O.J. Simpson hlaut í gær reynslulausn eftir að hafa setið af sér níu ár af 33 ára dómi fyrir mannrán, vopnað rán og líkamsárás. Saga Simpson er mörgum kunn og á köflum lygileg. Hann hlaut viðurnefnið „djúsinn“ (e. the juice) vegna þess að upphafsstafir hans voru þeir samir og appelsínu safa (orange juice). Hann er talinn einn besti hlaupari í sögu NFL deildarinnar og var dýrkaður og dáður af Bandaríkjamönnum til ársins 1994 þegar hann var ákærður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar. Þegar O.J. spilaði með Buffalo Bills.Vísir/GettyHoldgervingur ameríska draumsins Orenthal James „O.J.“ Simpson fæddist þann 9. júlí árið 1947 í San Francisco. Í æsku var hann hjólbeinóttur með beinkröm en náði að brjótast úr fátækt vegna þess hve góður hann var að hlaupa. Svo góður að hann varð einn besti hlauparinn í sögu amerísks fótbolta. Hann hlaut skólastyrk í Háskólann í Suður-Kaliforníu og var valinn besti háskólaleikmaður árisins 1968. O.J. reyndi alla tíð að verða hin sanna ameríska hetja og sagði meðal annars í viðtali við The New York Times árið 1969 að hann væri einkar stoltur af því að fólk liti á hann sem manneskju, en ekki svartan mann. Árið 1979 neyddist hann til að leggja boltann á hilluna vegna meiðsla en þá var hann byrjaður að setja svip sinn á Hollywood sem leikari. Á árunum 1973-1994 kom hann fram í rúmlega 20 kvikmyndum, þar á meðal í Naked Gun-myndunum. Hann birtist einnig reglulega á sjónvarpsskjám Bandaríkjamanna í sjónvarpsauglýsingum. O.J. Simpson og Nicole Brown Simpson.Vísir/Getty„Hann mun drepa mig“ Árið 1977 hitti hann Nicole Brown þar sem hún vann sem gengilbeina á næturklúbbnum The Daisy í Beverly Hills. Simpson var þá enn giftur fyrstu eiginkonu sinni, Marguerite Simpson. Nicole og O.J. urðu ástfangin og skildi hann við fyrstu konu sína árið 1979. Nicole Brown og O.J giftu sig þann 2. febrúar árið 1985. Hjónaband þeirra entist í sjö ár og eignuðust þau saman tvö börn, þau Sydney og Justin. Á nýársdag árið 1989 var lögreglan kölluð að heimili þeirra hjóna í Los Angeles. Þegar lögreglan kom á staðinn stóð Nicole fyrir utan með glóðarauga og blóðuga vör. Hún féll í faðma lögreglumannsins grátandi og hrópaði „Hann mun drepa mig.“ Nicole ákvað að kæra eiginmann sinn ekki en borgarlögmaðurinn ákærði hann fyrir heimilisofbeldi. Hann var sektaður og settur á skilorð í tvö ár. Enn liðu þrjú ár frá atvikinu þar til Nicole sótti um skilnað en skilnaðurinn þeirra O.J. gekk í gegn í október 1992. Lögreglan lýsir eftir hvítum Bronco Þann 12. júní árið 1994 voru Nicole Brown Simpson og vinur hennar, Ronald Goldman, stungin til bana fyrir utan heimili hennar í Los Angeles. Á meðal þess sem lögregla fann á vettvangi var blóðugur leðurhanski. Lögregla fór að heimili Simpson til að tilkynna honum að fyrrverandi eiginkona hans væri látin. Simpson var ekki heima, hann hafði farið til Chicago seint kvöldið áður. Lögreglumenn fóru inn á landareign Simpson án leitarheimildar og fundu þar Ford Bronco bifreið útataða í blóði. Við frekari leit fannst stakur blóðugur leðurhanski, sem lögregla komst síðar að að passaði við sams konar hanska sem fannst á heimili Brown Simpson. Blóð á hanskanum reyndist vera úr báðum fórnarlömbum. „Til að vera alveg hreinskilin Shipp, mig hefur dreymt um að myrða hana,“ á O.J. að hafa sagt við vin sinn lögreglumanninn Ron Shipp þegar hann beið eftir lögreglunni.Tuttugu lögreglubílar og níu þyrlur eltu O.J. Simpson á hvíta Bronco bílnum í 90 mínútur.Vísir/Getty.Klukkan 11 að morgni 17. júní bað saksóknari í Los Angeles Simpson að gefa sig fram við lögreglu. O.J. birtist ekki. Klukkan 14 lýsti lögregla eftir honum. Klukkan 17 las Robert Kardashian, vinur Simpson og einn lögmanna hans, upp bréf í fjölmiðlum. Í bréfinu sendi Simpson kveðjur til vina og vandamanna sem margir túlkuðu sem kveðjubréf. Klukkan 18:20 sama dag barst lögreglu tilkynning um að O.J. hefði sést ásamt vini sínum Al Cowlings í hvítum Ford Bronco. Þegar lögreglan náði bílnum heyrðist Cowlings öskra að O.J. væri í aftursætinu með byssu miðaða að höfði sínu. Við það hófst einn frægasti bílaeltingaleikur sögunnar. Tuttugu lögreglubílar tóku þátt og níu þyrlur. Sýnt var beint frá eltingaleiknum á öllum stærstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna. Útsending frá fimmta leik í úrslitum NBA-deildarinnar var trufluð. Leikurinn var á litlum skjá og hvíti Ford Broncoinn á stórum.Draumateymið og réttarhöld aldarinnar O.J. var að lokum ákærður fyrir morðin á Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman. Simpson safnaði saman stórskotaliði lögfræðinga sem var kallað „draumateymið.“ Þar á meðal voru Johnnie Cochran, Robert Kardashian og Robert Shapiro sem urðu brátt þekkt nöfn á hverju heimili Bandaríkjanna. Fyrir hönd ákæruvaldsins fluttu þau Marcia Clark og Cristopher Darden málið. Saksóknararnir töldu sig hafa sterkt mál í höndunum, enda hafði blóð úr fórnarlömbunum fundist á heimili Simpson og hanskinn sem passaði við þann sem fannst heima hjá Nicole. Þrátt fyrir það var O.J. sýknaður. Margir telja að það megi rekja til draumateymisins. Johnnie Cochran var sakaður um að nota kynþátt hans til að hafa áhrif á kviðdóminn þar sem svartir voru í meirihluta. Hann gaf meðal annars í skyn að lögreglan hefði komið fyrir sönnunargögnum á heimili Simpson vegna þess að hann var frægur svartur maður. Eitt frægasta augnablik réttarhaldanna, sem bandaríska þjóðin fylgdist með í heilt ár, átti sér stað þegar O.J. var látinn máta leðurhanskana sem voru sönnunargögn í málinu í beinni útsendingu. Simpson virtist eiga í erfiðleikum með að komast í hanskana. „Ef hann passar ekki, verðið þið að sýkna,“ sagði Cochran. (e. If it doesn‘t fit, you must aquit.)Líf Simpson var aldrei samt eftir réttarhöldin þrátt fyrir að hann hafi verið sýknaður. Hann var að lokum talinn bera lagalega ábyrgð á dauða Brown Simpson og Goldman og var gert að borga fjölskyldum þeirra 33,5 milljónir dollara í skaðabætur. Sú upphæð hefur enn ekki skilað sér. Simpson hefur ekki unnið síðan þá því allur peningur sem hann myndi þéna færi í að borga fjölskyldunum. Hann hlýtur hins vegar lífeyri síðan hann var íþróttamaður.Úr réttarsal í gær.Vísir/GettyÁrið 2007 var Simpson svo handtekinn fyrir mannrán, vopnað rán og líkamsárás. Brotin voru framin á hótelherbergi í Las Vegas þar sem tveir braskarar voru að selja muni sem Simpson taldi vera sína eign, meðal annars fótbolta, veggplatta og myndir af börnum hans. Hann var árið 2008 dæmdur í 33 ára fangelsi með möguleika á reynslulausn eftir níu ár. Hann hlaut reynslulausn í gær og er líklegt að hann losni úr fangelsi í október á þessu ári. Í réttarsalnum baðst Simpson afsökunar á brotum sínum og sagðist vera fyrirmyndarfangi. Þá hét hann því að forðast átök, yrði honum slept lausum. Þegar nefndin samþykkti reynslulausn hans í Lovelock-fangelsinu í Nevada sagði Simpson, sem nú er sjötugur, einfaldlega: „Takk fyrir!“ Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðin á Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman. Fréttaskýringar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
O.J. Simpson hlaut í gær reynslulausn eftir að hafa setið af sér níu ár af 33 ára dómi fyrir mannrán, vopnað rán og líkamsárás. Saga Simpson er mörgum kunn og á köflum lygileg. Hann hlaut viðurnefnið „djúsinn“ (e. the juice) vegna þess að upphafsstafir hans voru þeir samir og appelsínu safa (orange juice). Hann er talinn einn besti hlaupari í sögu NFL deildarinnar og var dýrkaður og dáður af Bandaríkjamönnum til ársins 1994 þegar hann var ákærður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar. Þegar O.J. spilaði með Buffalo Bills.Vísir/GettyHoldgervingur ameríska draumsins Orenthal James „O.J.“ Simpson fæddist þann 9. júlí árið 1947 í San Francisco. Í æsku var hann hjólbeinóttur með beinkröm en náði að brjótast úr fátækt vegna þess hve góður hann var að hlaupa. Svo góður að hann varð einn besti hlauparinn í sögu amerísks fótbolta. Hann hlaut skólastyrk í Háskólann í Suður-Kaliforníu og var valinn besti háskólaleikmaður árisins 1968. O.J. reyndi alla tíð að verða hin sanna ameríska hetja og sagði meðal annars í viðtali við The New York Times árið 1969 að hann væri einkar stoltur af því að fólk liti á hann sem manneskju, en ekki svartan mann. Árið 1979 neyddist hann til að leggja boltann á hilluna vegna meiðsla en þá var hann byrjaður að setja svip sinn á Hollywood sem leikari. Á árunum 1973-1994 kom hann fram í rúmlega 20 kvikmyndum, þar á meðal í Naked Gun-myndunum. Hann birtist einnig reglulega á sjónvarpsskjám Bandaríkjamanna í sjónvarpsauglýsingum. O.J. Simpson og Nicole Brown Simpson.Vísir/Getty„Hann mun drepa mig“ Árið 1977 hitti hann Nicole Brown þar sem hún vann sem gengilbeina á næturklúbbnum The Daisy í Beverly Hills. Simpson var þá enn giftur fyrstu eiginkonu sinni, Marguerite Simpson. Nicole og O.J. urðu ástfangin og skildi hann við fyrstu konu sína árið 1979. Nicole Brown og O.J giftu sig þann 2. febrúar árið 1985. Hjónaband þeirra entist í sjö ár og eignuðust þau saman tvö börn, þau Sydney og Justin. Á nýársdag árið 1989 var lögreglan kölluð að heimili þeirra hjóna í Los Angeles. Þegar lögreglan kom á staðinn stóð Nicole fyrir utan með glóðarauga og blóðuga vör. Hún féll í faðma lögreglumannsins grátandi og hrópaði „Hann mun drepa mig.“ Nicole ákvað að kæra eiginmann sinn ekki en borgarlögmaðurinn ákærði hann fyrir heimilisofbeldi. Hann var sektaður og settur á skilorð í tvö ár. Enn liðu þrjú ár frá atvikinu þar til Nicole sótti um skilnað en skilnaðurinn þeirra O.J. gekk í gegn í október 1992. Lögreglan lýsir eftir hvítum Bronco Þann 12. júní árið 1994 voru Nicole Brown Simpson og vinur hennar, Ronald Goldman, stungin til bana fyrir utan heimili hennar í Los Angeles. Á meðal þess sem lögregla fann á vettvangi var blóðugur leðurhanski. Lögregla fór að heimili Simpson til að tilkynna honum að fyrrverandi eiginkona hans væri látin. Simpson var ekki heima, hann hafði farið til Chicago seint kvöldið áður. Lögreglumenn fóru inn á landareign Simpson án leitarheimildar og fundu þar Ford Bronco bifreið útataða í blóði. Við frekari leit fannst stakur blóðugur leðurhanski, sem lögregla komst síðar að að passaði við sams konar hanska sem fannst á heimili Brown Simpson. Blóð á hanskanum reyndist vera úr báðum fórnarlömbum. „Til að vera alveg hreinskilin Shipp, mig hefur dreymt um að myrða hana,“ á O.J. að hafa sagt við vin sinn lögreglumanninn Ron Shipp þegar hann beið eftir lögreglunni.Tuttugu lögreglubílar og níu þyrlur eltu O.J. Simpson á hvíta Bronco bílnum í 90 mínútur.Vísir/Getty.Klukkan 11 að morgni 17. júní bað saksóknari í Los Angeles Simpson að gefa sig fram við lögreglu. O.J. birtist ekki. Klukkan 14 lýsti lögregla eftir honum. Klukkan 17 las Robert Kardashian, vinur Simpson og einn lögmanna hans, upp bréf í fjölmiðlum. Í bréfinu sendi Simpson kveðjur til vina og vandamanna sem margir túlkuðu sem kveðjubréf. Klukkan 18:20 sama dag barst lögreglu tilkynning um að O.J. hefði sést ásamt vini sínum Al Cowlings í hvítum Ford Bronco. Þegar lögreglan náði bílnum heyrðist Cowlings öskra að O.J. væri í aftursætinu með byssu miðaða að höfði sínu. Við það hófst einn frægasti bílaeltingaleikur sögunnar. Tuttugu lögreglubílar tóku þátt og níu þyrlur. Sýnt var beint frá eltingaleiknum á öllum stærstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna. Útsending frá fimmta leik í úrslitum NBA-deildarinnar var trufluð. Leikurinn var á litlum skjá og hvíti Ford Broncoinn á stórum.Draumateymið og réttarhöld aldarinnar O.J. var að lokum ákærður fyrir morðin á Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman. Simpson safnaði saman stórskotaliði lögfræðinga sem var kallað „draumateymið.“ Þar á meðal voru Johnnie Cochran, Robert Kardashian og Robert Shapiro sem urðu brátt þekkt nöfn á hverju heimili Bandaríkjanna. Fyrir hönd ákæruvaldsins fluttu þau Marcia Clark og Cristopher Darden málið. Saksóknararnir töldu sig hafa sterkt mál í höndunum, enda hafði blóð úr fórnarlömbunum fundist á heimili Simpson og hanskinn sem passaði við þann sem fannst heima hjá Nicole. Þrátt fyrir það var O.J. sýknaður. Margir telja að það megi rekja til draumateymisins. Johnnie Cochran var sakaður um að nota kynþátt hans til að hafa áhrif á kviðdóminn þar sem svartir voru í meirihluta. Hann gaf meðal annars í skyn að lögreglan hefði komið fyrir sönnunargögnum á heimili Simpson vegna þess að hann var frægur svartur maður. Eitt frægasta augnablik réttarhaldanna, sem bandaríska þjóðin fylgdist með í heilt ár, átti sér stað þegar O.J. var látinn máta leðurhanskana sem voru sönnunargögn í málinu í beinni útsendingu. Simpson virtist eiga í erfiðleikum með að komast í hanskana. „Ef hann passar ekki, verðið þið að sýkna,“ sagði Cochran. (e. If it doesn‘t fit, you must aquit.)Líf Simpson var aldrei samt eftir réttarhöldin þrátt fyrir að hann hafi verið sýknaður. Hann var að lokum talinn bera lagalega ábyrgð á dauða Brown Simpson og Goldman og var gert að borga fjölskyldum þeirra 33,5 milljónir dollara í skaðabætur. Sú upphæð hefur enn ekki skilað sér. Simpson hefur ekki unnið síðan þá því allur peningur sem hann myndi þéna færi í að borga fjölskyldunum. Hann hlýtur hins vegar lífeyri síðan hann var íþróttamaður.Úr réttarsal í gær.Vísir/GettyÁrið 2007 var Simpson svo handtekinn fyrir mannrán, vopnað rán og líkamsárás. Brotin voru framin á hótelherbergi í Las Vegas þar sem tveir braskarar voru að selja muni sem Simpson taldi vera sína eign, meðal annars fótbolta, veggplatta og myndir af börnum hans. Hann var árið 2008 dæmdur í 33 ára fangelsi með möguleika á reynslulausn eftir níu ár. Hann hlaut reynslulausn í gær og er líklegt að hann losni úr fangelsi í október á þessu ári. Í réttarsalnum baðst Simpson afsökunar á brotum sínum og sagðist vera fyrirmyndarfangi. Þá hét hann því að forðast átök, yrði honum slept lausum. Þegar nefndin samþykkti reynslulausn hans í Lovelock-fangelsinu í Nevada sagði Simpson, sem nú er sjötugur, einfaldlega: „Takk fyrir!“ Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðin á Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman.