Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar Haraldur Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2017 10:30 Veitingastaðurinn Bazaar og hótelið Oddsson eru rekin í JL-húsinu. Vísir/GVA Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. Viðskiptafélagi Tryggva, Guðjón Þór Guðmundsson, seldi þá einnig eignarhlut sinn í Bazaar og á fjárfestahópurinn nú allt hlutafé veitingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og Guðjón Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félagsins í byrjun 2016 og þá keypt 20 prósent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafarbissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmingshlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 prósentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL veitingum af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnarmenn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. Ekki náðist í Margréti eða Arnar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært kl. 10.50: Guðjón Þór Guðmundsson segir ekki rétt að bróðir hans Svavar Þór Guðmundsson hafi verið hluthafi í veitingastaðnum. Þrátt fyrir það var Svavar skráður fyrir 25% hlut í JL veitingum í árslok 2015 samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. Viðskiptafélagi Tryggva, Guðjón Þór Guðmundsson, seldi þá einnig eignarhlut sinn í Bazaar og á fjárfestahópurinn nú allt hlutafé veitingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og Guðjón Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félagsins í byrjun 2016 og þá keypt 20 prósent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafarbissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmingshlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 prósentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL veitingum af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnarmenn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. Ekki náðist í Margréti eða Arnar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært kl. 10.50: Guðjón Þór Guðmundsson segir ekki rétt að bróðir hans Svavar Þór Guðmundsson hafi verið hluthafi í veitingastaðnum. Þrátt fyrir það var Svavar skráður fyrir 25% hlut í JL veitingum í árslok 2015 samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira