Lífið

Jimmy Kimmel útskýrir hvað í raun og veru gerðist á Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kimmel var kynnir kvöldsins.
Kimmel var kynnir kvöldsins.
Hið ótrúlega gerðist á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið þegar röng kvikmynd var tilkynnt sem besta kvikmyndin.

Hin goðsagnakenndu Faye Dunaway og Warren Beatty komust heldur betur í hann krappann þegar þau áttu að tilkynna hvaða mynd hefði hlotið verðlaunin sem besta kvikmyndin.

Fyrst var myndin La La Land lesin upp og voru aðstandendur hennar komnir upp á svið og byrjaðir að flytja þakkarræður þegar í ljós kom að kvikmyndin Moonlight hefði raunverulega hreppt hnossið. Jordan Horowitz, einn framleiðanda La La Land, steig þá fram og tilkynnti mistökin.

PricewaterhouseCoopers, endurskoðunarfyrirtækið sem ber ábyrgð á talningu atkvæða og atkvæðunum sjálfum á Óskarsverðlaununum, sendi í gær frá sér afsökunarbeiðni vegna ruglings sem varð á hátíðinni og tekur fyrirtækið fulla ábyrgð á atvikinu.

Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarnum en spjallþáttastjórnandinn útskýrði atvikið vel í þætti sínum í gær eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.