Kveðjur frá Kaliforníu Þorvaldur Gylfason skrifar 8. júní 2017 07:00 Fjölbreytni er jafnan talin eftirsóknarverð, svo í mannlegu félagi sem í ríki náttúrunnar. Ráðdeildarsamt fólk setur eggin sín ógjarnan öll í eina körfu. Það er hygginna manna háttur að dreifa áhættu. Reynslan sýnir að olía og aðrar auðlindir náttúrunnar geta reynzt vera blendin blessun gæti menn ekki að sér. Mörg olíulönd eiga við mikinn vanda að stríða, nú t.d. Venesúela. Noregur og Kanada eru undantekningar sem sanna regluna. Einn angi vandans er að náttúruauðlindir laða stundum óæskilegt fólk að stjórnmálastarfi, fólk sem er mest í mun að komast yfir auðlindarentuna handa sér og sínum og halda öðrum frá henni þótt auðlindirnar séu víða þjóðareign skv. lögum. Auðlindum er jafnan auðstolið. Flestar þjóðir sem búa að ríkulegum auðlindum miða að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi til að dreifa áhættu, til að hafa ekki of mörg egg í einni körfu. Sama sjónarmið á við um stjórnmál. Einræði líkt og olía (og stundum fiskur!) laðar stundum óæskilegt fólk að stjórnmálastarfi, fólk sem er mest í mun að halda stjórnartaumunum hjá sér og sínum og halda öðrum frá. Flestar þjóðir sem búa við einræði miða að aukinni fjölbreytni í stjórnmálum, þ.e. lýðræði, til að dreifa áhættu, til að hafa ekki of mörg egg í einni körfu. Þess vegna m.a. hefur lýðræði sótt á. Um 1970 voru einræðisríki heimsins þrisvar sinnum fleiri en lýðræðisríkin. Nú, tæpri hálfri öld síðar, eru lýðræðisríkin næstum fimm sinnum fleiri en einræðisríkin. Eftirsókn eftir lýðræði miðar að fjölbreytni og frelsi til að brjótast undan yfirráðum innvígðrar og innmúraðrar valdastéttar. Einræðislönd eru jafnan fátæk. Lýðræðislönd eru jafnan rík.Dvínandi virðingUm miðja 19. öld voru Bandaríkin ennþá eina lýðræðisríki heimsins. Þótt byltingarnar sem breiddust út um Evrópu eftir 1848 væru barðar niður leiddu þær smám saman til lýðræðis í álfunni. Eftir 1945 breiddist lýðræði út með nánu samstarfi þjóðanna báðum megin við norðanvert Atlantshaf. Lýðræðisríkjum fjölgaði mjög frá 1945 til 1960 og aftur frá 1980 til 2002, en þá stöðvaðist fjölgunin. Nú er svo komið að bandaríska stofnunin Freedom House hefur lækkað lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna niður fyrir einkunn flestra Vestur-Evrópuríkja. Brezka dagblaðið Guardian kallar nú Angelu Merkel kanslara Þýzkalands „leiðtoga hins frjáls heims“. Innan ESB sýna Pólland og Ungverjaland merki um dvínandi virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum í blóra við grunngildi sambandsins„Við höfum beðið nógu lengi“Í ljósi alls þessa fer ekki vel á að enn skuli Alþingi sýna lýðræði og mannréttindum hliðstæða vanvirðingu með því draga von úr viti staðfestingu nýju stjórnarskrárinnar sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 og hefur legið fullbúin til afgreiðslu frá 2013. Betur færi á að Alþingi sendi umheiminum upplífgandi boð um styrk og fegurð íslenzks lýðræðis með því að ljúka málinu með sæmd. Þeim boðum myndu unnendur lýðræðis og mannréttinda um allan heim fagna ákaft eins og fram kom á fundum um lýðræði á Íslandi um síðustu helgi í tveim helztu háskólum Kaliforníu, Berkeley og Stanford. Alþingi hefur nú í fjögur ár vanrækt að senda umheiminum þessi boð og vakið illan grun um orsökina. „Við höfum beðið nógu lengi“, sagði Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, í ávarpi sínu í Kaliforníu. Við þurfum að fara varlega. John Adams, annar forseti Bandaríkjanna, skrifaði vini sínum í bréfi 1814 og vitnaði í gríska heimspekinginn Aristóteles: „Lýðræði endist aldrei lengi. … Hingað til hafa öll lýðræðisríki framið sjálfsvíg.