Draumur Dagnýjar rættist: Fékk einkafund með Guðna eftir Facebook-skilaboð Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2017 08:03 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Ernir Hin tuttugu ára gamla Dagný Kára Magnúsdóttir, fékk draum sinn uppfylltan í gær þegar hún fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Hún hafði sett sér það markmið að vera boðuð á fund forsetans á árinu og ákvað að senda honum skilaboð á Facebook og spyrja hann berum orðum hvort hann væri til í að boða hana á fund. „Þú er fyrirmyndin mín og ég vil trúa að margir á Íslandi líta á þig sömu augum og ég og þar sem ég tók þátt í mínum fyrstu forsetakostningum árið 2016 er þú minn fyrsti forseti sem ég hef kosið. Ég lít upp til þín og vil meina að þú ert maður fólksins. Fólk segir að þú ert upptekinn sem ég efast ekki um það og þar sem ég hef ekki gert neitt til að eiga það skilið að fá boð ætti ég að gleyma þessu. Hvað finnst þér um það að fólk er svona fljótt að segja mér að gefast upp á „draumi“ sem ég vil upplifa?“ sagði Dagný við Guðna í skilaboðum sem hún sendi á sunnudagskvöldinu 6. febrúar. „Ég vil sanna fyrir þeim að ég gerði allt til að taka skref í áttina að láta þetta markmið hafast og afhverju ætti ég ekki þá að miða hærra og halda því áfram svo ég vinni að fleirri markmiðum í lífinu. Ég vonast til að heyra frá þér.“ Guðni brást því ekki og svaraði um hæl strax morguninn eftir og boðaði Dagný á fund sinn. Þau funduðu svo í gær og ræddu um lífið og tilveruna. Dagný sagði frá fundinum á Facebook í gær þar sem hún birti skilaboðin sem hún sendi forsetanum á Facebook. Hún segir fundinn ekki hafa verið langan, en allt sem hafi farið á milli þeirra hafi verið merkilegt. „Við ræddum að það væri samt alls ekki sjálfsagt að hann gæti tekið við öllum sem vilja koma í heimsókn en stundum er maður heppinn og þessi heimsókn var líka hvatning fyrir mig og kannski aðra þar sem fólk var fljótt að segja mér að þetta væri ekki hægt og ég er mjög bjartsýn vildi ég sanna að það væri hægt að skapa sín eigin tækifæri,“ segir Dagný. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sjá meira
Hin tuttugu ára gamla Dagný Kára Magnúsdóttir, fékk draum sinn uppfylltan í gær þegar hún fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Hún hafði sett sér það markmið að vera boðuð á fund forsetans á árinu og ákvað að senda honum skilaboð á Facebook og spyrja hann berum orðum hvort hann væri til í að boða hana á fund. „Þú er fyrirmyndin mín og ég vil trúa að margir á Íslandi líta á þig sömu augum og ég og þar sem ég tók þátt í mínum fyrstu forsetakostningum árið 2016 er þú minn fyrsti forseti sem ég hef kosið. Ég lít upp til þín og vil meina að þú ert maður fólksins. Fólk segir að þú ert upptekinn sem ég efast ekki um það og þar sem ég hef ekki gert neitt til að eiga það skilið að fá boð ætti ég að gleyma þessu. Hvað finnst þér um það að fólk er svona fljótt að segja mér að gefast upp á „draumi“ sem ég vil upplifa?“ sagði Dagný við Guðna í skilaboðum sem hún sendi á sunnudagskvöldinu 6. febrúar. „Ég vil sanna fyrir þeim að ég gerði allt til að taka skref í áttina að láta þetta markmið hafast og afhverju ætti ég ekki þá að miða hærra og halda því áfram svo ég vinni að fleirri markmiðum í lífinu. Ég vonast til að heyra frá þér.“ Guðni brást því ekki og svaraði um hæl strax morguninn eftir og boðaði Dagný á fund sinn. Þau funduðu svo í gær og ræddu um lífið og tilveruna. Dagný sagði frá fundinum á Facebook í gær þar sem hún birti skilaboðin sem hún sendi forsetanum á Facebook. Hún segir fundinn ekki hafa verið langan, en allt sem hafi farið á milli þeirra hafi verið merkilegt. „Við ræddum að það væri samt alls ekki sjálfsagt að hann gæti tekið við öllum sem vilja koma í heimsókn en stundum er maður heppinn og þessi heimsókn var líka hvatning fyrir mig og kannski aðra þar sem fólk var fljótt að segja mér að þetta væri ekki hægt og ég er mjög bjartsýn vildi ég sanna að það væri hægt að skapa sín eigin tækifæri,“ segir Dagný.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sjá meira