bilið milli öxla og með því stækka innanrýmið. Bæði fóta- og höfuðrými hefur aukist og bíllinn hentugur fyrir 4, en tæplega 5 farþega, nema af minni gerðinni. Gott var að sjá að hiti í sætum er staðalbúnaður en það telst til mikils kosts hérlendis. Fyllsta öryggis er gætt með 6 loftpúðum og það er heldur alls ekki ónýtt að hann kemur á 16 tommu álfelgum, sem reyndar má uppfæra í 17 tommu. Kostar frá 2.080.000 kr. með fínum staðalbúnaðiMeð Suzuki Swift af sjöttu kynslóð er enn á ný kominn einn albesti kosturinn í flokki minni bíla og hann býðst á mjög hagstæðu verði, eða allt frá 2.080.000 kr. Í sinni dýrustu útgáfu, með sjálfskiptingu, er bíllinn á 2.790.000 kr. og telst þá enn ódýr bíll. Helstu bæturnar á milli kynslóða eru fólgnar í enn betri aksturseiginleikum sem helgast að talsverðu leiti á því hve Suzuki hefur tekist að létta bílinn. Rýmið hefur líka aukist, ekki síst skottrýmið sem gerir hann hæfari til lengri ferða. Innanrými hefur líka aukist milli kynslóða, sem og staðalbúnaður í bílnum sem er alveg til fyrirmyndar. Með nýrri og afar spennandi 1,0 lítra Boosterjet vélinni er bíllinn bæði afar sprækur og eyðslugrannur. Ekki sakar að bíllinn hefur enn fríkkað og er talsverður töffari á vegi á sínum flottu felgum. Aðal kosturinn við Swift að mati greinarritara er þó hve skemmtilegur hann er í akstri og leggja má mikið á hann. Þar svíkur hann ekki sem fyrr og því mun Swift áfram verða einn albesti kosturinn þegar kemur að kaupum á smábíl. Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, staðalbúnaður, verð Ókostir: Efnisval í innréttingu 1,0 lítra bensínvél, 112 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 4,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 97 g/km CO2 Hröðun: 10,0 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð frá: 2.080.000 kr. Umboð: SuzukiSuzuki Swift hefur alltaf verið laglegur smábíll og ávallt góður akstursbíll.Stæðilegur á velli og nú með 54 lítra stærra skottrými.Þrususkemmtileg 1.0 lítra bensínvél með Boosterjet tækni.Furðanlega fín innrétting fyrir svo ódýran bíl en efnisvalið er í ódýrari kantinum, sem eðlilegt má teljast.Fínasta útsýni er úr bílnum. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent
Reynsluakstur - Suzuki Swift Suzuki Swift hefur verið einn allra besti smábíll sem fá má frá því hann fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1983. Hann er nú kominn af sjöttu kynslóð en sú síðasta var fyrst kynnt árið 2010, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu í millitíðinni. Það er afar mikilvægt að Suzuki lukkist vel við smíði nýs Swift því hann er lykilbíll í bílaflóru Suzuki og alls hafa selst af honum hátt í 5 milljón eintök um heim allan. Suzuki Swift hefur frá upphafi fengið meira en 60 alþjóðleg verðlaun og safnar enn grimmt. Swift er smíðaður á léttvigtarundirvagninum „Heartect“ sem einnig er undir nýju Suzuki Baleno og Ignis bílunum. Nýr Suzuki Swift var kynntur bílablaðamönnum á ekki leiðinlegri stað en í Mónakó um daginn og átti sú staðsetning vel við fallega endurhannaðan bílinn. Sem fyrr er Swift fríður sínum, skemmtilega kantaður og með mikinn karakter. Mjög vel má sjá að þarna fer arftaki síðustu kynslóðar, en allar þær breytingar sem hafa verið gerðar eru til góðs og eina ferðina enn er Swift með sportlegri smábílum sem býðst og það rýmar líka einkar vel við sportlega eiginleika hans. Swift hefur nú styst um 1 cm, breikkað um 4 cm og lækkað um 1,5 cm í framhjóladrifsútgáfunni, en hækkað um 1 cm í fjórhjóladrifsútgáfu. Ekki miklar stærðarbreytingar þar, en Suzuki hefur samt tekist að stækka skott bílsins um 54 lítra. Alltaf frábærir aksturseiginleikar í SwiftSuzuki Swift hefur alltaf verið rómaður fyrir góða aksturseiginleika og það hefur ekki breyst. Hann hefur reyndar oftast skarað framúr í sínum stærðarflokki. Með nýrri kynslóð skaðar það ekki að hann vegur í sinni léttustu útfærslu aðeins 840 kíló og hefur Suzuki tekist að létta bílinn um heil 120 kíló. Bíllinn býðst nú með 1,0 lítra Boosterjet 112 hestafla vél með forþjöppu og beinni innspýtingu sem þeir Suzuki menn segja að orki eins og 1,8 lítra vél án forþjöppu, en sé bara miklu sparneytnari. Einnig má fá 1,2 lítra og 