Sætur Yaris verður sætari Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 12:39 Yaris er nú orðinn ennþá fegurii bíll og ekki skemmir tvíliturinn, sem nú er nýjung. Reynsluakstur – Toyota YarisÞað telst sannarlega til tíðinda þegar einn best seldi bíll landsins kemur af nýrri gerð, þó hér sé ekki um nýja kynslóð af bílnum að ræða, heldur uppfærslu eða andlitslyftingu á Yaris. Andlitslyftur Yaris var kynntur bílablaðamönnum í Hollandi á dögunum. Yaris er frá árinu 2014 af þriðju kynslóð og því eðlilegt að hann sé nú uppfærður, en sú uppfærsla innfelur nú 900 nýja íhluti í bílnum og fjárfestingu uppá 90 milljónir evra. Yaris fyrir Evrópumarkað er framleiddur í Frakklandi, bæði fyrir Evrópumarkað og til útflutnings, en það þýðir að hann er hannaður með tilliti til þarfa Evrópubúa og er það vel. Framleiðsla Yaris í Valenciennes verksmiðju Toyota í frakklandi náði 3 milljónum eintaka frá upphafi í fyrra. Yaris lítur nú enn betur út en fyrr og er býsna laglegur bíll, enda hafa fyrri gerðir hans höfðað mjög til landans ef marka má sölutölur fram að þessu. Þessi breyting nú ætti að falla í góðan jarðveg, enda bíllinn allur fegurri og reffilegri. Yaris er með ríflega 6,5% af sölu í sínum stærðarflokki í álfunni og seldist í fyrra í 208.000 eintökum.Ný 12% eyðslugrennri 1,5 lítra vélHybrid útfærsla bílsins á stóran þátt í velgengni Yaris, enda á aukið afl hans og lág eyðsla mikinn þátt í því hve Yaris selst vel. Yaris Hybrid útgáfan náði yfir 40% af heildarsölu Yaris í fyrra og búast má við því að það hlutfall fari bara hækkandi. Yaris er nú með breyttum fram- og afturenda sem gefur honum dínamískara útlit. Bíllinn er nú fágaðari og hann býðst nú í fleiri litum og fleiri útfærslum að innan. Með þessari uppfærðu gerð Yaris kemur ný vél, 1,5 lítra bensínvél sem uppfyllir Euro 6 staðalinn. Þessi vél er 10% öflugri en 1,33 lítra forverinn og að sama skapi með 10% meira tog, en það sem meira máli skiptir, hún er 12% eyðslugrennri. Mikið hefur verið lagt uppúr öryggi bílsins og fullt af öryggiskerfum sem bíllinn skartar nú. Til aukinn þæginda fyrir ökumann og farþega er bíllinn nú talsvert hljóðlátari, sérstaklega á meiri hraða og munu margir fagna þeirri breytingu, enda unnið þar á einum helsta ókosti Yaris hingað til.Annar bíll heimilisins og friðar samviskunaYaris hefur frá upphafi, sem spannar frá árinu 1999, verið frekar „chic“ bíll sem höfðað hefur til ungu kynslóðarinnar og hefur gjarnan verið annar bíll heimila sem haft hafa efni á því að eiga tvo bíla. Hann hefur því gjarna verið til afnota fyrir þau afkvæmi sem komin eru með bílpróf, sem og frúarbíllinn sem kýs sætan og lítinn bíl. Þó hefur greinarritari oft séð að hann er ekki síður val húsbóndans á heimilinu sem kýs að snattast um á eyðslugrönnum og liprum bíl sem elur ekki á slæmri samviskunni sem því fylgir að aka um á eyðsluhák heimilisins, sem gjarnan er stór jeppi. Hvað um það, Yaris hefur verið og verður áfram afar heppilegur borgarbíll sem er einkar góður ferðafélagi í þéttri borgarumferðinni. Þar er hann á heimavelli og ekki beint heppilegur ferðabíll sökum skerts flutningsrýmis.Ekki fimleikamaðurinn eða spyrnukerranYaris er ekki fimleikamaðurinn í sínum flokki, né spyrnukerran, en þannig er Yaris ekki hugsaður. Hann er skynsamur kostur þeirra sem vilja komast á milli staða a og b á öruggan hátt en ekki með tilþrifum. Það finnast betri akstursbílar í hans flokki og mun öflugri bílar líka og þar kemur ef til vill að einum ókosti Yaris. Hann býðst enn sem komið er ekki með öflugri vél, en það mun reyndar breytast með 210 hestafla útgáfu hans, sem fær stafina GRMN í endann. Í hann er þó einhver bið þó hann hafi verið kynntur á bílasýningunni í París fyrr á árinu. Akstureiginleikar Yaris eru þó ágætir, en þar hafa sumir aðrir framleiðendur bíla í A-flokki gert betur. Það er þó mikil hugarþægð fólgin í því að litlar líkur eru á því að Yaris bili á leiðinni, en hann virðist alltaf jafn vel smíðaður og dvelur lítið á verkstæðunum. Ekki þarf heldur að óttast endursöluverðið á Yaris, það mun haldast hátt og oftast er beðið eftir notuðum Yaris, sem endist von úr viti. Það vita kaupendur hans sem fá sér nýjan Yaris, trekk í trekk.Kostir: Útlit, öryggi, eyðsla, smíðagæðiÓkostir: Skortir sportlega eiginleika og afl 1,5 lítra bensínvél, 111 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 3,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 75 g/km CO2 Hröðun: 11,8 sek. Hámarkshraði: 165 km/klst Verð frá: 2.330.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiMjög laglegur framendi og grill af stærri gerðinni gerir hann grimman.Er einnig ferlega fríður að innan og með frísklegum litum.Alls ekki var leiðinlegt að aka andlitslyftum Yaris um sveitir Hollands á þeim tíma sem blómaakrarnir skarta sínu fríðasta.Kemur á mjög töffaralegum felgum.Væntanlega mun mest seljast af Hybri-útfærslu Yaris, enda mjög eyðslugrönn. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent
Reynsluakstur – Toyota YarisÞað telst sannarlega til tíðinda þegar einn best seldi bíll landsins kemur af nýrri gerð, þó hér sé ekki um nýja kynslóð af bílnum að ræða, heldur uppfærslu eða andlitslyftingu á Yaris. Andlitslyftur Yaris var kynntur bílablaðamönnum í Hollandi á dögunum. Yaris er frá árinu 2014 af þriðju kynslóð og því eðlilegt að hann sé nú uppfærður, en sú uppfærsla innfelur nú 900 nýja íhluti í bílnum og fjárfestingu uppá 90 milljónir evra. Yaris fyrir Evrópumarkað er framleiddur í Frakklandi, bæði fyrir Evrópumarkað og til útflutnings, en það þýðir að hann er hannaður með tilliti til þarfa Evrópubúa og er það vel. Framleiðsla Yaris í Valenciennes verksmiðju Toyota í frakklandi náði 3 milljónum eintaka frá upphafi í fyrra. Yaris lítur nú enn betur út en fyrr og er býsna laglegur bíll, enda hafa fyrri gerðir hans höfðað mjög til landans ef marka má sölutölur fram að þessu. Þessi breyting nú ætti að falla í góðan jarðveg, enda bíllinn allur fegurri og reffilegri. Yaris er með ríflega 6,5% af sölu í sínum stærðarflokki í álfunni og seldist í fyrra í 208.000 eintökum.Ný 12% eyðslugrennri 1,5 lítra vélHybrid útfærsla bílsins á stóran þátt í velgengni Yaris, enda á aukið afl hans og lág eyðsla mikinn þátt í því hve Yaris selst vel. Yaris Hybrid útgáfan náði yfir 40% af heildarsölu Yaris í fyrra og búast má við því að það hlutfall fari bara hækkandi. Yaris er nú með breyttum fram- og afturenda sem gefur honum dínamískara útlit. Bíllinn er nú fágaðari og hann býðst nú í fleiri litum og fleiri útfærslum að innan. Með þessari uppfærðu gerð Yaris kemur ný vél, 1,5 lítra bensínvél sem uppfyllir Euro 6 staðalinn. Þessi vél er 10% öflugri en 1,33 lítra forverinn og að sama skapi með 10% meira tog, en það sem meira máli skiptir, hún er 12% eyðslugrennri. Mikið hefur verið lagt uppúr öryggi bílsins og fullt af öryggiskerfum sem bíllinn skartar nú. Til aukinn þæginda fyrir ökumann og farþega er bíllinn nú talsvert hljóðlátari, sérstaklega á meiri hraða og munu margir fagna þeirri breytingu, enda unnið þar á einum helsta ókosti Yaris hingað til.Annar bíll heimilisins og friðar samviskunaYaris hefur frá upphafi, sem spannar frá árinu 1999, verið frekar „chic“ bíll sem höfðað hefur til ungu kynslóðarinnar og hefur gjarnan verið annar bíll heimila sem haft hafa efni á því að eiga tvo bíla. Hann hefur því gjarna verið til afnota fyrir þau afkvæmi sem komin eru með bílpróf, sem og frúarbíllinn sem kýs sætan og lítinn bíl. Þó hefur greinarritari oft séð að hann er ekki síður val húsbóndans á heimilinu sem kýs að snattast um á eyðslugrönnum og liprum bíl sem elur ekki á slæmri samviskunni sem því fylgir að aka um á eyðsluhák heimilisins, sem gjarnan er stór jeppi. Hvað um það, Yaris hefur verið og verður áfram afar heppilegur borgarbíll sem er einkar góður ferðafélagi í þéttri borgarumferðinni. Þar er hann á heimavelli og ekki beint heppilegur ferðabíll sökum skerts flutningsrýmis.Ekki fimleikamaðurinn eða spyrnukerranYaris er ekki fimleikamaðurinn í sínum flokki, né spyrnukerran, en þannig er Yaris ekki hugsaður. Hann er skynsamur kostur þeirra sem vilja komast á milli staða a og b á öruggan hátt en ekki með tilþrifum. Það finnast betri akstursbílar í hans flokki og mun öflugri bílar líka og þar kemur ef til vill að einum ókosti Yaris. Hann býðst enn sem komið er ekki með öflugri vél, en það mun reyndar breytast með 210 hestafla útgáfu hans, sem fær stafina GRMN í endann. Í hann er þó einhver bið þó hann hafi verið kynntur á bílasýningunni í París fyrr á árinu. Akstureiginleikar Yaris eru þó ágætir, en þar hafa sumir aðrir framleiðendur bíla í A-flokki gert betur. Það er þó mikil hugarþægð fólgin í því að litlar líkur eru á því að Yaris bili á leiðinni, en hann virðist alltaf jafn vel smíðaður og dvelur lítið á verkstæðunum. Ekki þarf heldur að óttast endursöluverðið á Yaris, það mun haldast hátt og oftast er beðið eftir notuðum Yaris, sem endist von úr viti. Það vita kaupendur hans sem fá sér nýjan Yaris, trekk í trekk.Kostir: Útlit, öryggi, eyðsla, smíðagæðiÓkostir: Skortir sportlega eiginleika og afl 1,5 lítra bensínvél, 111 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 3,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 75 g/km CO2 Hröðun: 11,8 sek. Hámarkshraði: 165 km/klst Verð frá: 2.330.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiMjög laglegur framendi og grill af stærri gerðinni gerir hann grimman.Er einnig ferlega fríður að innan og með frísklegum litum.Alls ekki var leiðinlegt að aka andlitslyftum Yaris um sveitir Hollands á þeim tíma sem blómaakrarnir skarta sínu fríðasta.Kemur á mjög töffaralegum felgum.Væntanlega mun mest seljast af Hybri-útfærslu Yaris, enda mjög eyðslugrönn.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent