Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Haukar 82-67 | Keflavík seig fram úr undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 8. febrúar 2017 19:30 Keflavíkur-stúlkur fagna eftir leik í kvöld. vísir/vilhelm Keflavík er komið í úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum, 82-67, í fyrri undanúrslitaleiknum. Keflavík mætir annað hvort Snæfelli eða Skallagrími í úrslitaleiknum á laugardaginn. Haukar byrjuðu leikinn vel og leiddu eftir 1. leikhluta, 18-20. Í 2. leikhluta sýndu Keflvíkingar klærnar, spiluðu góða vörn og voru með yfirburði í frákastabaráttunni. Tíu stigum munaði á liðunum í hálfleik, 45-35. Haukar voru ívið sterkari í 3. leikhluta þar sem þeir héldu Keflavík í aðeins 14 stigum. Í 4. leikhluta voru Keflvíkingar svo mun sterkari á meðan Haukar virtust sprungnir. Liðsheildin hjá Keflavík var gríðarlega sterk en alls skoruðu níu leikmenn liðsins í leiknum. Á meðan skoraði Nashika Williams 37 af 67 stigum Hauka. Á endanum munaði 15 stigum á liðunum, 82-67. Sigurinn var kannski full stór miðað við gang leiksins en Keflvíkingar sýndu styrk sinn þegar á þurfti.Af hverju vann Keflavík? Liðsheild Keflavíkur var sterkari og framlagið í sókninni jafnara en hjá Haukum. Níu leikmenn Keflavíkur komust á blað í leiknum og 26 stig komu frá bekknum. Á meðan skoruðu varamenn Hauka ekki stig og tóku varla skot. Þegar liðin mættust í Domino's deildinni í lok janúar rústuðu Haukar frákastabaráttunni. Annað var uppi á teningnum í dag en Keflavík tók 50 fráköst gegn 35 hjá Haukum. Sóknarfráköst Keflvíkinga voru alls 21 talsins.Bestu leikmenn vallarins: Þótt Williams hafi verið í tapliði bar hún af á vellinum. Hún skilaði 37 stigum og 15 fráköstum og var með frábæra skotnýtingu (58,1%). Þóra Kristín Jónsdóttir, leikstjórnandi Hauka, byrjaði leikinn sérstaklega vel og endaði með sjö stig og 11 stoðsendingar. Ariana Moorer skoraði 20 stig, tók 18 fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal fimm boltum í liði Keflavíkur. Skotnýting hennar var hins vegar slök (35,3%). Emelía Ósk Gunnarsdóttir átti einnig skínandi leik; skoraði 18 stig, tók sjö fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum. Þá átti Katla Rún Garðarsdóttir góða innkomu af bekknum og setti niður þrjá þrista. Það voru lengi vel einu þristar Keflavíkur í leiknum.Tölfræðin sem vakti athygli: Munurinn á framlagi varamanna liðanna var gríðarlegur eins og áður sagði. Haukar fengu ekki stig af bekknum og aðeins fimm leikmenn liðsins komust á blað í leiknum. Þá töpuðu Haukar 15 boltum í seinni hálfleik, þar af tveimur í röð eftir að liðið minnkaði muninn í fjögur stig, 61-57. Keflavík refsaði með fjórum stigum sem var þungur biti að kyngja fyrir Hauka.Hvað gekk illa? Liðin buðu ekki upp á neina flugeldasýningu í sókninni í dag. Keflavík var aðeins með 39% skotnýtingu en miklu munaði að Suðurnesjastelpurnar tóku 13 fleiri skot en Haukar. Hjá Haukum var stigadreifingin alltof ójöfn og engin tók af skarið nema Williams. Hún gerði það sem hún gat en það dugði ekki til gegn sterkri liðsheild Keflavíkur.Sverrir Þór: Ætla að njóta þess að horfa á leikinn Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum sáttur með að vera kominn með sitt lið í úrslitaleik Maltbikarsins eftir sigur á Haukum. „Við áttum fullt af góðum köflum sem við náðum ekki að fylgja eftir. Við hleyptum þeim alltaf aftur inn í leikinn. Þær börðust vel. Það tók langan tíma að komast á sporið,“ sagði Sverrir en Keflavík byrjaði leikinn ekki nógu vel. „Við byrjuðum þetta illa og það var hálfgerður sofandaháttur í liðinu. Á meðan voru Haukarnir grimmari í alla bolta. En svo komu stelpur sterkar inn af bekknum og náðu að vekja hinar.“ Níu leikmenn Keflavíkur skoruðu í leiknum á meðan Nashika Williams skoraði rúman helming stiga Hauka. Sverrir hafði litlar áhyggjur þótt Williams skoraði hverja körfuna á fætur annarri. „Ég var ekkert að hafa áhyggjur af því að hún gerði þetta alltaf sjálf. Ég vildi ekki leggja sérstaka áherslu á að stoppa hana. Hún mátti alveg skora á meðan við stoppuðum hinar. Þetta hefði orðið erfiðara ef við hefðum hleypt hinum inn í leikinn,“ sagði Sverrir. Keflavík vann frákastabaráttuna með 15 eftir að hafa skíttapað henni í deildarleik liðanna á dögunum. „Það skipti máli. Öll barátta skiptir máli. Hún var ekki til staðar í 1. leikhluta en lagaðist eftir því sem leið á,“ sagði Sverrir sem ætlar að njóta þess að horfa á seinni undanúrslitaleikinn þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. „Mér er alveg sama hvort liðið við fáum. Þau eru ólík. Ég ætla bara að horfa afslappaður á körfuboltaleik og njóta þess að við séum komin í úrslit. Seint í kvöld hefst svo undirbúningurinn hjá okkur þjálfurunum fyrir laugardaginn,“ sagði Sverrir að lokum.Ingvar: Kepptum við þær allan tímann Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, var skiljanlega vonsvikinn eftir tap hans stelpna fyrir Keflavík í kvöld. Haukar spiluðu ágætlega lengst af en gáfu eftir á lokasprettinum. „Við kepptum við þær allan tímann og þetta var hörkuleikur langt fram í 4. leikhluta. Við töpuðum boltanum þá klaufalega, þær fengu auðveldar körfur og munurinn jókst. Sjálfstraustið datt niður og munurinn varð óþarflega mikill,“ sagði Ingvar sem var svekktur með töpuðu boltana tvo eftir að Haukar minnkuðu muninn í 61-57. „Það var erfitt að kyngja því að fá þessa töpuðu bolta og körfur í bakið. Trúin dvínaði aðeins eftir það.“ Nashika Williams skoraði rúman helming stiga Hauka en aðeins fimm leikmenn liðsins komust á blað í leiknum. Ingvar saknaði framlags frá fleiri leikmönnum í sókninni. „Okkur vantaði miklu meira framlag frá fleiri leikmönnum. Lykilmenn skoruðu ekki nóg og fleiri leikmenn þurftu að setja stig á töfluna,“ sagði Ingvar. Haukar töpuðu frákastabaráttunni 50-35 sem reyndist dýrt. „Þetta var kannski reynsluleysi og ákveðið stress. Þær gleymdu að stíga út trekk í trekk,“ sagði Ingvar. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Keflavík er komið í úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum, 82-67, í fyrri undanúrslitaleiknum. Keflavík mætir annað hvort Snæfelli eða Skallagrími í úrslitaleiknum á laugardaginn. Haukar byrjuðu leikinn vel og leiddu eftir 1. leikhluta, 18-20. Í 2. leikhluta sýndu Keflvíkingar klærnar, spiluðu góða vörn og voru með yfirburði í frákastabaráttunni. Tíu stigum munaði á liðunum í hálfleik, 45-35. Haukar voru ívið sterkari í 3. leikhluta þar sem þeir héldu Keflavík í aðeins 14 stigum. Í 4. leikhluta voru Keflvíkingar svo mun sterkari á meðan Haukar virtust sprungnir. Liðsheildin hjá Keflavík var gríðarlega sterk en alls skoruðu níu leikmenn liðsins í leiknum. Á meðan skoraði Nashika Williams 37 af 67 stigum Hauka. Á endanum munaði 15 stigum á liðunum, 82-67. Sigurinn var kannski full stór miðað við gang leiksins en Keflvíkingar sýndu styrk sinn þegar á þurfti.Af hverju vann Keflavík? Liðsheild Keflavíkur var sterkari og framlagið í sókninni jafnara en hjá Haukum. Níu leikmenn Keflavíkur komust á blað í leiknum og 26 stig komu frá bekknum. Á meðan skoruðu varamenn Hauka ekki stig og tóku varla skot. Þegar liðin mættust í Domino's deildinni í lok janúar rústuðu Haukar frákastabaráttunni. Annað var uppi á teningnum í dag en Keflavík tók 50 fráköst gegn 35 hjá Haukum. Sóknarfráköst Keflvíkinga voru alls 21 talsins.Bestu leikmenn vallarins: Þótt Williams hafi verið í tapliði bar hún af á vellinum. Hún skilaði 37 stigum og 15 fráköstum og var með frábæra skotnýtingu (58,1%). Þóra Kristín Jónsdóttir, leikstjórnandi Hauka, byrjaði leikinn sérstaklega vel og endaði með sjö stig og 11 stoðsendingar. Ariana Moorer skoraði 20 stig, tók 18 fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal fimm boltum í liði Keflavíkur. Skotnýting hennar var hins vegar slök (35,3%). Emelía Ósk Gunnarsdóttir átti einnig skínandi leik; skoraði 18 stig, tók sjö fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum. Þá átti Katla Rún Garðarsdóttir góða innkomu af bekknum og setti niður þrjá þrista. Það voru lengi vel einu þristar Keflavíkur í leiknum.Tölfræðin sem vakti athygli: Munurinn á framlagi varamanna liðanna var gríðarlegur eins og áður sagði. Haukar fengu ekki stig af bekknum og aðeins fimm leikmenn liðsins komust á blað í leiknum. Þá töpuðu Haukar 15 boltum í seinni hálfleik, þar af tveimur í röð eftir að liðið minnkaði muninn í fjögur stig, 61-57. Keflavík refsaði með fjórum stigum sem var þungur biti að kyngja fyrir Hauka.Hvað gekk illa? Liðin buðu ekki upp á neina flugeldasýningu í sókninni í dag. Keflavík var aðeins með 39% skotnýtingu en miklu munaði að Suðurnesjastelpurnar tóku 13 fleiri skot en Haukar. Hjá Haukum var stigadreifingin alltof ójöfn og engin tók af skarið nema Williams. Hún gerði það sem hún gat en það dugði ekki til gegn sterkri liðsheild Keflavíkur.Sverrir Þór: Ætla að njóta þess að horfa á leikinn Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum sáttur með að vera kominn með sitt lið í úrslitaleik Maltbikarsins eftir sigur á Haukum. „Við áttum fullt af góðum köflum sem við náðum ekki að fylgja eftir. Við hleyptum þeim alltaf aftur inn í leikinn. Þær börðust vel. Það tók langan tíma að komast á sporið,“ sagði Sverrir en Keflavík byrjaði leikinn ekki nógu vel. „Við byrjuðum þetta illa og það var hálfgerður sofandaháttur í liðinu. Á meðan voru Haukarnir grimmari í alla bolta. En svo komu stelpur sterkar inn af bekknum og náðu að vekja hinar.“ Níu leikmenn Keflavíkur skoruðu í leiknum á meðan Nashika Williams skoraði rúman helming stiga Hauka. Sverrir hafði litlar áhyggjur þótt Williams skoraði hverja körfuna á fætur annarri. „Ég var ekkert að hafa áhyggjur af því að hún gerði þetta alltaf sjálf. Ég vildi ekki leggja sérstaka áherslu á að stoppa hana. Hún mátti alveg skora á meðan við stoppuðum hinar. Þetta hefði orðið erfiðara ef við hefðum hleypt hinum inn í leikinn,“ sagði Sverrir. Keflavík vann frákastabaráttuna með 15 eftir að hafa skíttapað henni í deildarleik liðanna á dögunum. „Það skipti máli. Öll barátta skiptir máli. Hún var ekki til staðar í 1. leikhluta en lagaðist eftir því sem leið á,“ sagði Sverrir sem ætlar að njóta þess að horfa á seinni undanúrslitaleikinn þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. „Mér er alveg sama hvort liðið við fáum. Þau eru ólík. Ég ætla bara að horfa afslappaður á körfuboltaleik og njóta þess að við séum komin í úrslit. Seint í kvöld hefst svo undirbúningurinn hjá okkur þjálfurunum fyrir laugardaginn,“ sagði Sverrir að lokum.Ingvar: Kepptum við þær allan tímann Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, var skiljanlega vonsvikinn eftir tap hans stelpna fyrir Keflavík í kvöld. Haukar spiluðu ágætlega lengst af en gáfu eftir á lokasprettinum. „Við kepptum við þær allan tímann og þetta var hörkuleikur langt fram í 4. leikhluta. Við töpuðum boltanum þá klaufalega, þær fengu auðveldar körfur og munurinn jókst. Sjálfstraustið datt niður og munurinn varð óþarflega mikill,“ sagði Ingvar sem var svekktur með töpuðu boltana tvo eftir að Haukar minnkuðu muninn í 61-57. „Það var erfitt að kyngja því að fá þessa töpuðu bolta og körfur í bakið. Trúin dvínaði aðeins eftir það.“ Nashika Williams skoraði rúman helming stiga Hauka en aðeins fimm leikmenn liðsins komust á blað í leiknum. Ingvar saknaði framlags frá fleiri leikmönnum í sókninni. „Okkur vantaði miklu meira framlag frá fleiri leikmönnum. Lykilmenn skoruðu ekki nóg og fleiri leikmenn þurftu að setja stig á töfluna,“ sagði Ingvar. Haukar töpuðu frákastabaráttunni 50-35 sem reyndist dýrt. „Þetta var kannski reynsluleysi og ákveðið stress. Þær gleymdu að stíga út trekk í trekk,“ sagði Ingvar.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti