Pokémon Go-spilarar brjálaðir vegna sambandsleysis Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 15:35 Aðdáendur Pokémon Go önnum kafnir við að leita að nýjum fígúrum. Vísir/EPA Hugbúnaðarfyrirtækið Niantic hefur beðið aðdáendur snjallsímaleiksins vinsæla Pokémon Go afsökunar eftir að fyrsta hátíðin tileinkuð leiknum leystist upp þegar sambandsleysi gerði leikmönnum ókleift að spila hann. Pokémon Go Fest fór fram í Chicago á laugardag og höfðu æstir aðdáendur leiksins beðið í röð í margar klukkunstundir, að sögn The Guardian. Vonuðust þeir til að koma böndum á pokémoninn sjaldgæfa Lugia. Ekki fór þó betur en svo að farsímakerfið og vefþjónn leiksins hrundu vegna álagsins. Því gátu aðdáendurnir ekki spilað leikinn á hátíðinni. Niantic hefur boðist til að endurgreiða þeim sem höfðu borgað sig inn aðgangseyrinn og gefa þeim Pokécoins, gjaldmiðil leiksins, að andvirði hundrað dollara. Þá ætlar fyrirtækið að gefa öllum þeim sem voru skráðir Lugia. Ár er liðið frá því að Pokémon Go kom fyrst út en leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá gesti á Pokémon Go Fest baula á framkvæmdastjóra Niantic.the CEO of niantic getting booed on stage at pokemon go fest brings me nothing but joy pic.twitter.com/6WxTAvv76Q— Z E F (@therealzef) July 22, 2017 Pokemon Go Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Niantic hefur beðið aðdáendur snjallsímaleiksins vinsæla Pokémon Go afsökunar eftir að fyrsta hátíðin tileinkuð leiknum leystist upp þegar sambandsleysi gerði leikmönnum ókleift að spila hann. Pokémon Go Fest fór fram í Chicago á laugardag og höfðu æstir aðdáendur leiksins beðið í röð í margar klukkunstundir, að sögn The Guardian. Vonuðust þeir til að koma böndum á pokémoninn sjaldgæfa Lugia. Ekki fór þó betur en svo að farsímakerfið og vefþjónn leiksins hrundu vegna álagsins. Því gátu aðdáendurnir ekki spilað leikinn á hátíðinni. Niantic hefur boðist til að endurgreiða þeim sem höfðu borgað sig inn aðgangseyrinn og gefa þeim Pokécoins, gjaldmiðil leiksins, að andvirði hundrað dollara. Þá ætlar fyrirtækið að gefa öllum þeim sem voru skráðir Lugia. Ár er liðið frá því að Pokémon Go kom fyrst út en leikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá gesti á Pokémon Go Fest baula á framkvæmdastjóra Niantic.the CEO of niantic getting booed on stage at pokemon go fest brings me nothing but joy pic.twitter.com/6WxTAvv76Q— Z E F (@therealzef) July 22, 2017
Pokemon Go Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira