Lífið

Endir næstu þáttaraðar Game of Thrones mun gera ykkur gráhærð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maisie Williams er ein af stjörnunum í GOT.
Maisie Williams er ein af stjörnunum í GOT. vísir/hbo
Sjöunda þáttaröðin af Game Of Thrones fer í sýningar um heim allan í sumar og bíða aðdáendur þáttanna í ofvæni eftir nýjasta þættinum.

Það þekkja það allir að GOT eru mjög spennandi þættir og eru endirnir oft á tíðum sérstaklega spennandi.

Nýjasta þáttaröðin var töluvert mikið tekinn upp hér á landi og þá sérstaklega seinniparturinn í seríunni.

Maisie Williams leikur eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones en hún segir að næsta þáttaröð eigi eftir að enda svakalega.

„Núna fer allt að gerast og við erum að nálgast hápunktinn. Undir lok síðustu þáttaraðir náði aðalpersónurnar ákveðnari ró og er búið að stilla öllu upp fyrir ákveðin hápunkt sem verður í lok þessarar seríu,“ segir Williams og bætir við að lokaatriðin í næstu þáttaröð verði svakaleg.

Sjöunda serían mun enda á þann máta að þú verður eitt stórt spurningarmerki og getur varla beðið í heilt ár til að sjá fyrsta þáttinn í áttundu og síðustu þáttaröðinni. Líklega verður þú gráhærð/ur.

Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í sumar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.