Ein stærsta fimleikastjarna sögunnar seldi Ólympíuverðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 08:00 Olga Korbut með verðlaun á ÓL 1972. Vísir/Getty Olga Korbut heillaði allan heiminn upp úr skónum á Ólympíuleikunum í München 1972 en nú er öldin önnur hjá einni af mestu fimleikastjörnum sögunnar. Olga hélt uppboð þar sem hún seldi verðlaun frá frábærum ferli sínum í fimleikunum en hún var súperstjarna í fimleikaheiminum á áttunda áratugnum. Olga Korbut keppti á sínum tíma fyrir Sovétríkin en hún er fædd í Hvíta-Rússlandi. Hún vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í München og önnur tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal fjórum árum síðar. Olga hefur upplifað erfiða tíma í fjárhagslega á síðustu árum en hún fékk ríkulega borgað fyrir verðlaunasafnið sitt. Rússneski vefurinn Gazeta.ru sló upp fyrirsögininni: „Medalíurnar björguðu Korbut frá hungri“ BBC segir frá. Olga var sautján ára á Ólympíuleikunum í München 1972 og fékk þá viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk. Brosið hennar bræddi hjörtu allra sem á horfðu og sjarmi hennar átti mikinn þátt í að gera hana að Ólympíugoðsögn. Ekki spillti frammistaðan heldur fyrir en hún vann þrjú gull og eitt silfur í München. Fjórum árum síðan fylgdi hún þessi eftir með því að vinna gull og silfur. Olga Korbut seldi þó ekki öll verðlaunin sín því hún hélt meðal annars eftir einum gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut fékk alls 183 þúsund dollara fyrir verðlaunin sín, tæpar tuttugu milljónir íslenskra króna, þar af fékk hún 66 þúsund dollara fyrir gullið sem hún vann með sovéska liðinu í liðakeppninni á ÓL í München 1972 en það eru rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Olga Korbut flutti til bandaríkjanna árið 1991 þegar Sovétríkin leystust upp en hún býr núna í Arizona. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Olga Korbut heillaði allan heiminn upp úr skónum á Ólympíuleikunum í München 1972 en nú er öldin önnur hjá einni af mestu fimleikastjörnum sögunnar. Olga hélt uppboð þar sem hún seldi verðlaun frá frábærum ferli sínum í fimleikunum en hún var súperstjarna í fimleikaheiminum á áttunda áratugnum. Olga Korbut keppti á sínum tíma fyrir Sovétríkin en hún er fædd í Hvíta-Rússlandi. Hún vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í München og önnur tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal fjórum árum síðar. Olga hefur upplifað erfiða tíma í fjárhagslega á síðustu árum en hún fékk ríkulega borgað fyrir verðlaunasafnið sitt. Rússneski vefurinn Gazeta.ru sló upp fyrirsögininni: „Medalíurnar björguðu Korbut frá hungri“ BBC segir frá. Olga var sautján ára á Ólympíuleikunum í München 1972 og fékk þá viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk. Brosið hennar bræddi hjörtu allra sem á horfðu og sjarmi hennar átti mikinn þátt í að gera hana að Ólympíugoðsögn. Ekki spillti frammistaðan heldur fyrir en hún vann þrjú gull og eitt silfur í München. Fjórum árum síðan fylgdi hún þessi eftir með því að vinna gull og silfur. Olga Korbut seldi þó ekki öll verðlaunin sín því hún hélt meðal annars eftir einum gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut fékk alls 183 þúsund dollara fyrir verðlaunin sín, tæpar tuttugu milljónir íslenskra króna, þar af fékk hún 66 þúsund dollara fyrir gullið sem hún vann með sovéska liðinu í liðakeppninni á ÓL í München 1972 en það eru rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Olga Korbut flutti til bandaríkjanna árið 1991 þegar Sovétríkin leystust upp en hún býr núna í Arizona.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira