Keppni er hafin í einstaklingskeppni karla á HM í keilu sem fram fer í Las Vegas en 213 keilarar taka þátt.
Hafþór Harðarson spilaði best Íslendinganna í nótt. Hann var með 1.247 stig sem gera 207,83 í meðaltal. Þessi spilamennska setur Hafþór í 26. sæti mótsins og í frábæra aðstöðu upp á framhaldið.
Þegar leikið hefur verið í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og fimm manna liðum komast 24 efstu keilararnir í svokölluð „Master-úrslit“ og því er staða Hafþórs gagnvart þeim úrslitum góð eftir spilamennsku dagsins.
Í dag klukkan 17.00 á íslenskum tíma leika fjórir efstu karlarnir og fjórar efstu konurnar til úrslita í einstaklingskeppninni og síðan hefst tvímenningskeppni karla og er leikið í tveimur riðlum - klukkan 19.20 og miðnætti á íslenskum tíma.
Í tvímenningi leika eftirtaldir saman:
Gunnar Þór Ásgeirsson og Hafþór Harðarson kl. 11.20
Gústaf Smári Björnsson og Skúli Freyr Sigurðsson kl. 11.20
Jón Ingi Ragnarsson og Arnar Davíð Jónsson kl. 16.00
Öll úrslit og annað frá mótinu er hægt að skoða á heimasíðu mótsins.
Sport