Lífið

Fjallið hefur þyngst um tíu kíló á tveimur vikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru maður.
Alvöru maður.
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones, undirbýr sig um þessar mundir fyrir Arnold Strongman Classic.

Um er að ræða aflraunkeppni sem leikarinn Arnold Schwarzenegger kom fyrst með fram á sjónarsviðið árið 2002. Keppnin fer árlega fram í Columbus í Ohio og verður keppnin að þessu sinni 2.-5. mars.

Hafþór er sterkasti maður Íslands og án efa einn sá allra sterkasti í heiminum. Hann er löngu orðinn heimsfrægur eftir hlutverk sitt í þáttunum Game of Thrones.

Hafþór hefur þyngst gríðarlega á undanförnum tveimur vikum eins og sjá má á Facebook-síðu hans. Fyrir sléttum 14 dögum var Hafþór 195 kg. en í dag er hann 205 kg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.