Sport

Katrín Tanja gefur hraustasta karli heims ekkert eftir | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Youtube-síða CrossFit
Það styttist óðum í heimsleikana í CrossFit þar sem við Íslendingar eigum marga mjög flotta fulltrúa.

Fremst í flokki meðal íslensku keppendanna er Katrín Tanja Davíðsdóttir sem mun nú reyna að vinna heimsleikana þriðja árið í röð.

CrossFit samtökin eru byrjuð að hita upp fyrir heimsleikana sem fara fram í Madison í  Wisconsin fylki 3. til 6. ágúst næstkomandi.  Það eru margir orðnir mjög spenntir og ekki minnkar spennan við að sjá skemmtilegt upphitunarefni frá  fólkinu á bak við heimsleikana.

Þau fengu nefnilega hraustasta fólk heims, Katrínu Tönju sem vann kvennakeppnina 2015 og 2016 og Mathew Fraser, sem vann karlakeppnina 2016, til að taka sömu æfingar.

Katrín Tanja og Mathew eru bæði að undirbúa titilvörn sína og hafa eytt miklum tíma við æfingar að undanförnu. Þau voru klár í slaginn og CrossFit samtökin klipptu síðan saman myndband þar sem sjá má þau Katrínu Tönju og Fraser gera sömu æfingar hlið við hlið.

Það fylgir sögunni að þyngdir þeirra eru í samræmi við stærð og þyngd þeirra sjálfra. Mathew Fraser er því sem dæmi með svolítið meiri þyngdir á lóðunum í æfingum sínum.

Katrín Tanja sýnir samt í þessu myndbandi  hversu öflug hún er því hún gefur hraustasta karli heims ekkert eftir í þessum æfingum eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×