Fyrst Ronaldo og svo Ragnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Við Íslendingar þurfum oftast sundrung til þess að geta staðið saman. Við höfum ekki staðið saman undanfarnar vikur og mánuði enda frekar ljótar kosningar að baki og stjórnarmyndunarviðræður í gangi. Þar er ekki bara lítil samstaða á milli fólksins í landinu heldur bara engin innan sumra flokkanna sem ætla sér að reyna að stjórna landinu saman. Bara geggjuð staða í gangi. Ætli frægasti ekki frægi maður landsins síðustu daga, viðskiptafræðingurinn Ragnar Önundarson, hafi verið orðinn svona þreyttur á þessari sundrung þjóðarinnar að hann ákvað að kippa því í liðinn með einni Facebook-færslu? Nei, auðvitað ekki. Hann er bara miðaldra hvítur karlmaður sem telur sig mega segja hvað sem hann vill. Þessi ævintýralega heimskulegu fornaldarummæli hans um þingkonuna ágætu úr Árbænum sameinuðu samt þjóðina í rúmlega eina kvöldstund. Öll gleymdum við hvað við hötum þennan og hinn stjórnmálaflokk og verðandi jólastressið var hvergi í huga neins. Öll sameinuðumst við að vera reið út í Ragnar. Eða svona flest allavega. Við erum alveg rosalega góð sem þjóð í að tryllast út í þá sem vilja okkur illt, hvort sem það er misskilið eða ekki. Gleymum ekki þegar Cristiano Ronaldo, sá annars dýrkaði og dáði fótboltamaður, gerði lítið úr Aroni Einari Gunnarssyni á EM í fyrra. Þá varð Ronaldo óvinur þjóðar enda skal koma fram af sæmd við fyrirliða íslensku þjóðarinnar. Hvort sem það er Ronaldo eða Ragnar þá þýðir ekkert að fara upp á móti íslensku þjóðinni þegar hún stendur saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun
Við Íslendingar þurfum oftast sundrung til þess að geta staðið saman. Við höfum ekki staðið saman undanfarnar vikur og mánuði enda frekar ljótar kosningar að baki og stjórnarmyndunarviðræður í gangi. Þar er ekki bara lítil samstaða á milli fólksins í landinu heldur bara engin innan sumra flokkanna sem ætla sér að reyna að stjórna landinu saman. Bara geggjuð staða í gangi. Ætli frægasti ekki frægi maður landsins síðustu daga, viðskiptafræðingurinn Ragnar Önundarson, hafi verið orðinn svona þreyttur á þessari sundrung þjóðarinnar að hann ákvað að kippa því í liðinn með einni Facebook-færslu? Nei, auðvitað ekki. Hann er bara miðaldra hvítur karlmaður sem telur sig mega segja hvað sem hann vill. Þessi ævintýralega heimskulegu fornaldarummæli hans um þingkonuna ágætu úr Árbænum sameinuðu samt þjóðina í rúmlega eina kvöldstund. Öll gleymdum við hvað við hötum þennan og hinn stjórnmálaflokk og verðandi jólastressið var hvergi í huga neins. Öll sameinuðumst við að vera reið út í Ragnar. Eða svona flest allavega. Við erum alveg rosalega góð sem þjóð í að tryllast út í þá sem vilja okkur illt, hvort sem það er misskilið eða ekki. Gleymum ekki þegar Cristiano Ronaldo, sá annars dýrkaði og dáði fótboltamaður, gerði lítið úr Aroni Einari Gunnarssyni á EM í fyrra. Þá varð Ronaldo óvinur þjóðar enda skal koma fram af sæmd við fyrirliða íslensku þjóðarinnar. Hvort sem það er Ronaldo eða Ragnar þá þýðir ekkert að fara upp á móti íslensku þjóðinni þegar hún stendur saman.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun