Tengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2017 14:52 Hyundai Ionic tengiltvinnbíllinn. Hyundai Ionic fékk næst flest stigin í vali Bandalags íslsenskra bílablaðamanna í ár og telst virkilega athyglisverður bíll. Hyundai í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, tengitvinnbílinn Hyundai IONIQ Plug in Hybrid. Þetta er annar bíllinn í röð þriggja mismunandi útgáfa framleiðandans á sama millistærðarfólksbílnum. Fyrr á árinu kom IONIQ sem hreinn rafmagnsbíll og í gær sigraði hann í sínum flokki í vali á Bíl ársins 2017. Bíllinn sem Hyundai í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardaginn 4. nóvember, er með tvo orkjugjafa, annars vegar 1,6 lítra Atkinson GDi-bensínvél og hins vegar 44,5 kW hybrid-rafmótor, sem tengdar eru sex þrepa sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Með einum rofa er bílnum ekið á hreinni rafstillingu og þar með án nokkurs útblásturs. Í hreinni rafstillingu dregur IONIQ allt að 63 km á öflugri 8,9 kWh litíum-ion rafhlöðunni. Einnig er hægt að stilla á Hybrid-stillingu þar sem báðar vélarnar vinna saman, t.d. á langferðalögum milli landshluta. Saman skila vélarnar samtals 141 hestafli.Vel búinn kosturTengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ er mjög sambærilegur rafmagnsbílnum hvað búnað snertir; búinn 7 ̋ LCD-upplýsingaskjá í mælaborði, þráðlausri farsýmahleðslu og viðvörun gleymist síminn í bílnum og fleiru. Hann er einnig búinn góðum öryggisbúnaði, þar á meðal sjö loftpúðum, sjálfstæðri neyðarhemlun (AEB), gagnvirkum hraðastilli sem hægir á bílnum nálgist hann næsta bíl á undan, akreinavara og fleiru eins og hægt er að kynna sér nánar á vefnum Hyundai.is.Comfort og PremiumTengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ PHEV Comfort kostar 4.590 þúsundir króna og IONIQ PHEV Premium 4.890 þúsundir króna og er dýrari útgáfan búin auknum búnaði, svo sem leðuráklæði á sætum, blindhornsviðvörun, rafdrifnum framsætum með minnisstisllingum svo fátt eitt sé nefnt. Hyundai veitir 5 ára ábyrgð á IONIQ með ótakmörkuðum akstri og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu bílsins, eða allt að 200.000 km. Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Hyundai í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, tengitvinnbílinn Hyundai IONIQ Plug in Hybrid. Þetta er annar bíllinn í röð þriggja mismunandi útgáfa framleiðandans á sama millistærðarfólksbílnum. Fyrr á árinu kom IONIQ sem hreinn rafmagnsbíll og í gær sigraði hann í sínum flokki í vali á Bíl ársins 2017. Bíllinn sem Hyundai í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardaginn 4. nóvember, er með tvo orkjugjafa, annars vegar 1,6 lítra Atkinson GDi-bensínvél og hins vegar 44,5 kW hybrid-rafmótor, sem tengdar eru sex þrepa sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Með einum rofa er bílnum ekið á hreinni rafstillingu og þar með án nokkurs útblásturs. Í hreinni rafstillingu dregur IONIQ allt að 63 km á öflugri 8,9 kWh litíum-ion rafhlöðunni. Einnig er hægt að stilla á Hybrid-stillingu þar sem báðar vélarnar vinna saman, t.d. á langferðalögum milli landshluta. Saman skila vélarnar samtals 141 hestafli.Vel búinn kosturTengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ er mjög sambærilegur rafmagnsbílnum hvað búnað snertir; búinn 7 ̋ LCD-upplýsingaskjá í mælaborði, þráðlausri farsýmahleðslu og viðvörun gleymist síminn í bílnum og fleiru. Hann er einnig búinn góðum öryggisbúnaði, þar á meðal sjö loftpúðum, sjálfstæðri neyðarhemlun (AEB), gagnvirkum hraðastilli sem hægir á bílnum nálgist hann næsta bíl á undan, akreinavara og fleiru eins og hægt er að kynna sér nánar á vefnum Hyundai.is.Comfort og PremiumTengitvinnbíllinn Hyundai IONIQ PHEV Comfort kostar 4.590 þúsundir króna og IONIQ PHEV Premium 4.890 þúsundir króna og er dýrari útgáfan búin auknum búnaði, svo sem leðuráklæði á sætum, blindhornsviðvörun, rafdrifnum framsætum með minnisstisllingum svo fátt eitt sé nefnt. Hyundai veitir 5 ára ábyrgð á IONIQ með ótakmörkuðum akstri og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu bílsins, eða allt að 200.000 km.
Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent