Tuddinn í beinni: 300 manns keppa í sex tölvuleikjum Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2017 18:00 Frá Tuddanum í fyrra. Tuddinn, stærsta tölvuleikjamót ársins, fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Tæplega 300 keppendur eru skráðir til leiks og verður keppt í sex leikjum yfir þrjá daga. Mótið er haldið á vegum nemendafélagsins Tvíund og tölvuleikjafélagsins Tuddinn. Verðmæti verðlauna er rúmar 700 þúsund krónur. Mikil áhersla er lögð á áhorfendasvæði í húsnæðinu þar sem fólk getur fylgst með á stórum skjá. Einnig verður hægt að horfa á mótið á Twitch og hér á Vísi. „Rafrænar íþróttir (eSports) hafa verið í miklum vexti um allan heim en eSports er samheiti yfir viðburði þar sem keppt er í ýmsum tölvuleikjum. Stærstu mótin sem haldin eru draga til sín þúsundir gesta víðsvegar um heim og fylgjast milljónir manna með stærstu viðburðum í gegnum streymisveitur á netinu. Vinsælustu leikirnir á Íslandi eru meðal annars Counter-Strike, League of Legends og Overwatch en keppt verður í þeim öllum um helgina.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.Uppfært: Einhverjar tafir hafa orðið á keppninni og hefur útsending ekki farið af stað. Verið er að reyna að koma henni í gang, en til stendur að streyma frá keppni í League of Legends í kvöld. Dagskráum helgina er eftirfarandi:Föstudagur: Húsið opnar 16.00 - riðlakeppni hefst í öllum leikjum 19.00Laugardagur: Útsláttarkeppni hefst í öllum leikjum. 2v2 FIFA mót í M.101 og Mountain Dew Keppni.Sunnudagur: Úrslitaleikir hefjast.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv Leikjavísir Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Tuddinn, stærsta tölvuleikjamót ársins, fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Tæplega 300 keppendur eru skráðir til leiks og verður keppt í sex leikjum yfir þrjá daga. Mótið er haldið á vegum nemendafélagsins Tvíund og tölvuleikjafélagsins Tuddinn. Verðmæti verðlauna er rúmar 700 þúsund krónur. Mikil áhersla er lögð á áhorfendasvæði í húsnæðinu þar sem fólk getur fylgst með á stórum skjá. Einnig verður hægt að horfa á mótið á Twitch og hér á Vísi. „Rafrænar íþróttir (eSports) hafa verið í miklum vexti um allan heim en eSports er samheiti yfir viðburði þar sem keppt er í ýmsum tölvuleikjum. Stærstu mótin sem haldin eru draga til sín þúsundir gesta víðsvegar um heim og fylgjast milljónir manna með stærstu viðburðum í gegnum streymisveitur á netinu. Vinsælustu leikirnir á Íslandi eru meðal annars Counter-Strike, League of Legends og Overwatch en keppt verður í þeim öllum um helgina.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.Uppfært: Einhverjar tafir hafa orðið á keppninni og hefur útsending ekki farið af stað. Verið er að reyna að koma henni í gang, en til stendur að streyma frá keppni í League of Legends í kvöld. Dagskráum helgina er eftirfarandi:Föstudagur: Húsið opnar 16.00 - riðlakeppni hefst í öllum leikjum 19.00Laugardagur: Útsláttarkeppni hefst í öllum leikjum. 2v2 FIFA mót í M.101 og Mountain Dew Keppni.Sunnudagur: Úrslitaleikir hefjast.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv
Leikjavísir Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira