Nýársspá Siggu Kling – Fiskurinn: Þú átt það til að mála skrattann á vegginn 6. janúar 2017 09:00 Elsku Fiskurinn minn. Þetta verður svo sannarlega merkilegt ár sem þú ert að fara í. Þetta er árið sem að sýnir þér aðrar leiðir heldur en þú hefur verið að fara í lífinu. Þú þarft að vera mjög ákveðinn í því sem þig langar að gera og hryllilega hamingjusamur með hlutverk þitt. Ef eitthvað skyggir á að þér finnist þetta, þá verða töluverðar breytingar árið 2017. Það er ekki alltaf sem maður er ánægður með breytingar í fyrstu en þegar þú skoðar málið betur, þá sérð þú að það verður þér fyrir bestu. Þú átt það til að mála skrattann á vegginn jafnvel þó að það sé ekkert sem ætti að vera að pirra þig. Þannig að núna skaltu bara henda penslinum því þetta ár býður þér upp á að vera friðelskandi og leyfa lífinu að flæða án þess að stjórna öllu í kringum þig. Þú ert yfirburða greind týpa og átt það til að vera svolítið dómharður í garð sjálfs þín og annarra. Þú átt það líka til að rugla saman hugsunum og tilfinningum. Þú vinnur líka of mikið sem gefur þér velgengni sem hefur komið þér langt í lífinu og á þessu ári þarftu að plana svolítið frí. Því að allir vilja hafa þig í kringum sig, allir vilja hafa þig í vinnu og allir vilja vera með þér og allir vilja þetta og hitt. En stundum þarf maður að taka frí. Vorið verður dásamlegur tími fyrir þig og þú verður með svo mikla orku og kraft. Jafnvel þótt ég væri að biðja þig um að taka frí þá verður brjálað að gera hjá þér í sumar og dálítið mikil vinna út árið. Þú þolir líka heldur illa þegar ekkert er að gera. Þú átt að geta tvöfaldað launin þín því að peningaorkan er með þér út þetta árið að minnsta kosti. Peningar eru jákvæðir því þeir eru bara orka. Ef það hafa verið miklir erfiðleikar í ástarsamböndum þá er þau tilbúin að lokast á þessu ári. Fólk á ekkert endilega að hanga saman þótt það eigi saman kött eða flatskjá. Þetta er ár frelsisins fyrir Fiskinn. Þú velur þér betri vinnuaðferðir eða skóla og það verður meiri léttleiki yfir sambandinu þínu ef þú ert ástfanginn. Ef þú ert svo heppinn að vera á lausu, vertu þá ekki að spá í að þú þurfir að eiga einhvern í 30 ár heldur njóttu þess að vera á lausu og leika þér meira. Þú átt nóg af aðdáendum, svo baðaðu þig í því.Haustið er eins og bíómynd sem er spiluð hratt. Þú ert einhvern veginn alls staðar og í öllu. Ekki eins og það sé eitthvað nýtt en þú munt skemmta þér alveg dásamlega við það. Eins og ég sagði áður, þá er nauðsynlegt á þessu hraðskreiða ári að skapa sér frí, stjörnurnar gera það ekki fyrir þig heldur þarft þú að gera ráð fyrir því. Þar sem þú átt stórar inneignir í karmabanka fortíðarinnar skaltu bara vita það að lífið mun leysa þetta ár dásamlega fyrir þig . Knús og klapp, Sigga KlingFrægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Elsku Fiskurinn minn. Þetta verður svo sannarlega merkilegt ár sem þú ert að fara í. Þetta er árið sem að sýnir þér aðrar leiðir heldur en þú hefur verið að fara í lífinu. Þú þarft að vera mjög ákveðinn í því sem þig langar að gera og hryllilega hamingjusamur með hlutverk þitt. Ef eitthvað skyggir á að þér finnist þetta, þá verða töluverðar breytingar árið 2017. Það er ekki alltaf sem maður er ánægður með breytingar í fyrstu en þegar þú skoðar málið betur, þá sérð þú að það verður þér fyrir bestu. Þú átt það til að mála skrattann á vegginn jafnvel þó að það sé ekkert sem ætti að vera að pirra þig. Þannig að núna skaltu bara henda penslinum því þetta ár býður þér upp á að vera friðelskandi og leyfa lífinu að flæða án þess að stjórna öllu í kringum þig. Þú ert yfirburða greind týpa og átt það til að vera svolítið dómharður í garð sjálfs þín og annarra. Þú átt það líka til að rugla saman hugsunum og tilfinningum. Þú vinnur líka of mikið sem gefur þér velgengni sem hefur komið þér langt í lífinu og á þessu ári þarftu að plana svolítið frí. Því að allir vilja hafa þig í kringum sig, allir vilja hafa þig í vinnu og allir vilja vera með þér og allir vilja þetta og hitt. En stundum þarf maður að taka frí. Vorið verður dásamlegur tími fyrir þig og þú verður með svo mikla orku og kraft. Jafnvel þótt ég væri að biðja þig um að taka frí þá verður brjálað að gera hjá þér í sumar og dálítið mikil vinna út árið. Þú þolir líka heldur illa þegar ekkert er að gera. Þú átt að geta tvöfaldað launin þín því að peningaorkan er með þér út þetta árið að minnsta kosti. Peningar eru jákvæðir því þeir eru bara orka. Ef það hafa verið miklir erfiðleikar í ástarsamböndum þá er þau tilbúin að lokast á þessu ári. Fólk á ekkert endilega að hanga saman þótt það eigi saman kött eða flatskjá. Þetta er ár frelsisins fyrir Fiskinn. Þú velur þér betri vinnuaðferðir eða skóla og það verður meiri léttleiki yfir sambandinu þínu ef þú ert ástfanginn. Ef þú ert svo heppinn að vera á lausu, vertu þá ekki að spá í að þú þurfir að eiga einhvern í 30 ár heldur njóttu þess að vera á lausu og leika þér meira. Þú átt nóg af aðdáendum, svo baðaðu þig í því.Haustið er eins og bíómynd sem er spiluð hratt. Þú ert einhvern veginn alls staðar og í öllu. Ekki eins og það sé eitthvað nýtt en þú munt skemmta þér alveg dásamlega við það. Eins og ég sagði áður, þá er nauðsynlegt á þessu hraðskreiða ári að skapa sér frí, stjörnurnar gera það ekki fyrir þig heldur þarft þú að gera ráð fyrir því. Þar sem þú átt stórar inneignir í karmabanka fortíðarinnar skaltu bara vita það að lífið mun leysa þetta ár dásamlega fyrir þig . Knús og klapp, Sigga KlingFrægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira