Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þór Þ. - Grindavík 106-98 | Þórsarar mæta KR í úrslitum. Smári Jökull Jónsson í Laugardalshöll skrifar 9. febrúar 2017 23:15 Tobin Carberry skoraði 44 stig fyrir Þórsliðið í kvöld. Vísir/Anton Það verða Þórsarar úr Þorlákshöfn sem mæta KR í úrslitum Maltbikarsins í körfubolta eftir 106-98 sigur gegn Grindavík í undanúrslitaleik í Laugardalshöll í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Þórsarar höfðu yfirhöndina lengst af í kvöld og byrjuðu mun betur. Grindvíkingar héldu samt í við þá og misstu þá aldrei of langt fram úr sér. Sama var uppi á teningunum í seinni hálfleik. Undir lokin náðu Grindvíkingar góðu áhlaupi og Lewis Clinch jafnaði í 98-98 með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Þórsarar voru hins vegar sterkari undir lokin. Þeir skoruðu síðustu 8 stigin og með Tobin Carberry í fararbroddi tryggðu þeir sér sæti í úrslitaleiknum gegn KR.Þór Þ.-Grindavík 106-98 (24-23, 22-21, 30-20, 30-34)Þór Þ.: Tobin Carberry 44/16 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17, Emil Karel Einarsson 15/6 fráköst/5 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 12, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/3 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 4/7 stoðsendingar.Grindavík: Ólafur Ólafsson 24/10 fráköst/5 stolnir, Lewis Clinch Jr. 23/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 20/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 18/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 6, Ómar Örn Sævarsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 3. Af hverju vann Þór?Þórsarar virtust einfaldlega vilja þennan sigur meira. Þeir byrjuðu af krafti strax í upphafi og Grindvíkingar lentu í þeirri stöðu að elta. Skotin voru að detta niður hjá Þór og Einar Árni var greinilega búinn að vinna heimavinnuna vel og sóknarlega fundu þeir ítrekað veikleika á vörn Grindvíkinga. Tobin Carberry var frábær allan leikinn fyrir Þórsara á meðan Grindvíkingar hefðu þurft betri leik frá Lewis Clinch, þó svo að hann hafi stigið upp í lokin. Undir lokin náðu Þórsarar svo að þétta vörnina á meðan Grindvíkingar fóru fremur illa að ráði sínu, fengu á sig klaufalegar villur og tóku erfið skot í sókninni.Bestu menn vallarins:Tobin Carberry var stórkostlegur hjá Þórsurum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og tók þar að auki 16 fráköst. Hann leiddi sóknina af miklu öryggi og eins og Einar Árni þjálfari nefndi í viðtali var hann klókur í því að finna réttu sendingarnar. Maciej Baginski var sömuleiðis góður í liði Þórs. Hann skoraði þrjár mikilvægar þriggja stiga körfur og er einn af þeim sem Einar Árni treystir einna mest á í sínu liði. Ólafur Ólafsson skoraði 24 stig fyrir Grindavík auk þess að taka 10 fráköst. Hann lenti hins vegar í villuvandræðum í fjórða leikhluta sem gerði honum erfitt um vik. Lewis Clinch steig upp með stórum körfum í lokin þegar hann jafnaði metin en fram að því hafði hann verið rólegur.Tölfræðin sem vakti athygli:Grindvíkingar voru aðeins að hitta 43% utan af velli á meðan Þórsarar voru með 56% hittni. Frákastabaráttan var jöfn en Grindvíkingar tóku 20 sóknarfráköst á móti 12 hjá Þórsurum. Þórsarar leiddu leikinn í 37 mínútur á meðan Grindvíkingar voru aðeins yfir í rúmar 2 mínútur.Hvað gekk illa?Varnarleikur beggja liða var fremur slakur sem sést á stigaskorinu. Bæði lið áttu kafla þar sem varnirnar voru opnar upp á gátt en Þórsurum tókst þó að loka sinni vörn á réttum tíma undir lokin. Grindvíkingum gekk illa að halda haus á kafla og þá sérstaklega Ómari Inga Sævarssyni sem var rekinn útaf með tvær tæknivillur. Einar Árni: Stór partur þjóðarinnar vill taka þátt í því með okkur að vinna KREinar Árni Jóhansson þjálfari Þórsara var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt." Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski eftir mannabreytingar með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. „Við erum að fara að spila við besta lið landsins, sem átti ekki góðan leik í dag. Við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum. Þorleifur: Þór vinnur bikarinnÞorleifur Ólafsson var fámáll og svekktur eftir undanúrslitaleikinn gegn Þór í kvöld en sagðist handviss um það hverjir myndu hampa bikarnum á laugardag. „Ég er mjög svekktur. Við vorum rosalega lélegir, sérstaklega varnarlega. Ég get kannski ekki sagt að við höfum verið lélegir sóknarlega. Við byrjuðum illa og vorum að elta allan tímann og lendum undir í restina,“ sagði Þorleifur við Vísi eftir leik en hann skoraði 16 stig í kvöld. Grindvíkingum tókst að jafna undir lokin í 98-98 en tókst ekki að skora stig eftir það. „Við vorum að reyna að stoppa þá og gera eitthvað til að bjarga hlutunum. Það fór mikil orka í það að koma til baka og þetta var kannski einbeitingarleysi. Við vorum að spila á Ólafi og Degi með fjórar villur heillengi en fórum ekki að tínast útaf fyrr en í restina og þá var þetta bara búið.“ Þorleifur sagðist handviss um hverjir myndu standa uppi sem sigurvegarar í úrslitaleik KR og Þórs á laugardaginn. „Þór vinnur þetta. Ég er 100% viss um það. Ég held að KR hafi vonast til að við myndum vinna af því að þeir eru skíthræddir við Þórsarana,“ bætti Þorleifur við að lokum. Grétar Ingi: Mjög sætur sigurGrétar Ingi Erlendsson skoraði mikilvægar körfur og misnotaði aðeins eitt skot utan af velli þegar Þór tryggði sér sæti í úrslitaleik Maltbikarsins. Grétar sagði það frábært að vera komnir í Höllina annað árið í röð. „Þetta var mjög sætur sigur. Þeir létu okkur hafa vel fyrir hlutunum í lokin enda með frábært lið. Það er bara geggjað að vera komnir í Höllina og umgjörðin flott. Við erum sáttir og allir glaðir,“ sagði Grétar við Vísi að leik loknum. „Við tókum okkur svolítið saman varnarlega þarna í lokin. Breyttum aðeins varnartaktíkinni og svo settu þeir sem betur fer ekki fleri skot,“ bætti Grétar Ingi við en hann fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu eftir slagsmál við Ómar Inga Sævarsson Grindvíking. „Þetta voru menn sem vildu vinna leikinn. Þetta eru engin illindi og svona gerist. Menn eru áhugamiklir og vilja taka þetta,“ sagði Grétar léttur. Þór mætir KR í úrslitum annað árið í röð og hafa harma að hefna síðan í fyrra. „Við erum klárlega reynslunni ríkari. Þetta er frábært lið sem við erum að mæta og við höfum átt góða leiki gegn þeim í vetur og meðal annars í síðustu viku. Vonandi mæta allir klárir til leiks, gefa allt í þetta og að við fáum góðan leik,“ sagði Grétar Ingi að lokum. Jóhann: Alveg úr takti varnarlegaJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var niðurlútur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Varnarlega erum við alveg úti. Við fáum á okkur 106 stig og erum alveg úr takti varnarlega og það er kannski það sem skilur á milli,“ sagði Jóhann eftir leik. Grindvíkingar voru að elta Þórsara nær allan leikinn en náðu góðum áhlaupum í nokkur skipti og jöfnuðu leikinn þegar skammt var eftir. Þeir lentu í villuvandræðum sem gerði þeim erfitt fyrir í varnarleiknum. „Maður er svekktur. Villuvandræðin spiluðu kannski eitthvað inn í þetta en við ætlum ekkert að staldra við þetta, það er bara áfram gakk,“ bætti Jóhann við. Þórsarar fara nú í úrslitaleikinn gegn KR en Jóhann sagðist lítið vilja spá fyrir um þann leik. „Það verður bara skemmtilegur leikur og fólk fær eitthvað fyrir peninginn. Ég vil ekkert spá fyrir um úrslitin,“ sagði Jóhann að lokum. Ólafur Ólafsson í baráttunni við leikmenn Þórs.vísir/antonJóhann á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonBaráttan var mikil í leiknum í kvöld.vísir/antonEinar Árni gefur sínum mönnum góð ráð.vísir/antonTobin Carberry var frábær hjá Þór í kvöld og skoraði 44 stig.vísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Það verða Þórsarar úr Þorlákshöfn sem mæta KR í úrslitum Maltbikarsins í körfubolta eftir 106-98 sigur gegn Grindavík í undanúrslitaleik í Laugardalshöll í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Þórsarar höfðu yfirhöndina lengst af í kvöld og byrjuðu mun betur. Grindvíkingar héldu samt í við þá og misstu þá aldrei of langt fram úr sér. Sama var uppi á teningunum í seinni hálfleik. Undir lokin náðu Grindvíkingar góðu áhlaupi og Lewis Clinch jafnaði í 98-98 með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Þórsarar voru hins vegar sterkari undir lokin. Þeir skoruðu síðustu 8 stigin og með Tobin Carberry í fararbroddi tryggðu þeir sér sæti í úrslitaleiknum gegn KR.Þór Þ.-Grindavík 106-98 (24-23, 22-21, 30-20, 30-34)Þór Þ.: Tobin Carberry 44/16 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17, Emil Karel Einarsson 15/6 fráköst/5 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 12, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/3 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 4/7 stoðsendingar.Grindavík: Ólafur Ólafsson 24/10 fráköst/5 stolnir, Lewis Clinch Jr. 23/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 20/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 18/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 6, Ómar Örn Sævarsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 3. Af hverju vann Þór?Þórsarar virtust einfaldlega vilja þennan sigur meira. Þeir byrjuðu af krafti strax í upphafi og Grindvíkingar lentu í þeirri stöðu að elta. Skotin voru að detta niður hjá Þór og Einar Árni var greinilega búinn að vinna heimavinnuna vel og sóknarlega fundu þeir ítrekað veikleika á vörn Grindvíkinga. Tobin Carberry var frábær allan leikinn fyrir Þórsara á meðan Grindvíkingar hefðu þurft betri leik frá Lewis Clinch, þó svo að hann hafi stigið upp í lokin. Undir lokin náðu Þórsarar svo að þétta vörnina á meðan Grindvíkingar fóru fremur illa að ráði sínu, fengu á sig klaufalegar villur og tóku erfið skot í sókninni.Bestu menn vallarins:Tobin Carberry var stórkostlegur hjá Þórsurum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og tók þar að auki 16 fráköst. Hann leiddi sóknina af miklu öryggi og eins og Einar Árni þjálfari nefndi í viðtali var hann klókur í því að finna réttu sendingarnar. Maciej Baginski var sömuleiðis góður í liði Þórs. Hann skoraði þrjár mikilvægar þriggja stiga körfur og er einn af þeim sem Einar Árni treystir einna mest á í sínu liði. Ólafur Ólafsson skoraði 24 stig fyrir Grindavík auk þess að taka 10 fráköst. Hann lenti hins vegar í villuvandræðum í fjórða leikhluta sem gerði honum erfitt um vik. Lewis Clinch steig upp með stórum körfum í lokin þegar hann jafnaði metin en fram að því hafði hann verið rólegur.Tölfræðin sem vakti athygli:Grindvíkingar voru aðeins að hitta 43% utan af velli á meðan Þórsarar voru með 56% hittni. Frákastabaráttan var jöfn en Grindvíkingar tóku 20 sóknarfráköst á móti 12 hjá Þórsurum. Þórsarar leiddu leikinn í 37 mínútur á meðan Grindvíkingar voru aðeins yfir í rúmar 2 mínútur.Hvað gekk illa?Varnarleikur beggja liða var fremur slakur sem sést á stigaskorinu. Bæði lið áttu kafla þar sem varnirnar voru opnar upp á gátt en Þórsurum tókst þó að loka sinni vörn á réttum tíma undir lokin. Grindvíkingum gekk illa að halda haus á kafla og þá sérstaklega Ómari Inga Sævarssyni sem var rekinn útaf með tvær tæknivillur. Einar Árni: Stór partur þjóðarinnar vill taka þátt í því með okkur að vinna KREinar Árni Jóhansson þjálfari Þórsara var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt." Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski eftir mannabreytingar með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. „Við erum að fara að spila við besta lið landsins, sem átti ekki góðan leik í dag. Við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum. Þorleifur: Þór vinnur bikarinnÞorleifur Ólafsson var fámáll og svekktur eftir undanúrslitaleikinn gegn Þór í kvöld en sagðist handviss um það hverjir myndu hampa bikarnum á laugardag. „Ég er mjög svekktur. Við vorum rosalega lélegir, sérstaklega varnarlega. Ég get kannski ekki sagt að við höfum verið lélegir sóknarlega. Við byrjuðum illa og vorum að elta allan tímann og lendum undir í restina,“ sagði Þorleifur við Vísi eftir leik en hann skoraði 16 stig í kvöld. Grindvíkingum tókst að jafna undir lokin í 98-98 en tókst ekki að skora stig eftir það. „Við vorum að reyna að stoppa þá og gera eitthvað til að bjarga hlutunum. Það fór mikil orka í það að koma til baka og þetta var kannski einbeitingarleysi. Við vorum að spila á Ólafi og Degi með fjórar villur heillengi en fórum ekki að tínast útaf fyrr en í restina og þá var þetta bara búið.“ Þorleifur sagðist handviss um hverjir myndu standa uppi sem sigurvegarar í úrslitaleik KR og Þórs á laugardaginn. „Þór vinnur þetta. Ég er 100% viss um það. Ég held að KR hafi vonast til að við myndum vinna af því að þeir eru skíthræddir við Þórsarana,“ bætti Þorleifur við að lokum. Grétar Ingi: Mjög sætur sigurGrétar Ingi Erlendsson skoraði mikilvægar körfur og misnotaði aðeins eitt skot utan af velli þegar Þór tryggði sér sæti í úrslitaleik Maltbikarsins. Grétar sagði það frábært að vera komnir í Höllina annað árið í röð. „Þetta var mjög sætur sigur. Þeir létu okkur hafa vel fyrir hlutunum í lokin enda með frábært lið. Það er bara geggjað að vera komnir í Höllina og umgjörðin flott. Við erum sáttir og allir glaðir,“ sagði Grétar við Vísi að leik loknum. „Við tókum okkur svolítið saman varnarlega þarna í lokin. Breyttum aðeins varnartaktíkinni og svo settu þeir sem betur fer ekki fleri skot,“ bætti Grétar Ingi við en hann fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu eftir slagsmál við Ómar Inga Sævarsson Grindvíking. „Þetta voru menn sem vildu vinna leikinn. Þetta eru engin illindi og svona gerist. Menn eru áhugamiklir og vilja taka þetta,“ sagði Grétar léttur. Þór mætir KR í úrslitum annað árið í röð og hafa harma að hefna síðan í fyrra. „Við erum klárlega reynslunni ríkari. Þetta er frábært lið sem við erum að mæta og við höfum átt góða leiki gegn þeim í vetur og meðal annars í síðustu viku. Vonandi mæta allir klárir til leiks, gefa allt í þetta og að við fáum góðan leik,“ sagði Grétar Ingi að lokum. Jóhann: Alveg úr takti varnarlegaJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var niðurlútur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Varnarlega erum við alveg úti. Við fáum á okkur 106 stig og erum alveg úr takti varnarlega og það er kannski það sem skilur á milli,“ sagði Jóhann eftir leik. Grindvíkingar voru að elta Þórsara nær allan leikinn en náðu góðum áhlaupum í nokkur skipti og jöfnuðu leikinn þegar skammt var eftir. Þeir lentu í villuvandræðum sem gerði þeim erfitt fyrir í varnarleiknum. „Maður er svekktur. Villuvandræðin spiluðu kannski eitthvað inn í þetta en við ætlum ekkert að staldra við þetta, það er bara áfram gakk,“ bætti Jóhann við. Þórsarar fara nú í úrslitaleikinn gegn KR en Jóhann sagðist lítið vilja spá fyrir um þann leik. „Það verður bara skemmtilegur leikur og fólk fær eitthvað fyrir peninginn. Ég vil ekkert spá fyrir um úrslitin,“ sagði Jóhann að lokum. Ólafur Ólafsson í baráttunni við leikmenn Þórs.vísir/antonJóhann á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonBaráttan var mikil í leiknum í kvöld.vísir/antonEinar Árni gefur sínum mönnum góð ráð.vísir/antonTobin Carberry var frábær hjá Þór í kvöld og skoraði 44 stig.vísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira