Lengi langað að heimsækja Ísland Guðný Hrönn skrifar 23. nóvember 2017 13:45 Ky-Mani ætlar að heiðra minningu föður síns með tónleikaferðalagi sem hefst á Íslandi. NORDICOHOTOS/GETTY „Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“ Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“
Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira