Lífið

Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ja Rule segir að hann hafi aldrei ætlað að plata neinn.
Ja Rule segir að hann hafi aldrei ætlað að plata neinn.
Rapparinn Ja Rule, einn aðalskipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Fyre Festival, hefur gefið út tilkynningu á Twitter síðu sinni, þar sem hann biðst afsökunar á hátíðinni.

Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún er afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna.

Sjá einnig: Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule

Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum.

Samkvæmt lýsingum starfsfólks sem átti að vinna að skipulagningu hátíðarinnar, var hátíðin dauðadæmd til þess að byrja með, þar sem skipulagningin hafi aldrei verið til staðar og tónlistarmenn aldrei verið nálægt því að mæta á svæðið, þar sem þeim hafi aldrei borist neinar greiðslur.

Rætt hafi verið að fresta hátíðinni um eitt ár, en að lokum ákveðið að láta á það reyna í ár til þess að freista þess að „verða álitnir goðsagnir.“

Í tilkynningunni segir Ja Rule að hann sé „gjörsamlega miður sín,“ vegna hátíðarinnar. Það hafi aldrei verið ætlunin að plata fólk eða svíkja af því peninga. Hann segist taka fulla ábyrgð á stöðu mála og rói nú að því öllum árum að tryggja að gestir hátíðarinnar fái endurgreitt gríðarlega hátt miðaverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.