90 hestafla Dualjet vél, en báðar ganga þær fyrir bensíni. Litla 1,0 lítra Boosterjet vélin er hrikalega skemmtileg og „Mild Hybrid“-búnaðurinn sem tengist aflrásinni eykur á aflið og gerir bílinn enn sprækari. Það er ferlega skemmtilegt að aka Swift með þessari vél og góðir aksturseiginleikar bílsins henda honum fimlega í beygjurnar með svo til engum hliðarhalla eða undirstýringu. Að auki er aksturinn þægilegur og ekki of harður, bíllinn fer vel með alla farþega. Vindgnauð er afar lítið, svo lítið að greinarritari minnist ekki annars eins fyrir svo ódýran og lítinn bíl. Þó svo 112 hestöfl séu til staðar að draga aðeins 840 kíló er bíllinn engin spyrnukerra og 10,0 sekúndur í hundraðið, en samt eitthvað svo sprækur. Til að fá spyrnukerruna þarf að bíða eftir Swift Sport, sem kemur á markað í kjölfarið, en sá bíll af fyrri kynslóð er einfaldlega einn skemmtilegasti bíll sem greinarritari hefur prófað og um eiginleika hans eru bílablaðamenn heimsins einkar sammála. Með 1,2 lítra og 90 hestafla vélinni er Swift samt enn skemmtilegur og með jafn góða aksturseiginleika, en bara minna afl. Einfaldur en vel smíðaður að innanAð innan er Swift fremur einfaldur að gerð og ekki hægt að tala um mikinn íburð, sér í lagi hvað efnisval varðar og þar er plast í öndvegi. Það er þó alls ekki meiningin að bjóða uppá íburð með smíði Swift, því þá væri hann talsvert dýrari. Í honum er hinsvegar allt til alls og eins og fyrri daginn er allt jafn vel smíðað. Suzuki bílar eru reyndar þekktir fyrir smíðagæði og lága bilanatíðni og skora yfirleitt hátt á listum þar um. Einföld innréttingin er afar skilvirk og allt fljótlært. Hvað innréttingu og búnað Swift áhrærir má segja að þar fái maður allt sem þarf og það kemur reyndar á óvart hve staðalbúnaðurinn er mikill. Góður upplýsingaskjár er fyrir miðju mælaborðsins og þar má stjórna fjári miklu á auðlærðan hátt. Plássið í Swift kemur á óvart og hefur aukist á milli kynslóða, enda tókst Suzuki að auka bilið milli öxla og með því stækka innanrýmið. Bæði fóta- og höfuðrými hefur aukist og bíllinn hentugur fyrir 4, en tæplega 5 farþega, nema af minni gerðinni. Gott var að sjá að hiti í sætum er staðalbúnaður en það telst til mikils kosts hérlendis. Fyllsta öryggis er gætt með 6 loftpúðum og það er heldur alls ekki ónýtt að hann kemur á 16 tommu álfelgum, sem reyndar má uppfæra í 17 tommu. Kostar frá 2.080.000 kr. með fínum staðalbúnaðiMeð Suzuki Swift af sjöttu kynslóð er enn á ný kominn einn albesti kosturinn í flokki minni bíla og hann býðst á mjög hagstæðu verði, eða allt frá 2.080.000 kr. Í sinni dýrustu útgáfu, með sjálfskiptingu, er bíllinn á 2.790.000 kr. og telst þá enn ódýr bíll. Helstu bæturnar á milli kynslóða eru fólgnar í enn betri aksturseiginleikum sem helgast að talsverðu leiti á því hve Suzuki hefur tekist að létta bílinn. Rýmið hefur líka aukist, ekki síst skottrýmið sem gerir hann hæfari til lengri ferða. Innanrými hefur líka aukist milli kynslóða, sem og staðalbúnaður í bílnum sem er alveg til fyrirmyndar. Með nýrri og afar spennandi 1,0 lítra Boosterjet vélinni er bíllinn bæði afar sprækur og eyðslugrannur. Ekki sakar að bíllinn hefur enn fríkkað og er talsverður töffari á vegi á sínum flottu felgum. Aðal kosturinn við Swift að mati greinarritara er þó hve skemmtilegur hann er í akstri og leggja má mikið á hann. Þar svíkur hann ekki sem fyrr og því mun Swift áfram verða einn albesti kosturinn þegar kemur að kaupum á smábíl. Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, staðalbúnaður, verð Ókostir: Efnisval í innréttingu 1,0 lítra bensínvél, 112 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 4,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 97 g/km CO2 Hröðun: 10,0 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð frá: 2.080.000 kr. Umboð: SuzukiSuzuki Swift hefur alltaf verið laglegur smábíll og ávallt góður akstursbíll.Stæðilegur á velli og nú með 54 lítra stærra skottrými.Þrususkemmtileg 1.0 lítra bensínvél með Boosterjet tækni.Furðanlega fín innrétting fyrir svo ódýran bíl en efnisvalið er í ódýrari kantinum, sem eðlilegt má teljast.Fínasta útsýni er úr bílnum.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent