Engin tilviljun hjá Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 06:00 Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni á morgun og von á hátt í 3.000 manns á leikinn. vísir/andri marinó Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira