Smá daður Magnús Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Allar byltingar í átt til frelsis og framfara í þágu undirokaðra samfélagshópa eru og hafa ávallt verið í eðli sínu fjöldahreyfingar. Tilefni byltinganna eða það sem verður til þess að koma þeim af stað miðar oftar en ekki við þá hópa sem þurftu að þola verstu tilfellin af kúgun og undirokun. Það dregur þó engan veginn úr mikilvægi byltingarinnar að allir sem tilheyra hinum undirokaða samfélagshópi skuli leggja sitt lóð á vogarskálarnar, heldur þvert á móti, þar sem það er styrkur í fjöldanum. Fórnarlömb hætta að vera fórnarlömb en verða þess í stað leiðarljós í fjöldahreyfingu til frelsis og framfara. Kvennabyltingin sem nú stendur yfir er einmitt gott dæmi um slíka byltingu sem finnur styrk sinn í fjöldanum og samstöðunni. Þetta skildu vel þau hundruð íslenskra stjórnmálakvenna sem fyrir skömmu sendu frá sér yfirlýsingu og settu fram kröfu um bætta stjórnmálamenningu með yfir hundrað dæmum um það sem konur hafa mátt þola á þessum vettvangi. Eðli málsins samkvæmt eru sögur kvennanna jafn ólíkar og þær eru margar enda eru hér eru á ferðinni einstaklingar sem eiga þann sjálfsagða rétt að setja sín eigin mörk í samskiptum frá degi til dags. Fljótlega fóru þó að heyrast þær raddir, oftar en ekki frá karlmönnum af eldri kynslóðinni, að hinar eða þessar smásögurnar af neikvæðri og jafnvel niðurlægjandi reynslu ættu nú tæpast rétt á sér. Að það að kona sem kvartaði undan smá daðri, klappi eða glápi gerði nú bara lítið úr þeim sem þyrftu að þola eitthvað á borð við káf eða nauðgun. Að slíkar umkvartanir væru að auki einhvers konar aðför gegn eðlilegum og daðurskenndum samskiptum kynjanna sem væru nú þrátt fyrir allt svo óskaplega skemmtilegur hluti af lífinu. Þetta er bæði bull og vitleysa. Þó svo þessir karlar hafi kannski upplifað daðurslega tilburði sína í gegnum tíðina sem heillandi samskipti þá er hætt við að þessar sögur væru ekki þarna ef það hefði verið gagnkvæmt. En það sem verra er þá eru þessar úrtöluraddir líka að reyna að verja menningu sem á alls ekki rétt á sér. Menningu sem undirokar helminginn af mannkyni í krafti kynferðis og lætur sér það í léttu rúmi liggja hvað það er sem konur upplifa sem átroðning, niðurlægingu og virðingarleysi. Þessar sögur sem sumir hafa þannig viljað afskrifa sem léttvægar og ómerkilegar frásagnir af samskiptum kynjanna eru því mikilvægar í margþættum skilningi. Þær eru órjúfanlegur hluti af þeim veruleika sem konur búa við og þær veita þeim sem hafa þurft að þola verstu tilfellin styrk fjöldans. Þær sýna okkur svo ekki verður um villst að hér er um að ræða heildstætt menningarlegt fyrirbæri en ekki einangruð dæmi yfirgangs og ofbeldis. Það þarf nefnilega ekki að hafa káfað á konu eða nauðgað henni til þess að hafa gengið of langt. Þar af leiðir að þessar sögur eru ómetanlegur lærdómur fyrir alla karlmenn sem vilja með auknum skilningi breyta eigin hegðun og samskiptum við konur til betri vegar og báðum kynjum til góðs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Allar byltingar í átt til frelsis og framfara í þágu undirokaðra samfélagshópa eru og hafa ávallt verið í eðli sínu fjöldahreyfingar. Tilefni byltinganna eða það sem verður til þess að koma þeim af stað miðar oftar en ekki við þá hópa sem þurftu að þola verstu tilfellin af kúgun og undirokun. Það dregur þó engan veginn úr mikilvægi byltingarinnar að allir sem tilheyra hinum undirokaða samfélagshópi skuli leggja sitt lóð á vogarskálarnar, heldur þvert á móti, þar sem það er styrkur í fjöldanum. Fórnarlömb hætta að vera fórnarlömb en verða þess í stað leiðarljós í fjöldahreyfingu til frelsis og framfara. Kvennabyltingin sem nú stendur yfir er einmitt gott dæmi um slíka byltingu sem finnur styrk sinn í fjöldanum og samstöðunni. Þetta skildu vel þau hundruð íslenskra stjórnmálakvenna sem fyrir skömmu sendu frá sér yfirlýsingu og settu fram kröfu um bætta stjórnmálamenningu með yfir hundrað dæmum um það sem konur hafa mátt þola á þessum vettvangi. Eðli málsins samkvæmt eru sögur kvennanna jafn ólíkar og þær eru margar enda eru hér eru á ferðinni einstaklingar sem eiga þann sjálfsagða rétt að setja sín eigin mörk í samskiptum frá degi til dags. Fljótlega fóru þó að heyrast þær raddir, oftar en ekki frá karlmönnum af eldri kynslóðinni, að hinar eða þessar smásögurnar af neikvæðri og jafnvel niðurlægjandi reynslu ættu nú tæpast rétt á sér. Að það að kona sem kvartaði undan smá daðri, klappi eða glápi gerði nú bara lítið úr þeim sem þyrftu að þola eitthvað á borð við káf eða nauðgun. Að slíkar umkvartanir væru að auki einhvers konar aðför gegn eðlilegum og daðurskenndum samskiptum kynjanna sem væru nú þrátt fyrir allt svo óskaplega skemmtilegur hluti af lífinu. Þetta er bæði bull og vitleysa. Þó svo þessir karlar hafi kannski upplifað daðurslega tilburði sína í gegnum tíðina sem heillandi samskipti þá er hætt við að þessar sögur væru ekki þarna ef það hefði verið gagnkvæmt. En það sem verra er þá eru þessar úrtöluraddir líka að reyna að verja menningu sem á alls ekki rétt á sér. Menningu sem undirokar helminginn af mannkyni í krafti kynferðis og lætur sér það í léttu rúmi liggja hvað það er sem konur upplifa sem átroðning, niðurlægingu og virðingarleysi. Þessar sögur sem sumir hafa þannig viljað afskrifa sem léttvægar og ómerkilegar frásagnir af samskiptum kynjanna eru því mikilvægar í margþættum skilningi. Þær eru órjúfanlegur hluti af þeim veruleika sem konur búa við og þær veita þeim sem hafa þurft að þola verstu tilfellin styrk fjöldans. Þær sýna okkur svo ekki verður um villst að hér er um að ræða heildstætt menningarlegt fyrirbæri en ekki einangruð dæmi yfirgangs og ofbeldis. Það þarf nefnilega ekki að hafa káfað á konu eða nauðgað henni til þess að hafa gengið of langt. Þar af leiðir að þessar sögur eru ómetanlegur lærdómur fyrir alla karlmenn sem vilja með auknum skilningi breyta eigin hegðun og samskiptum við konur til betri vegar og báðum kynjum til góðs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. nóvember.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun