Nixon býður sig mögulega fram til ríkisstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 12:24 Cynthia Nixon vildi ekki segja þáttastjórnendum Today Show hvort hún ætlaði að bjóða sig fram. Samsett mynd/Vísir/getty Úr öllum áttum er þrýst á leikkonuna Cynthiu Nixon að gefa kost á sér til ríkisstjóra New York-fylkis í Bandaríkjunum. Leikkonan hefur um þó nokkra hríð haft sterkar pólitískar skoðanir og gert sig gildandi í umræðunni um menntamál. Cynthia Nixon er þekkt fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu þáttaröð Beðmál í borginni. Þar fór hún með hlutverk lögfræðingsins Miröndu Hobbes sem lifði æsispennandi tilhugalífi á milli þess sem hún skálaði við bestu vinkonur sínar. Þátturinn þykir hafa opnað á umræðu um konur, kynlíf og skyld málefni.Cynthia Nixon ásamt mótleikkonum úr Sex and the City, þeim Söruh Jessicu Parker, Kristin Davis og Kim Cattrall. Bandaríska gamanþáttaröðin um vinkonurnar í New York er margverðlaunuð.Vísir/gettyOrðrómur hefur komist á kreik sem hefur orðið æ háværari með tímanum um að Nixon sé mögulega að leggja inn á nýjar og pólitískari brautir. Leikkonan var í viðtali á dögunum í spjallþættinum Today Show þar sem nýja myndin sem hún leikur í, The Only Living Boy in New York, var til umfjöllunar.Cynthia Nixon ásamt Jeff Bridges og Callum Turner í myndinni The Only Living Boy in New York sem er þroskasaga hins unga Thomasar Webb.Vísir/gettyÚr því að Nixon var mætt í myndverið var ekki úr vegi að spyrja hana út í orðróminn. Þrátt fyrir að þáttastjórnendurnir Al Roker og Dylan Dreyer þjörmuðu að henni gaf leikkonan ekkert upp um ákvörðun sína. Þó mátti greina mikinn áhuga á mögulegu framboði á tali hennar. Hún sagðist finna fyrir gríðarlegum meðbyr og áhuga á meðal fólks. Fólk hvaðanæva að hvetji hana til þess að bjóða sig fram. Nixon sagði fjölmargar ástæður liggja þar að baki en sú sem vegi þyngst séu menntamálin sem hún fullyrðir að séu í ólestri í fylkinu. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-fylki. Við erum í fertugasta og níunda sæti þegar kemur að jafnræði í úthlutun til skólamála sem þýðir að eina ríkið sem stendur sig verr en við er Illinois,“ segir leikkonan alvarleg í bragði. Misskipting auðævanna er Nixon mikið hjartans mál auk þess sem hún brennur fyrir menntamálum. Hún lá núverandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, á hálsi fyrir að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málaflokknum. Í þættinum vændi hún Cuomo um að reyna að slá ryki í augu kjósenda þegar hann segir að New York sé það fylki sem mestu eyðir í nemendur sína.Cynthia Nixon liggur ekki á skoðunum sínum.Vísir/getty Nixon segir það vera einföldun staðreynda. Það sem skekki tölfræðina sé það að fylkið eyði svo gífurlegum fjármunum í ríkustu hverfin og að peningurinn renni til þeirra sem mest hafi á milli handanna. „Á milli hundrað ríkustu og hundrað fátækustu skólanna er tíu þúsund dollara munur á því sem við eyðum í hvern nemanda,“ segir Nixon til útskýringar. Nixon hefur sjálf töluverða reynslu af ríkisskólakerfinu í New York- fylki því öll hennar börn stunduðu nám í slíkum skólum. Þrátt fyrir að Nixon hafi ekki gefið afdráttarlaust svar er ljóst að hún hefur mikinn áhuga á starfinu, menntamálum og auknum jöfnuði. Tal leikkonunnar í þættinum slær í það minnsta ekki á orðróminn heldur þvert á móti; ljær honum vængi.Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið við Cynthiu Nixon í þættinum Today Show Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Úr öllum áttum er þrýst á leikkonuna Cynthiu Nixon að gefa kost á sér til ríkisstjóra New York-fylkis í Bandaríkjunum. Leikkonan hefur um þó nokkra hríð haft sterkar pólitískar skoðanir og gert sig gildandi í umræðunni um menntamál. Cynthia Nixon er þekkt fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu þáttaröð Beðmál í borginni. Þar fór hún með hlutverk lögfræðingsins Miröndu Hobbes sem lifði æsispennandi tilhugalífi á milli þess sem hún skálaði við bestu vinkonur sínar. Þátturinn þykir hafa opnað á umræðu um konur, kynlíf og skyld málefni.Cynthia Nixon ásamt mótleikkonum úr Sex and the City, þeim Söruh Jessicu Parker, Kristin Davis og Kim Cattrall. Bandaríska gamanþáttaröðin um vinkonurnar í New York er margverðlaunuð.Vísir/gettyOrðrómur hefur komist á kreik sem hefur orðið æ háværari með tímanum um að Nixon sé mögulega að leggja inn á nýjar og pólitískari brautir. Leikkonan var í viðtali á dögunum í spjallþættinum Today Show þar sem nýja myndin sem hún leikur í, The Only Living Boy in New York, var til umfjöllunar.Cynthia Nixon ásamt Jeff Bridges og Callum Turner í myndinni The Only Living Boy in New York sem er þroskasaga hins unga Thomasar Webb.Vísir/gettyÚr því að Nixon var mætt í myndverið var ekki úr vegi að spyrja hana út í orðróminn. Þrátt fyrir að þáttastjórnendurnir Al Roker og Dylan Dreyer þjörmuðu að henni gaf leikkonan ekkert upp um ákvörðun sína. Þó mátti greina mikinn áhuga á mögulegu framboði á tali hennar. Hún sagðist finna fyrir gríðarlegum meðbyr og áhuga á meðal fólks. Fólk hvaðanæva að hvetji hana til þess að bjóða sig fram. Nixon sagði fjölmargar ástæður liggja þar að baki en sú sem vegi þyngst séu menntamálin sem hún fullyrðir að séu í ólestri í fylkinu. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegu vandamáli í New York-fylki. Við erum í fertugasta og níunda sæti þegar kemur að jafnræði í úthlutun til skólamála sem þýðir að eina ríkið sem stendur sig verr en við er Illinois,“ segir leikkonan alvarleg í bragði. Misskipting auðævanna er Nixon mikið hjartans mál auk þess sem hún brennur fyrir menntamálum. Hún lá núverandi ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, á hálsi fyrir að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málaflokknum. Í þættinum vændi hún Cuomo um að reyna að slá ryki í augu kjósenda þegar hann segir að New York sé það fylki sem mestu eyðir í nemendur sína.Cynthia Nixon liggur ekki á skoðunum sínum.Vísir/getty Nixon segir það vera einföldun staðreynda. Það sem skekki tölfræðina sé það að fylkið eyði svo gífurlegum fjármunum í ríkustu hverfin og að peningurinn renni til þeirra sem mest hafi á milli handanna. „Á milli hundrað ríkustu og hundrað fátækustu skólanna er tíu þúsund dollara munur á því sem við eyðum í hvern nemanda,“ segir Nixon til útskýringar. Nixon hefur sjálf töluverða reynslu af ríkisskólakerfinu í New York- fylki því öll hennar börn stunduðu nám í slíkum skólum. Þrátt fyrir að Nixon hafi ekki gefið afdráttarlaust svar er ljóst að hún hefur mikinn áhuga á starfinu, menntamálum og auknum jöfnuði. Tal leikkonunnar í þættinum slær í það minnsta ekki á orðróminn heldur þvert á móti; ljær honum vængi.Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið við Cynthiu Nixon í þættinum Today Show
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp