Lífið

Jólaauglýsingar John Lewis síðustu tíu ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi maður fór með aðalhlutverkið árið 2015.
Þessi maður fór með aðalhlutverkið árið 2015.
Undanfarin ár hafa jólaauglýsingar orðið sívinsælar hjá fyrirtækjum um allan heim og keppast þau oft við að gera sem mest úr hátíðunum í sínu kynningarstarfi. Verslunarkeðjan John Lewis reið á vaðið í síðustu viku og birti stórglæsilega og tilfinningaþrungna auglýsingu.

Í auglýsingunni er fylgst með ímyndunarafli ungs drengs sem sér einhverja furðuveru undir rúminu sínu. Til að byrja með er drengurinn nokkuð smeykur við veruna en að lokum verða þeir félagarnir góðir vinir.

John Lewis leggur ávallt gríðarlega mikið upp úr jólaauglýsingum og hefur nú í raun skapast sú hefð í Bretlandi og víðar að fólk einfaldlega bíður eftir auglýsingunni ár hvert.

Nú hefur vefsíðan Daily Mail tekið saman jólaauglýsingu John Lewis síðastliðinn áratug og má sjá þær allar hér að neðan. Auglýsingin í ár hefur fengið misjafnar viðtökur en oft hittir fyrirtækið algjörlega naglann á höfuðið og auglýsingar þeirra hafa svo sannarlega slegið í gegn.

2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.