“ (Þýðing mín, ÞG). Alþingi leyfist ekki að skáka þjóðarviljanum til hliðar. Slíkt hefði t.d. ekki hvarflað að brezka þinginu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra um úrsögn Breta úr ESB þótt atkvæðagreiðslan væri ráðgefandi. Í þjóðaratkvæðagreiðslu liggur valdið við uppsprettu sína, hjá kjósendum. Of margir alþingismenn sitja og standa eins og yfirboðarar þeirra og borgunarmenn í sjávarútvegi segja þeim. Málið snýst um auð og völd eins og við Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi, o.fl. hnykktum á í Kaliforníu. Of margir þingmenn fella sig ekki við auðlindaákvæðið sem er þó samið upp úr stefnuskrám allra gömlu flokkanna á Alþingi. Þeir fella sig þegar á reynir ekki við auðlindir í þjóðareigu nema til málamynda. Fimm af hverjum sex kjósendum (83%) lýstu sig fylgjandi auðlindaákvæðinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Óheilindi margra þingmanna og fáeinna fræðimanna birtast ljóslega í því að þeir nefna aldrei andstöðuna gegn auðlindaákvæðinu sem er aðalatriðið heldur búa þeir til óskyldar átyllur sem bandarísku lögfræðingarnir David Carrillo, Stephen Duvernay og Brandon Stracener tættu í sig á fundinum í Berkeley. Of margir þingmenn fella sig ekki heldur við kosningaákvæðið sem kveður á um jafnt vægi atkvæða og samrýmist því stefnu allra gömlu flokkanna nema Framsóknar. Tveir af hverjum þrem kjósendum (67%) lýstu sig fylgjandi kosningaákvæðinu eins og frumvarpinu í heild í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Auðlindaákvæðið og kosningaákvæðið snúa að mannréttindum í skilningi laga og fjölþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Því verður hægt að draga stjórnvöld fyrir erlenda dómstóla haldi þau áfram að standa í vegi fyrir gildistöku nýju stjórnarskrárinnar og hindra með því móti framgang algildra mannréttinda. Vonandi sér Alþingi sig um hönd áður en til slíks kemur.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Fjölbreytni er jafnan talin eftirsóknarverð, svo í mannlegu félagi sem í ríki náttúrunnar. Ráðdeildarsamt fólk setur eggin sín ógjarnan öll í eina körfu. Það er hygginna manna háttur að dreifa áhættu. Reynslan sýnir að olía og aðrar auðlindir náttúrunnar geta reynzt vera blendin blessun gæti menn ekki að sér. Mörg olíulönd eiga við mikinn vanda að stríða, nú t.d. Venesúela. Noregur og Kanada eru undantekningar sem sanna regluna. Einn angi vandans er að náttúruauðlindir laða stundum óæskilegt fólk að stjórnmálastarfi, fólk sem er mest í mun að komast yfir auðlindarentuna handa sér og sínum og halda öðrum frá henni þótt auðlindirnar séu víða þjóðareign skv. lögum. Auðlindum er jafnan auðstolið. Flestar þjóðir sem búa að ríkulegum auðlindum miða að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi til að dreifa áhættu, til að hafa ekki of mörg egg í einni körfu. Sama sjónarmið á við um stjórnmál. Einræði líkt og olía (og stundum fiskur!) laðar stundum óæskilegt fólk að stjórnmálastarfi, fólk sem er mest í mun að halda stjórnartaumunum hjá sér og sínum og halda öðrum frá. Flestar þjóðir sem búa við einræði miða að aukinni fjölbreytni í stjórnmálum, þ.e. lýðræði, til að dreifa áhættu, til að hafa ekki of mörg egg í einni körfu. Þess vegna m.a. hefur lýðræði sótt á. Um 1970 voru einræðisríki heimsins þrisvar sinnum fleiri en lýðræðisríkin. Nú, tæpri hálfri öld síðar, eru lýðræðisríkin næstum fimm sinnum fleiri en einræðisríkin. Eftirsókn eftir lýðræði miðar að fjölbreytni og frelsi til að brjótast undan yfirráðum innvígðrar og innmúraðrar valdastéttar. Einræðislönd eru jafnan fátæk. Lýðræðislönd eru jafnan rík.Dvínandi virðingUm miðja 19. öld voru Bandaríkin ennþá eina lýðræðisríki heimsins. Þótt byltingarnar sem breiddust út um Evrópu eftir 1848 væru barðar niður leiddu þær smám saman til lýðræðis í álfunni. Eftir 1945 breiddist lýðræði út með nánu samstarfi þjóðanna báðum megin við norðanvert Atlantshaf. Lýðræðisríkjum fjölgaði mjög frá 1945 til 1960 og aftur frá 1980 til 2002, en þá stöðvaðist fjölgunin. Nú er svo komið að bandaríska stofnunin Freedom House hefur lækkað lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna niður fyrir einkunn flestra Vestur-Evrópuríkja. Brezka dagblaðið Guardian kallar nú Angelu Merkel kanslara Þýzkalands „leiðtoga hins frjáls heims“. Innan ESB sýna Pólland og Ungverjaland merki um dvínandi virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum í blóra við grunngildi sambandsins„Við höfum beðið nógu lengi“Í ljósi alls þessa fer ekki vel á að enn skuli Alþingi sýna lýðræði og mannréttindum hliðstæða vanvirðingu með því draga von úr viti staðfestingu nýju stjórnarskrárinnar sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 og hefur legið fullbúin til afgreiðslu frá 2013. Betur færi á að Alþingi sendi umheiminum upplífgandi boð um styrk og fegurð íslenzks lýðræðis með því að ljúka málinu með sæmd. Þeim boðum myndu unnendur lýðræðis og mannréttinda um allan heim fagna ákaft eins og fram kom á fundum um lýðræði á Íslandi um síðustu helgi í tveim helztu háskólum Kaliforníu, Berkeley og Stanford. Alþingi hefur nú í fjögur ár vanrækt að senda umheiminum þessi boð og vakið illan grun um orsökina. „Við höfum beðið nógu lengi“, sagði Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, í ávarpi sínu í Kaliforníu. Við þurfum að fara varlega. John Adams, annar forseti Bandaríkjanna, skrifaði vini sínum í bréfi 1814 og vitnaði í gríska heimspekinginn Aristóteles: „Lýðræði endist aldrei lengi. … Hingað til hafa öll lýðræðisríki framið sjálfsvíg.“ (Þýðing mín, ÞG). Alþingi leyfist ekki að skáka þjóðarviljanum til hliðar. Slíkt hefði t.d. ekki hvarflað að brezka þinginu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra um úrsögn Breta úr ESB þótt atkvæðagreiðslan væri ráðgefandi. Í þjóðaratkvæðagreiðslu liggur valdið við uppsprettu sína, hjá kjósendum. Of margir alþingismenn sitja og standa eins og yfirboðarar þeirra og borgunarmenn í sjávarútvegi segja þeim. Málið snýst um auð og völd eins og við Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi, o.fl. hnykktum á í Kaliforníu. Of margir þingmenn fella sig ekki við auðlindaákvæðið sem er þó samið upp úr stefnuskrám allra gömlu flokkanna á Alþingi. Þeir fella sig þegar á reynir ekki við auðlindir í þjóðareigu nema til málamynda. Fimm af hverjum sex kjósendum (83%) lýstu sig fylgjandi auðlindaákvæðinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Óheilindi margra þingmanna og fáeinna fræðimanna birtast ljóslega í því að þeir nefna aldrei andstöðuna gegn auðlindaákvæðinu sem er aðalatriðið heldur búa þeir til óskyldar átyllur sem bandarísku lögfræðingarnir David Carrillo, Stephen Duvernay og Brandon Stracener tættu í sig á fundinum í Berkeley. Of margir þingmenn fella sig ekki heldur við kosningaákvæðið sem kveður á um jafnt vægi atkvæða og samrýmist því stefnu allra gömlu flokkanna nema Framsóknar. Tveir af hverjum þrem kjósendum (67%) lýstu sig fylgjandi kosningaákvæðinu eins og frumvarpinu í heild í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Auðlindaákvæðið og kosningaákvæðið snúa að mannréttindum í skilningi laga og fjölþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Því verður hægt að draga stjórnvöld fyrir erlenda dómstóla haldi þau áfram að standa í vegi fyrir gildistöku nýju stjórnarskrárinnar og hindra með því móti framgang algildra mannréttinda. Vonandi sér Alþingi sig um hönd áður en til slíks kemur.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun