Eigandi Hrauntaks er Sigurður Kr. Sigurðsson en hann hefur verið viðloðandi sölu á ýmsum tækjum síðastliðin 20 ár. Hann segir þessa tvo áratugi hafa verið eftirminnilega og einkennst af miklum sveiflum. Síðustu árin hafi salan þó verið verið jöfn og stigvaxandi sem er alltaf best. „Sem betur fer er umhverfið á Íslandi að batna í sölu á vinnuvélum, stærri bílum og tækjum en það er þó mismunandi eftir greinum.“


Hrauntak er umboðsaðili fyrir Schmitz malarvagna en Schmitz er eitt stærsta fyrirtækið í heiminum í framleiðslu malarvagna og hefur þróað nýjungar sem stöðugt eru að koma fram. Á Íslandi eru í notkun fjöldi Schmitz malarvagna og reynslan af þeim vögnum er mjög góð segir Sigurður. „Nú á næstu vikum eru að koma til landsins fyrstu Schmitz malbiksflutningavagnarnir sem eru sérstaklega einangraðir og með yfirbreiðslu til þess að halda malbikinu eins heitu og mögulegt er þar til það kemur á áfangastað. Vagnarnir eru vel útbúnir á Durabrite álfelgum til þess að létta þá, þriggja öxla á einföldu með lyftingu á tveimur öxlum og yfirbreiðslu með fjarstýringu sem hönnuð er til malbiksflutninga. Þá eru sérstök op á báðum hliðum skúffunnar þar sem auðvelt er að að fylgjast með hita malbiksins.“

„Ég hafði mjög ákveðnar skoðanir á uppsetningu vagnana, stærð og gerð þeirra með hámarksnýtinu í huga og að vigtun á vögnunum væri sem best og hagstæðust. Þá eru vagnarnir klæddir að innan með sérstöku OKULEN plastklæðningu sem lengir endingu og minnkar slit á skúffu. Það skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki okkar að að vagnarnir okkar henti vel verkefnum okkar og bílum en þessir vagnar eru í stöðugri notkun allan ársins hring. Reynsla okkar af Schmitz vögnum er því einstaklega góð.“
Nánari upplýsingar má finna á www.hrauntak.is.