Brotist inn hjá meistaranum á meðan hann var að spila á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 16:30 Henrik Stenson. Vísir/Getty Svíinn Henrik Stenson vann opna breska meistaramótið í golfi í fyrra og hann er nú í miðri titilvörn sinni á Konunglega Birkdale golfvellinum í Southport. Opna breska meistaramótið hófst í gæt og kylfingarnir eru nú að spila annan hringinn á þessu árlega risamóti. Svíinn hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að hann var fórnarlamb innbrotsþjófa sem brutust inn í húsið þar sem hann býr í Liverpool á meðan mótinu stendur. „Þegar ég kláraði hringinn minn á fimmtudaginn þá fékk að vita að innbrotsþjófar hefðu komist inn í húsið. Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að spila hér sem ríkjandi meistari fyrir fram þessa frábæra áhorfendur á Birkdale og ég ætla því ekki að láta þetta spilla fyrir mér,“ sagði í yfirlýsingu Henrik Stenson. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að fjölskyldan mín var ekki í húsinu þegar innbrotið fór fram,“ skrifaði Henrik Stenson og hélt svo áfram: „Eins og margir vita þá skilaði ég Claret Jug bikarnum á mánudaginn og hann slapp því en innbrotsþjófarnir náðu hinsvegar fullt af verðmætum og öllum fötunum sem ég ætlaði að nota í vikunni,“ skrifaði Stenson. Henrik Stenson spilaði fyrstu átján holurnar á einu höggi undir pari en er nú á fyrri níu á öðrum hringnum. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson vann opna breska meistaramótið í golfi í fyrra og hann er nú í miðri titilvörn sinni á Konunglega Birkdale golfvellinum í Southport. Opna breska meistaramótið hófst í gæt og kylfingarnir eru nú að spila annan hringinn á þessu árlega risamóti. Svíinn hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að hann var fórnarlamb innbrotsþjófa sem brutust inn í húsið þar sem hann býr í Liverpool á meðan mótinu stendur. „Þegar ég kláraði hringinn minn á fimmtudaginn þá fékk að vita að innbrotsþjófar hefðu komist inn í húsið. Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að spila hér sem ríkjandi meistari fyrir fram þessa frábæra áhorfendur á Birkdale og ég ætla því ekki að láta þetta spilla fyrir mér,“ sagði í yfirlýsingu Henrik Stenson. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að fjölskyldan mín var ekki í húsinu þegar innbrotið fór fram,“ skrifaði Henrik Stenson og hélt svo áfram: „Eins og margir vita þá skilaði ég Claret Jug bikarnum á mánudaginn og hann slapp því en innbrotsþjófarnir náðu hinsvegar fullt af verðmætum og öllum fötunum sem ég ætlaði að nota í vikunni,“ skrifaði Stenson. Henrik Stenson spilaði fyrstu átján holurnar á einu höggi undir pari en er nú á fyrri níu á öðrum hringnum.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira