Allir leikmenn Real Madrid fengu að velja sér Audi Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 13:45 Cristiano Ronaldo valdi Audi RS7 Sportback Performance. Það á bæði við alla leikmenn Real Madrid og Bayern München að þeir fá á hverju ári að velja sér sinn uppáhalds Audi til að aka á næsta árið. Í tilfelli Real Madrid hefur þetta staðið yfir frá árinu 2003 og það var vel við hæfi að leikmenn Real Madrid veldu sér sinn óskabíl svona rétt fyrir jólin. Vinsælasti bíllinn hjá leikmönnum Real Madrid þetta árið var jeppinn Audi Q7 en einir 14 leikmenn völdu sér þann bíl, sumir þeirra E-Tron útfærslu hans en aðrir kraftaköggulinn SQ7 TDI með 8 strokka dísilvél. Cristiano Ronaldo var þó ekki einn þeirra því hann valdi Audi RS7 Sportback Performance bíl, en hann er 605 hestöfl og því algjörlega við hæfi eins snöggs leikmanns og hann er. Þjálfarinn Zinédine Zidane fékk sér hinsvegar Audi RS6 Avant Performance og er hann með sömu aflmiklu vélina og í bíl Ronaldo. Marco Arsenio var nokkru hófsamari í sínu vali en hann kaus sér Audi S5 Coupe bíl, öllu minni bíl en flestir hinna í liðinu. Það átti þó ekki við Sergio Ramos sem valdi sér ofursportbílinn Audi R8 Spyder. Eins skrítið og það nú er þá valdi enginn hið nýja flaggskip Audi A8, né heldur hinn glænýja Audi A7 Sportback. Svo virðist sem smekkur leikmanna Real Madrid sé í nokkru frábrugðinn leikmönnum Bayern München því í tilviki þeirra þýsku var Audi RS6 Avant bíllinn sá vinsælasti, en einir 5 leikmenn Bayern München völdu hann og næstvinsælastir voru svo Audi Q7 og Audi SQ7. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Það á bæði við alla leikmenn Real Madrid og Bayern München að þeir fá á hverju ári að velja sér sinn uppáhalds Audi til að aka á næsta árið. Í tilfelli Real Madrid hefur þetta staðið yfir frá árinu 2003 og það var vel við hæfi að leikmenn Real Madrid veldu sér sinn óskabíl svona rétt fyrir jólin. Vinsælasti bíllinn hjá leikmönnum Real Madrid þetta árið var jeppinn Audi Q7 en einir 14 leikmenn völdu sér þann bíl, sumir þeirra E-Tron útfærslu hans en aðrir kraftaköggulinn SQ7 TDI með 8 strokka dísilvél. Cristiano Ronaldo var þó ekki einn þeirra því hann valdi Audi RS7 Sportback Performance bíl, en hann er 605 hestöfl og því algjörlega við hæfi eins snöggs leikmanns og hann er. Þjálfarinn Zinédine Zidane fékk sér hinsvegar Audi RS6 Avant Performance og er hann með sömu aflmiklu vélina og í bíl Ronaldo. Marco Arsenio var nokkru hófsamari í sínu vali en hann kaus sér Audi S5 Coupe bíl, öllu minni bíl en flestir hinna í liðinu. Það átti þó ekki við Sergio Ramos sem valdi sér ofursportbílinn Audi R8 Spyder. Eins skrítið og það nú er þá valdi enginn hið nýja flaggskip Audi A8, né heldur hinn glænýja Audi A7 Sportback. Svo virðist sem smekkur leikmanna Real Madrid sé í nokkru frábrugðinn leikmönnum Bayern München því í tilviki þeirra þýsku var Audi RS6 Avant bíllinn sá vinsælasti, en einir 5 leikmenn Bayern München völdu hann og næstvinsælastir voru svo Audi Q7 og Audi SQ7.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent