Aston Martin DB5 bíll Paul McCartney boðinn upp Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 14:36 Aston Martin DB5 bíll Paul McCartney. Bonhams uppboðshúsið breska hefur nú þegar skráð tvo bíla sem uppboðsgripi sem áður voru í eigu meðlima Bítlanna. Uppboðið á bílunum báðum mun fara fram 2. desember. Þessir bílar eru Aston Martin DB5 sem Paul McCartney átti og keypti nýjan árið 1964. Hinn er 1966 árgerðin af Austin Mini Cooper S og var í eigu Ringo Starr. Aston Martin DB5 bíll Paul McCartney er eins bíll og James Bond var frægur fyrir að aka á í fjölmörgum Bond-myndum. Búist er við því að 1,2-1,5 milljónir punda, eða 165-205 milljóna króna muni fást fyrir Aston Martin DB5 bíl McCartney á uppboðinu. Það er aðeins meira heldur en McCartney reiddi fram árið 1964, en þá borgaði McCartney aðeins 4.600 pund fyrir bílinn fagra. Þeir sem ekki hafa efni á að eignast Aston Martin DB5 bíl McCartney gætu þó reynt að kaupa Mini bíl Ringo Starr fyrir um 90.000-120.000 pund, eða 12 til 16 milljónir króna, en það er verðið sem búist er við að hann fari á. Báðir bílarnir eru í mjög góðu ástandi. Paul McCartney seldi Aston Martin DB5 bíl sinn líklega árið 1970 og Ringo Starr Mini bíl sinn árið 1968, svo það er ekki eins og næstu eigendur þessara bíla séu að kaupa þá beint af þessum tónlistargoðum. Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent
Bonhams uppboðshúsið breska hefur nú þegar skráð tvo bíla sem uppboðsgripi sem áður voru í eigu meðlima Bítlanna. Uppboðið á bílunum báðum mun fara fram 2. desember. Þessir bílar eru Aston Martin DB5 sem Paul McCartney átti og keypti nýjan árið 1964. Hinn er 1966 árgerðin af Austin Mini Cooper S og var í eigu Ringo Starr. Aston Martin DB5 bíll Paul McCartney er eins bíll og James Bond var frægur fyrir að aka á í fjölmörgum Bond-myndum. Búist er við því að 1,2-1,5 milljónir punda, eða 165-205 milljóna króna muni fást fyrir Aston Martin DB5 bíl McCartney á uppboðinu. Það er aðeins meira heldur en McCartney reiddi fram árið 1964, en þá borgaði McCartney aðeins 4.600 pund fyrir bílinn fagra. Þeir sem ekki hafa efni á að eignast Aston Martin DB5 bíl McCartney gætu þó reynt að kaupa Mini bíl Ringo Starr fyrir um 90.000-120.000 pund, eða 12 til 16 milljónir króna, en það er verðið sem búist er við að hann fari á. Báðir bílarnir eru í mjög góðu ástandi. Paul McCartney seldi Aston Martin DB5 bíl sinn líklega árið 1970 og Ringo Starr Mini bíl sinn árið 1968, svo það er ekki eins og næstu eigendur þessara bíla séu að kaupa þá beint af þessum tónlistargoðum.
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent