Lífið

Gæi er ein heitasta Snapchat-stjarna Íslands: Íslendingar elta kappann til Tene

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gæi er hrikalega vinsælt á Snapchat.
Gæi er hrikalega vinsælt á Snapchat.
„Ég er 38 ára og verð 39 á árinu og þar að leiðandi fjörutíu á næsta ári,“ segir Garðar Viðarsson, betur þekktur sem Gæi, sem er ein vinsælasta Snapchat-stjarnan á landinu í dag. Gæi starfar sem atvinnubílstóri í Reykjanesbæ. Hann kallar sig Iceredneck á Snapchat og var í viðtali við drengina í Brennslunni í morgun. Þar fengu hlustendur að kynnast betur Garðari.

„Ég á þrjú börn og konan mín heitir Anna Björk. Þegar ég sótti forritið fyrst þá fór ég að leikja mér með þetta á næturvöktum á bílaleigunni sem ég var þá að vinna hjá. Ég átti mjög auðvelt með þetta og bullaði og ruglaði alveg á seinna hundraðinu. Það vakti lukku og eftir það fór boltinn að rúlla.“ Núna rúmlega tveimur árum síðar horfa yfir 10.000 manns á Gæja á hverjum degi. Hann segist stundum fá skammir fyrir það hvernig hann lætur á Snappinu.

„Það kemur stundum fyrir, en ég hlusta ekki á það. Ég held bara áfram að vera all in Gæi, bara fulla ferð.“

Gæi er mikill bílakall.

„Það er svona mitt aðal áhugamál og síðan elska ég að ferðast. Það er sameiginlega áhugamálið hjá mér og konunni. Ég er rosa BMW kall og er búinn að vera það alveg frá því að ég fór að hafa áhuga á bílum.“

Gæi er á leiðinni til Tenerife 27. mars en hann sló í gegn á Snapchat einmitt á Tenerife í fyrra. „Ég hef alveg heyrt af því að fólk sé búið að bóka sér ferð út á sama tíma og ég.“

Snapparinn er þekktur fyrir allskonar frasa en hans frægustu eru „litla dæmi“ og „lóan er komin“. Gæi talar alltaf um að lóan sé komin þegar hann opnar bjórdós.

„Ég er lítið í svona IPA bjór en ég man samt ekkert hvað þetta heitir allt saman. Ég er bara búinn að smakka alveg gríðarlegt magn af öllurum.“

Gæi er 191 sentímeter á hæð og 120 kg. „Ég er ægileg eðla,“ segir Garðar en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×