Að koma heim í miðri messu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Skömmu fyrir nón síðastliðinn laugardag er mér ekið, nýlentum hér á landi, í gegnum Garðabæ á leið til föðurhúsa í Kópavogi. Verður mér þá litið til suðurs í hraunið þar sem nær allur bílafloti landsmanna umkringir Costco og síðan blasir við mér bílalest mikil sem bíður þess að komast fyrir í sömu mergðinni. Mér varð hugsað til þorps nokkurs á Spáni þar sem ég hélt upplestur. Ekki leist mér á blikuna þegar þangað kom því þorpið virtist tómt. Það var ekki fyrr en mig bar að kirkjunni að ég áttaði mig á því hvar þorpsbúar voru. Nú á laugardaginn fannst mér ég hafa komið heim í miðri messu. En annars er það aðdáunarvert hvað kapítalistarnir hafa náð að hagræða hér í landi og geta þannig boðið þjóð vorri upp á enn meiri einsleitni en kommúnistar höfðu þorað að láta sig dreyma um. Ein búð, örfáir sjávarútvegsrisar, örfá bú, verið er að vinna að því að koma öllum fyrir í einni borg, þar sem örfáir eiga allan húsakost og þannig má áfram telja. Nú þarf hið opinbera bara að reka lokahnútinn á þetta. Það sjá það allir hversu mikið vesen er að vinna með mörgum flokkum. Reynslulaus flokkur gengur úr skaftinu að næturþeli og síðan tekur tíma og ótal tár, á vinstri vanga, að setja þetta saman að nýju. Af hverju ekki að hafa bara einn flokk? Og allt þetta lífsskoðunarvesen, með óendanlegum þyngslum fyrir kommentakerfin? Eigum við ekki bara að hætta þessu röfli og setja öll trú okkar á Mammon? Og svo fyrir þá sem kunna ekki fótum sínum forráð í þessari framúrskarandi einsleitni má náttúrlega hanna eitt stórt tjaldsvæði í Laugardal. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Skömmu fyrir nón síðastliðinn laugardag er mér ekið, nýlentum hér á landi, í gegnum Garðabæ á leið til föðurhúsa í Kópavogi. Verður mér þá litið til suðurs í hraunið þar sem nær allur bílafloti landsmanna umkringir Costco og síðan blasir við mér bílalest mikil sem bíður þess að komast fyrir í sömu mergðinni. Mér varð hugsað til þorps nokkurs á Spáni þar sem ég hélt upplestur. Ekki leist mér á blikuna þegar þangað kom því þorpið virtist tómt. Það var ekki fyrr en mig bar að kirkjunni að ég áttaði mig á því hvar þorpsbúar voru. Nú á laugardaginn fannst mér ég hafa komið heim í miðri messu. En annars er það aðdáunarvert hvað kapítalistarnir hafa náð að hagræða hér í landi og geta þannig boðið þjóð vorri upp á enn meiri einsleitni en kommúnistar höfðu þorað að láta sig dreyma um. Ein búð, örfáir sjávarútvegsrisar, örfá bú, verið er að vinna að því að koma öllum fyrir í einni borg, þar sem örfáir eiga allan húsakost og þannig má áfram telja. Nú þarf hið opinbera bara að reka lokahnútinn á þetta. Það sjá það allir hversu mikið vesen er að vinna með mörgum flokkum. Reynslulaus flokkur gengur úr skaftinu að næturþeli og síðan tekur tíma og ótal tár, á vinstri vanga, að setja þetta saman að nýju. Af hverju ekki að hafa bara einn flokk? Og allt þetta lífsskoðunarvesen, með óendanlegum þyngslum fyrir kommentakerfin? Eigum við ekki bara að hætta þessu röfli og setja öll trú okkar á Mammon? Og svo fyrir þá sem kunna ekki fótum sínum forráð í þessari framúrskarandi einsleitni má náttúrlega hanna eitt stórt tjaldsvæði í Laugardal. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun