Ástfanginn upp fyrir haus Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 10:15 Arnar Freyr er með dýrslegan makka sem hann segir þykkt og óstýrilátt hár. Hann vill því ýmist vera snoðklipptur eða síðhærður til að hafa sem minnst fyrir því. Arnar er íþróttamaður af Guðs náð, spilar körfubolta með "bumbuliði“ listamanna og dýrkar golf. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Rapparinn Arnar Freyr Frostason segist vera úlfur. En fyrst og fremst maður. Hann er góður gaur sem hefur gaman af því að blóta og segist hafa breyst við að elska Sölku Sól. „Hún mamma reyndi að segja mér að það væri ljótt að blóta, en það er svo gaman að blóta. Ég stressa mig ekki á því hvort textarnir mínir innihaldi vafasamt orðbragð; ég er ekki uppalandi og hlutverk foreldra að segja til um hvað sé bannað. Ef það er ekki ég, þá er það einhver annar. Fólk mun alltaf finna sér leið til að hlusta á rapp,“ segir Arnar sem fer sínar eigin leiðir og semur texta sem fólk vill heyra. „Rapp er eins og pönk; andspyrna við góð og hefðbundin gildi. Því eru textarnir hispurslausir, um kaldan raunveruleikann, lífið með vinunum niðri í bæ; skin, skúrir og skugga. Í því felst styrkur rapptónlistar og ástæða þess að fólk leitar í hana. Það hefur nefnilega alltaf þótt spennandi að gera það sem mamma bannar að gera.“Arnar er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann segir rappara af landsbyggðinni eiga erfiðara uppdráttar en rappara úr borginni, en að þeir Helgi Sæmundur í Úlfi Úlfi hafi haft nægt sjálfstraust til að standa gegn þeim mótbyr.MYND/AUÐUNNHefur nóg af sjálfstraustiArnar er sveitastrákur og smábæjarbarn. Alinn upp hjá foreldrum sínum á Sauðárkróki en líka ömmu og afa á Frostastöðum í Blönduhlíð. „Það var geggjað að alast upp á landsbyggðinni og ég hef áttað mig betur á kostum þess í seinni tíð. Ég bý að mörgu sem borgarbörnin gera ekki og í grunninn er örlítill munur á sveita- og borgarbörnum. Kærastan segir til að mynda að orðaforðinn og verklag mitt sé bæði sveitalegt og krúttlegt.“ Arnar segir ekki úr lausu lofti gripið að sveitastrákar hafi minnimáttarkennd gagnvart borgarstrákum en þeir Helgi Sæmundur, samverkamaður hans í Úlfi Úlfi, hafi alltaf verið öruggir í eigin skinni. „Það hefur ekki unnið með röppurum að vera utan af landi og þótt frekar lummó. Margir hafa nefnt við okkur að það sé ótrúlegt hversu langt við Sauðkrækingarnir höfum náð. Ég veit af þeim mótbyr en þetta snýst um helvítis sjálfsöryggið og við Helgi höfum nóg af því.“ Segja má að í Arnari hafi sveitapiltsins draumur ræst. „Já, ég vinn við það skemmtilegasta sem ég veit og það með besta vini mínum. Við Helgi höfum nú ferðast um landið í sex ár, sem er mun lengur en ég átti von á, og ég sé enga ástæðu til að hætta. Rapp er oftast nær einstaklingssport og fátítt að menn myndi rapphljómsveitir, en við Helgi erum sterkir saman og föttuðum það fyrir löngu.” Arnar og Helgi semja báðir texta við lög Úlfs Úlfs en Helgi er lagahöfundur og útsetjari hljómsveitarinnar. „Ég ligg bara í sófanum og hef mínar skoðanir á meðan Helgi hefur galdrafingurna sem taka í hvaða hljóðfæri sem er og koma öllu sem hann heyrir innra með sér yfir í tónlist. Ég gæti ekki unnið með betri manni,“ segir Arnar.Arnar segir rapp fjalla um blákaldan veruleikann sem ekki sé alltaf fagur. Hann peppi þó ekki upp glansvæðingu fíkniefna í rapptónlist.MYND/AUÐUNNRappað um víti til varnaðarAðspurður segist Arnar telja sér trú um að hann hafi góðan mann að geyma. „Ég er góður gaur sem vill láta gott af sér leiða, gera tónlist og texta sem fólk tengir við og kemur því í gírinn. Það er mín leið til að gera heiminn betri.“ Nafngiftin Úlfur Úlfur var að sögn Arnars risavaxin myndlíking við úlfa. „Fyrstu lögin voru um úlfa, fullt tungl, nóttina og dulúðina sem ríkir í kringum þetta djöfuls rándýr. Ætli tengsl á milli manna og úlfa hafi ekki heillað; bæði eru grimm dýr sem svífast einskis til að komast af. Sjálfur er ég sitt af hvoru og held að það sé góð blanda til að komast af.“ Móðurmálið lá strax fyrir Arnari sem skrifaði litlar sögur sem drengur. „Ég þráði ungur að skrifa og heillaðist af möguleikum tungumálsins. Seinna uppgötvaði ég að rapptónlist væri fullkomið form til útrásar fyrir textasmíðar mínar og tónlist, sem mér finnst það skemmtilegasta í heimi.“ Arnar segir suma texta sína segja sögur en oft séu textarnir samhengislaus þvæla í viðleitni hans til að skapa visst andrúmsloft og tilfinningar. „Mér líður eins og ég geti skrifað texta um hvað sem er. Stundum skrifa ég þrjú lög á kvöldi en svo líða mánuðir sem ég kem ekki orði á blað. Á Tveimur plánetum, sem kom út 2015, voru textarnir mest um samfélagið sem ég þreifst þá í en á nýju plötunni, Hefnið okkar, koma textarnir meira innan frá.“ Yrkisefni rapptónlistar þykir mörgum vafasamt, orðljótt og klúrt. „Í seinni tíð er minna rappað um ofbeldi og hlutgervingu kvenna, en meira fjallað beinskeytt um drykkju, fíkniefni og djamm. Heimurinn getur verið ljótur og mér finnst í lagi að fjalla um blákaldan veruleikann eins og hann er. Ég peppa þó ekki upp glansvæðingu fíkniefna og flestir sem rappa um slíkt segja sögur sem víti til varnaðar. Þessi harði heimur er því miður til en alls ekki eftirsóknarverður og rapparar segja gjarnan þá sögu. Hins vegar eru alltaf einhverjir sem glansvæða dóp og það er þeirra mál. Fólk elskar að hlusta á það líka en þegar upp er staðið snýst rappið um tónlist sem fær þig til að líða einhvern veginn.“ Vissulega hafi textar hans áhrif á talsmáta barna og unglinga. „Ég veit að krakkar apa upp eftir mér setningar, sem eru í einhverjum skilningi ljótar en í öðrum skilningi einlægar og hljómfagrar, en ég reikna með að foreldrar þeirra finni meira fyrir áhrifum tónlistarinnar en ég.“Arnar og Salka Sól eru eitt fegursta par landsins og segir Arnar óhjákvæmilegt að leiðir þeirra muni einn daginn liggja saman á tónlistarsviðinu, hvort sem það verður í rappdúett eða öðru.MYND/ÚR EINKASAFNIDjöfulsins, helvítis harkArnar er kunnur fyrir að fara einstaklega hratt með texta. „Ég byrjaði ungur að þjálfa mig í hröðu rappi. Fyrirmyndir mínar í rappinu voru tunguliprar og ég vildi að það yrði mín sérstaða. Ég bý að þessum æfingum í dag en á nýju plötunni er ég hægari. Ég dýrka að þurfa að vanda hvert einasta orð í líðandi takti en þegar ég bauna textanum út úr mér hafa orðin minna vægi og flutningurinn snýst um rappið sjálft. Stundum, þegar orðaflaumurinn fer á fleygiferð, verður mér fótaskortur á tungunni en ég afsaka það ekkert því maður er jú mannlegur. Ég hlæ bara og aðrir hlæja með mér.“ Frægð er fyrir löngu orðin fylgifiskur Arnars og honum þykir hún skemmtileg. „Á Íslandi er ekki rekinn fleygur á milli hins fræga og almennings og mér finnst það æðislegt. Ég þreytist ekki á því að hitta aðdáendur mína og tek öllum opnum örmum. Án þeirra væri ég ekkert og í tónlistarbransanum, þar sem listamenn þrífast á athygli, er ekki í boði að kvarta yfir ágangi aðdáenda. Þá væri maður skíthæll.“ Vorið 2015 útskrifaðist Arnar úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Yfirskrift lokaritgerðar hans var: „Þetta djöfulsins hark. Lifað á listinni á íslenskum tónlistarmarkaði.“ „Ég ákvað að rannsaka það sem var nálægt mér og uppskar margt nytsamlegt í viðtölum við fólk sem lifir á listinni. Þeir eru ekki margir og við heppnir að lifa á tónlistinni í dag. Þetta er vissulega djöfulsins, helvítis hark, en alveg ógeðslega gaman og getur vel gengið upp ef hjartað er á réttum stað og maður skilur fólkið og markaðinn í landinu. Viðskiptafræði opnar manni ótal dyr og ég mun örugglega nota hana í eigin nafni í framtíðinni, en í dag nýti ég mér hana í daglegu lífi.“Arnar á góðri stund með sinni heittelskuðu Sölku Sól sem hann segir drífa sig áfram með látum og smitandi lífsorku.MYND/ÚR EINKASAFNIEr spenntur eins og barnLífsstíll tónlistarmanna er á stundum skrautlegur en Arnar segist blanda af rokki, róli og heilsuvitund. „Ég stunda heilsurækt og er annt um mataræðið, sleppi ruslinu því það er svo miklu betra. Með vinum þykir mér gott að fá mér nokkra bjóra en lifi langt í frá villtum lífsstíl. Ég reyni að fara eins vel með líkamann og ég nenni, á æðislega kærustu og er ástfanginn upp fyrir haus, á kött og reyni að hafa heimilið snyrtilegt.“ Leiðir Arnars og söng- og fjölmiðlakonunnar Sölku Sólar Eyfeld lágu saman á giggi fyrir brátt tveimur árum. „Á eftir sendi ég henni nokkur sæt skilaboð og hún beit á agnið. Ég held það hafi breytt mér að kynnast Sölku. Ég er svo lokaður og latur og hálfgerður einfari, get verið þungur og erfiður, en það eru læti í henni og hún drífur mig áfram. Salka er full af gleði og smitandi lífsorku og er ég henni óendanlega þakklátur fyrir.“ Þegar frítími gefst segist Arnar hafa yndi af ferðalögum með sinni heittelskuðu. „Nú erum við að plana pakkaferð til sólarlanda og ég er spenntur eins og barn. Eftir mikið annríki þarf ég á því að halda að liggja dagana langa á sundlaugarbakka, drekka kokteila og þurfa hvorki að hugsa né lyfta litlafingri. Framundan er tónleikareisa til Rússlands, Póllands og Eistlands, en eftir Airwaves í fyrra fórum við á sömu slóðir og er þar furðu mikil vitund um okkur þrátt fyrir rapp á íslensku. Tónlist er enda alþjóðlegt fyrirbæri sem virkar alls staðar og sannarlega gaman að skreppa út og skoða heiminn í leiðinni.“Úlfur Úlfur endar tónleikaferðalag sitt um landið á Kex Hosteli annað kvöld, laugardagskvöldið 22. júlí. Frítt er inn og allir hjartanlega velkomnir. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Rapparinn Arnar Freyr Frostason segist vera úlfur. En fyrst og fremst maður. Hann er góður gaur sem hefur gaman af því að blóta og segist hafa breyst við að elska Sölku Sól. „Hún mamma reyndi að segja mér að það væri ljótt að blóta, en það er svo gaman að blóta. Ég stressa mig ekki á því hvort textarnir mínir innihaldi vafasamt orðbragð; ég er ekki uppalandi og hlutverk foreldra að segja til um hvað sé bannað. Ef það er ekki ég, þá er það einhver annar. Fólk mun alltaf finna sér leið til að hlusta á rapp,“ segir Arnar sem fer sínar eigin leiðir og semur texta sem fólk vill heyra. „Rapp er eins og pönk; andspyrna við góð og hefðbundin gildi. Því eru textarnir hispurslausir, um kaldan raunveruleikann, lífið með vinunum niðri í bæ; skin, skúrir og skugga. Í því felst styrkur rapptónlistar og ástæða þess að fólk leitar í hana. Það hefur nefnilega alltaf þótt spennandi að gera það sem mamma bannar að gera.“Arnar er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann segir rappara af landsbyggðinni eiga erfiðara uppdráttar en rappara úr borginni, en að þeir Helgi Sæmundur í Úlfi Úlfi hafi haft nægt sjálfstraust til að standa gegn þeim mótbyr.MYND/AUÐUNNHefur nóg af sjálfstraustiArnar er sveitastrákur og smábæjarbarn. Alinn upp hjá foreldrum sínum á Sauðárkróki en líka ömmu og afa á Frostastöðum í Blönduhlíð. „Það var geggjað að alast upp á landsbyggðinni og ég hef áttað mig betur á kostum þess í seinni tíð. Ég bý að mörgu sem borgarbörnin gera ekki og í grunninn er örlítill munur á sveita- og borgarbörnum. Kærastan segir til að mynda að orðaforðinn og verklag mitt sé bæði sveitalegt og krúttlegt.“ Arnar segir ekki úr lausu lofti gripið að sveitastrákar hafi minnimáttarkennd gagnvart borgarstrákum en þeir Helgi Sæmundur, samverkamaður hans í Úlfi Úlfi, hafi alltaf verið öruggir í eigin skinni. „Það hefur ekki unnið með röppurum að vera utan af landi og þótt frekar lummó. Margir hafa nefnt við okkur að það sé ótrúlegt hversu langt við Sauðkrækingarnir höfum náð. Ég veit af þeim mótbyr en þetta snýst um helvítis sjálfsöryggið og við Helgi höfum nóg af því.“ Segja má að í Arnari hafi sveitapiltsins draumur ræst. „Já, ég vinn við það skemmtilegasta sem ég veit og það með besta vini mínum. Við Helgi höfum nú ferðast um landið í sex ár, sem er mun lengur en ég átti von á, og ég sé enga ástæðu til að hætta. Rapp er oftast nær einstaklingssport og fátítt að menn myndi rapphljómsveitir, en við Helgi erum sterkir saman og föttuðum það fyrir löngu.” Arnar og Helgi semja báðir texta við lög Úlfs Úlfs en Helgi er lagahöfundur og útsetjari hljómsveitarinnar. „Ég ligg bara í sófanum og hef mínar skoðanir á meðan Helgi hefur galdrafingurna sem taka í hvaða hljóðfæri sem er og koma öllu sem hann heyrir innra með sér yfir í tónlist. Ég gæti ekki unnið með betri manni,“ segir Arnar.Arnar segir rapp fjalla um blákaldan veruleikann sem ekki sé alltaf fagur. Hann peppi þó ekki upp glansvæðingu fíkniefna í rapptónlist.MYND/AUÐUNNRappað um víti til varnaðarAðspurður segist Arnar telja sér trú um að hann hafi góðan mann að geyma. „Ég er góður gaur sem vill láta gott af sér leiða, gera tónlist og texta sem fólk tengir við og kemur því í gírinn. Það er mín leið til að gera heiminn betri.“ Nafngiftin Úlfur Úlfur var að sögn Arnars risavaxin myndlíking við úlfa. „Fyrstu lögin voru um úlfa, fullt tungl, nóttina og dulúðina sem ríkir í kringum þetta djöfuls rándýr. Ætli tengsl á milli manna og úlfa hafi ekki heillað; bæði eru grimm dýr sem svífast einskis til að komast af. Sjálfur er ég sitt af hvoru og held að það sé góð blanda til að komast af.“ Móðurmálið lá strax fyrir Arnari sem skrifaði litlar sögur sem drengur. „Ég þráði ungur að skrifa og heillaðist af möguleikum tungumálsins. Seinna uppgötvaði ég að rapptónlist væri fullkomið form til útrásar fyrir textasmíðar mínar og tónlist, sem mér finnst það skemmtilegasta í heimi.“ Arnar segir suma texta sína segja sögur en oft séu textarnir samhengislaus þvæla í viðleitni hans til að skapa visst andrúmsloft og tilfinningar. „Mér líður eins og ég geti skrifað texta um hvað sem er. Stundum skrifa ég þrjú lög á kvöldi en svo líða mánuðir sem ég kem ekki orði á blað. Á Tveimur plánetum, sem kom út 2015, voru textarnir mest um samfélagið sem ég þreifst þá í en á nýju plötunni, Hefnið okkar, koma textarnir meira innan frá.“ Yrkisefni rapptónlistar þykir mörgum vafasamt, orðljótt og klúrt. „Í seinni tíð er minna rappað um ofbeldi og hlutgervingu kvenna, en meira fjallað beinskeytt um drykkju, fíkniefni og djamm. Heimurinn getur verið ljótur og mér finnst í lagi að fjalla um blákaldan veruleikann eins og hann er. Ég peppa þó ekki upp glansvæðingu fíkniefna og flestir sem rappa um slíkt segja sögur sem víti til varnaðar. Þessi harði heimur er því miður til en alls ekki eftirsóknarverður og rapparar segja gjarnan þá sögu. Hins vegar eru alltaf einhverjir sem glansvæða dóp og það er þeirra mál. Fólk elskar að hlusta á það líka en þegar upp er staðið snýst rappið um tónlist sem fær þig til að líða einhvern veginn.“ Vissulega hafi textar hans áhrif á talsmáta barna og unglinga. „Ég veit að krakkar apa upp eftir mér setningar, sem eru í einhverjum skilningi ljótar en í öðrum skilningi einlægar og hljómfagrar, en ég reikna með að foreldrar þeirra finni meira fyrir áhrifum tónlistarinnar en ég.“Arnar og Salka Sól eru eitt fegursta par landsins og segir Arnar óhjákvæmilegt að leiðir þeirra muni einn daginn liggja saman á tónlistarsviðinu, hvort sem það verður í rappdúett eða öðru.MYND/ÚR EINKASAFNIDjöfulsins, helvítis harkArnar er kunnur fyrir að fara einstaklega hratt með texta. „Ég byrjaði ungur að þjálfa mig í hröðu rappi. Fyrirmyndir mínar í rappinu voru tunguliprar og ég vildi að það yrði mín sérstaða. Ég bý að þessum æfingum í dag en á nýju plötunni er ég hægari. Ég dýrka að þurfa að vanda hvert einasta orð í líðandi takti en þegar ég bauna textanum út úr mér hafa orðin minna vægi og flutningurinn snýst um rappið sjálft. Stundum, þegar orðaflaumurinn fer á fleygiferð, verður mér fótaskortur á tungunni en ég afsaka það ekkert því maður er jú mannlegur. Ég hlæ bara og aðrir hlæja með mér.“ Frægð er fyrir löngu orðin fylgifiskur Arnars og honum þykir hún skemmtileg. „Á Íslandi er ekki rekinn fleygur á milli hins fræga og almennings og mér finnst það æðislegt. Ég þreytist ekki á því að hitta aðdáendur mína og tek öllum opnum örmum. Án þeirra væri ég ekkert og í tónlistarbransanum, þar sem listamenn þrífast á athygli, er ekki í boði að kvarta yfir ágangi aðdáenda. Þá væri maður skíthæll.“ Vorið 2015 útskrifaðist Arnar úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Yfirskrift lokaritgerðar hans var: „Þetta djöfulsins hark. Lifað á listinni á íslenskum tónlistarmarkaði.“ „Ég ákvað að rannsaka það sem var nálægt mér og uppskar margt nytsamlegt í viðtölum við fólk sem lifir á listinni. Þeir eru ekki margir og við heppnir að lifa á tónlistinni í dag. Þetta er vissulega djöfulsins, helvítis hark, en alveg ógeðslega gaman og getur vel gengið upp ef hjartað er á réttum stað og maður skilur fólkið og markaðinn í landinu. Viðskiptafræði opnar manni ótal dyr og ég mun örugglega nota hana í eigin nafni í framtíðinni, en í dag nýti ég mér hana í daglegu lífi.“Arnar á góðri stund með sinni heittelskuðu Sölku Sól sem hann segir drífa sig áfram með látum og smitandi lífsorku.MYND/ÚR EINKASAFNIEr spenntur eins og barnLífsstíll tónlistarmanna er á stundum skrautlegur en Arnar segist blanda af rokki, róli og heilsuvitund. „Ég stunda heilsurækt og er annt um mataræðið, sleppi ruslinu því það er svo miklu betra. Með vinum þykir mér gott að fá mér nokkra bjóra en lifi langt í frá villtum lífsstíl. Ég reyni að fara eins vel með líkamann og ég nenni, á æðislega kærustu og er ástfanginn upp fyrir haus, á kött og reyni að hafa heimilið snyrtilegt.“ Leiðir Arnars og söng- og fjölmiðlakonunnar Sölku Sólar Eyfeld lágu saman á giggi fyrir brátt tveimur árum. „Á eftir sendi ég henni nokkur sæt skilaboð og hún beit á agnið. Ég held það hafi breytt mér að kynnast Sölku. Ég er svo lokaður og latur og hálfgerður einfari, get verið þungur og erfiður, en það eru læti í henni og hún drífur mig áfram. Salka er full af gleði og smitandi lífsorku og er ég henni óendanlega þakklátur fyrir.“ Þegar frítími gefst segist Arnar hafa yndi af ferðalögum með sinni heittelskuðu. „Nú erum við að plana pakkaferð til sólarlanda og ég er spenntur eins og barn. Eftir mikið annríki þarf ég á því að halda að liggja dagana langa á sundlaugarbakka, drekka kokteila og þurfa hvorki að hugsa né lyfta litlafingri. Framundan er tónleikareisa til Rússlands, Póllands og Eistlands, en eftir Airwaves í fyrra fórum við á sömu slóðir og er þar furðu mikil vitund um okkur þrátt fyrir rapp á íslensku. Tónlist er enda alþjóðlegt fyrirbæri sem virkar alls staðar og sannarlega gaman að skreppa út og skoða heiminn í leiðinni.“Úlfur Úlfur endar tónleikaferðalag sitt um landið á Kex Hosteli annað kvöld, laugardagskvöldið 22. júlí. Frítt er inn og allir hjartanlega velkomnir.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira