Listin að koma illa fyrir og gera mistök Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. júní 2017 10:00 Umbrot/Guðmundur Mistök eru mikilvæg og við gerum alls ekki nóg af þeim. Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur, Pálmar Ragnarsson þjálfari,Kristín Maríella Friðjónsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir listamaður velta fyrir sér tilgangi og eðli mistaka. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri Kvíðamiðstöðvarinnar, hjálpar skjólstæðingum sínum að sigrast á félagskvíða, meðal annars með því að gera æfingar í að gera mistök og koma illa fyrir. „Rót þessa kvíða er ótti við höfnun annarra. Það er það sem við óttumst einna mest í öllum heiminum. Tólf prósent fólks eru með hamlandi félagskvíða, en svo segist annar hver maður vera feiminn á fullorðinsárum. Þessi félagskvíði blundar í okkur öllum. Fólk með mikinn félagskvíða trúir því að það megi ekkert út af bera til þess að það verði dæmt af öðrum. Í meðferð við félagskvíða skoðum við hvort það sé í alvörunni svo mikil hætta á því að aðrir dæmi mann þegar við gerum mistök eða komum illa fyrir. Það gerum við hreinlega með því að gera ýmsar tilraunir. Prófa að skera sig úr, vera ákveðinn, gera mistök, stama. Takast á við óttann,“ segir Sóley og segir niðurstöðuna koma fólki skemmtilega á óvart. „Við erum ekki eins og línudansari sem tekur eitt feilspor og hrapar. Það er mikilvægt að gera mistök af því að við lærum af þeim. Við lærum líka að taka okkur ekki of alvarlega. Við að gera mistök og koma illa fyrir þá komumst við að því að fólk er skilningsríkara en maður heldur, við gefum færi á okkur því oft bregst fólk við með því að koma manni til bjargar. Fólki líkar betur við fólk sem gerir mistök og kemur stundum illa fyrir, frekar en fólk sem virðist gera allt rétt og vita allt best.“Að takast á við óttann En er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir þessa tegund kvíða og hamlar okkur að gera mistök og læra af þeim? „Já, tvímælalaust. Við fáum svo dæmi séu nefnd send skilaboð úr fjölmiðlum, tískuheimi og skóla. Við eigum að vera klár, skemmtileg og falleg. Við tökum á móti þessum skilaboðum án umhugsunar og höldum að þetta sé rétta leiðin til að falla í kramið. Í raun er þessu þveröfugt farið, aðrir vilja aðallega að við kunnum að meta þá og það gerum við með því að sýna þeim áhuga.“ Sóley segir mikilvægt fyrir fólk sem glímir við félagskvíða og höfnunartilfinningu að skoða annað fólk svolítið vel. „Og leiða hugann að því að aðrir eru í raun jafn uppteknir af sjálfum sér og við og óttast sjálfir höfnun. Þegar maður er stressaður þá beinir maður athyglinni inn á við og tekur ekki jafn mikið eftir hver viðbrögð annarra eru í raun og veru. Ýmislegt getur því farið fram hjá manni, til dæmis þegar aðrir bregðast vel við manni eða eru jafnvel kvíðnir sjálfir. Maður fer einnig að beita ýmsum öryggisráðstöfunum, forðast augnsamband, draga sig í hlé, forðast það sem er óþægilegt. Með þessu fjarlægist maður annað fólk og viðheldur félagskvíðanum. En lausnin er hins vegar að takast á við óttann.“Félagsleg áhætta En að því sem fólk óttast. Höfnuninni? „Við getum tekið dæmi um kommentakerfi netmiðlanna. Stundum virðist fólk tekið af lífi í kommentakerfinu en við nánari skoðun eru þetta örfáir einstaklingar sem eru að skvaldra en fleiri sem sýna skilning eða samstöðu. Fólk sem er félagskvíðið tekur bara eftir þessum fáu sem skvaldra. Fólk þarf að taka svolitlar áhættur félagslega og gleyma sér svolítið líka með því að beina athyglinni að öðrum,“ segir Sóley sem hefur náð merkilegum árangri í meðferð á félagskvíða. „Áttatíu prósent ná bata og góðum árangri í meðferð við Kvíðameðferðarstöðina,“ segir Sóley sem gaf nýverið út bókina Náðu tökum á félagskvíða. Í bókinni er að finna fróðleik og verkefni sem eru byggð á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og hafa að markmiði að breyta viðbrögðum sem ala á félagskvíða.Annars erum við flest daglega að gera þau mistök að vinna of mikið, hlæja of lítið og drekka of fáa kokteila,"segir Hallgerður.Visir/AntonbrinkMistök eru það versta og besta Hallgerður Hallgrímsdóttir listamaður segir einu leiðina til að mistakast að reyna ekki. „Það hljómar auðvitað eins og kaflaheiti í sjálfshjálparbók en þessi ótti okkar við að mistakast er bæði svo ógurlega hversdagslegur og eðlilegur og stór og lamandi. Eins og allt gott í þessu lífi geta mistök verið það versta og það besta sem kemur fyrir mann. Ég held líka að við lifum í ákveðinni blekkingu um að fleiri atriði séu á okkar valdi en eru í raun. Þegar öllu er á botninn hvolft stjórnum við ekki öllu.“En að koma illa fyrir – vera á skjön og skera sig úr? „Stundum held ég að það einfaldi lífið að koma vel fyrir. Stundum held ég að það einfaldi lífið að vera frekur og ótillitsamur. Við erum örugglega mörg að velta fyrir okkur hvar þessi lína liggur. Ég er samt alltof smeyk við það. En mín stærstu mistök hafa samt verið að koma illa fram við fólk, segja eða gera eitthvað sem særði. Ég vona að að ég hafi lært af þeim mistökum.“Berum hjartaðSumir tala um að mistök séu nauðsynleg til að læra af þeim. Hversu mikilvægt er þetta? Ættum við að sækjast eftir því markvisst að mistakast? „Það er auðvitað þversögn, ef ætlunin var að mistakast þá tókst ætlunarverkið. Sem eru þá kannski mistök? Við megum hins vegar taka meiri áhættu og ekki einblína á að allt þurfi að takast í fyrstu tilraun. Við eigum að gera tilraunir, bera hjarta okkar, láta vaða, semja fleiri ljóð, kyssa fleiri kossa, brenna fleiri gúrmetrétti og senda fleiri vandræðalega tölvupósta á alla í fyrirtækinu.“ Hefur þú gert mistök sem leiddu eitthvað óvænt eða gott af sér? „Ég er menntaður fatahönnuður en hef aldrei starfað sem fatahönnuður og hef engan áhuga á slíkum frama í dag. En ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt væri ef ég hefði ekki valið að fara í BA nám í fatahönnun í Listaháskólanum á sínum tíma. Það eru þessi „sliding doors“ áhrif. Ég uppgötvaði ljósmyndun og myndlist í Listaháskólanum og er í hálfu starfi við hönnunar- og arkitektúrdeildina þar, svo ég er að gera alls konar áhugaverða hluti í dag sem hefði ekki gerst nema fyrir fatahönnunarnámið. En það voru kannski mistök að fara beint í háskóla eftir menntaskóla, mistök að læra aldrei almennilega að teikna, mistök að reyna að standa sig vel í listaháskólanámi í stað þess að taka bara frá náminu það sem maður sjálfur þurfti mest á að halda. Svo er ég kannski að gera mestu mistök lífs míns akkúrat núna, að vera ekki að skrifa skáldsögu eða ljóðabók, heldur að vasast þetta í myndlist. Eða eyða of miklum tíma í að vaska upp eða svara spurningum blaðamanna. Annars erum við flest daglega að gera þau mistök að vinna of mikið, hlæja of lítið og drekka of fáa kokteila. Ég sá að minnsta kosti dálítið eftir því þegar síðasta góðæri lauk að hafa ekki drukkið fleiri mojito og keypt mér fleiri eðalskópör.“ Hallgerður segir að daginn sem henni hættir að mistakast í list, þá hætti hún að vera góður listamaður. „Ég geri endalaust af minni mistökum í hinu listræna ferli. En stundum eru þau áhugaverðari en það sem maður ætlaði sér. Til dæmis tók ég margar filmur á ferðalagi um Tyrkland á bilaða myndavél og myndirnar með ljóslekanum voru sumar fallegri en þær hefðu annars verið. Maður dettur ekki á skíðum nema að maður sé að reyna að gera eitthvað sem maður kann ekki, bæta stílinn eða komast hraðar. Mistök eru hluti af hinu listræna ferli. Og þegar maður eyðir dögum eða mánuðum í eitthvað sem er svo bara rugl og er aftur kominn á byrjunarreit þá er það einhvern veginn þannig að maður varð að prófa allt ruglið til að komast að því að það virkaði ekki. Stóru mistökin í listinni eru samt að reyna ekki, þora ekki. Það sem ég sé mest eftir eru myndirnar sem ég tók ekki, verkefnin sem ég tókst ekki á við.“Finnur þú fyrir þrýstingi á að koma vel fyrir? Hvernig bregstu við ef það er raunin? „Hiklaust. Og ég er yfirleitt að reyna mitt besta. Sem eru kannski mistök. Mér mistekst að minnsta kosti iðulega. Ég er til dæmis nýbúin að kynna mig fyrir manneskju sem ég kannaðist svo við að mér fannst nauðsynlegt að heilsa henni almennilega. Henni fannst það fáránlegt þar sem við þekktumst auðvitað og svo rann það upp fyrir mér að þetta var í annað sinn sem ég geri þetta, við sömu manneskjuna. Hún heldur núna að ég sé annaðhvort fáviti eða að þetta sé útpæld leið hjá mér til að vera leiðinleg. En þetta er bara ómannglögga ég að reyna að vera kurteis. Svo kannski ætti ég að hætta að reyna að koma vel fyrir og þá verður ekkert klúður, bara stanslaus útreiknuð ókurteisi?“Kristín Maríella segir foreldra eiga stóran hluta að máli þegar kemur að því að senda skilaboð um það hvort mistök séu góð eða eitthvað sem ætti að forðast.Börn ekki hrædd við mistök Kristín Maríella Friðjónsdóttir rekur vefinn Respectfulmom.com auk þess sem hún er stofnandi Mæðra tips á Facebook og RIE/Mindful Parenting á Íslandi á Facebook. Hún segir það augljóst að foreldrar og aðrir umönnunaraðilar eigi stóran hlut að máli þegar að því kemur að senda skilaboð til barna um hvort mistök séu góð/eðlileg eða eitthvað sem er óæskilegt eða á að forðast. „Ungbörn eru ekki hrædd við það að mistakast. Þau búa yfir gríðarlega sterkum vilja til þess að læra og það er þeim eðlislægt að reyna við sama verkefnið aftur og aftur, æfa sig eins oft og þarf til þess að komast upp á lagið með það sem þau eru að læra hverju sinni,“ segir Kristín Maríella og tekur dæmi um það þegar barn er að læra að skríða. „Það tekur langan tíma í það að finna jafnvægi á fjórum fótum, það reynir aftur og aftur, það missir jafnvægið, dettur á magann (eða andlitið) en heldur alltaf áfram að reyna þangað til það kemst upp á lag með þessa nýju hreyfingu. Oft finnst foreldrum erfitt að fylgjast með barninu sínu glíma við ný „verkefni“ því að ferlið felur í sér margar misheppnaðar tilraunir og oftar en ekki pirring og grát sem getur komið upp hjá barninu. Þegar barn verður pirrað og grætur þegar púsluspilið sem það er að reyna við passar ekki stökkvum við foreldrar oft til og hjálpum barninu, við smellum púslinu á réttan stað „Sko, sjáðu! Komið!“. Þegar við „björgum“ börnum út úr aðstæðum þar sem þau eru að reyna við og æfa sig á nýjum verkefnum og klárum verkefnin fyrir þau þá sendum við þeim þau skilaboð að okkur finnist óþægilegt þegar eitthvað gengur ekki upp hjá þeim og að verkefnið þeirra eigi helst að klárast strax. Með þessu rænum við þau líka mikilvægum þroskatækifærum en það að „læra að læra“ er akkúrat gert í gegnum þessa ferla – að fá að komast að því sjálf að til þess að læra eitthvað nýtt, til þess að klára verkefni, þarf að æfa sig, það þarf að prufa aftur, okkur þarf oft að mistakast og við þurfum að þola pirringinn og komast í gegnum hann til þess að komast þangað sem við ætlum okkur, læra eða uppgötva eitthvað nýtt eða klára verkefnið sem við tókum okkur fyrir hendur.“Vá! Hvað þetta er flott! Kristín Maríella segir að auki að börn hafi miklu meiri áhuga á ferlinu sem liggur að því að læra eitthvað nýtt frekar en útkomunni. Hins vegar sé því öfugt farið hjá okkur fullorðna fólkinu. „Tilhneiging foreldra til þess að einblína á útkomu kemur sterkt fram þegar við viljum hrósa eða hvetja börnin okkar áfram. Við finnum okkur flest knúin til þess að hrósa fyrir það sem barn gerir vel en langoftast, án þess að átta okkur endilega á því, einblínum við á útkomu verksins en ekki vinnuna sem lá að baki verkefninu og leggjum oft einnig okkar persónulega dóm á það sem um ræðir „Vá! hvað þetta er flott mynd! Glæsilegt!“ Það ætti að sjálfsögðu að vera aukaatriði hvort mynd sem barn teiknar sé falleg eða ekki. Hver erum við að dæma um það að bláa myndin sé betri eða fallegri en sú brúna? Kannski fékk barnið miklu meira út úr því að mála brúnu myndina þar sem það var upptekið af að skoða það hvernig litir blandast saman og læra þar af leiðandi heilan helling í leiðinni,“ bendir Kristín Maríella á og segir að þegar barn sé vant því að vera hrósað mikið fyrir það sem það gerir þá ýtum við undir það að barnið hugsi meira um útkomuna en það sem það gerir. „Barn sem er heltekið af því hvort það muni uppskera hrós eða samþykki frá umhverfinu þorir minna að taka áhættur eða prufa sig áfram og verður hræddara við að mistakast en barn sem vinnur út frá sinni innri áhugahvöt og fær frelsi til að sökkva sér í tilraunastarfsemi og sköpun í verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur.“Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari gerir í því að setja sig í vandræðalegar aðstæður. Hann segir það hollt.Mistök eru frelsandi Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari segir mistök hvata að því að leggja sig fram og ná meiri árangri. „Það er ekki hægt að æfa íþróttir án þess að gera mistök. Það er heldur ekki hægt að þjálfa án þess að gera mistök. Ég segi ungu fólki oft sögur um eigin markmið. Segi þeim frá settum markmiðum og hversu mikla vinnu ég lagði í að ná þeim. Spyr þau svo hvort þau haldi að ég hafi náð þeim. Þau svara iðulega játandi. En það er rangt, ég næ oft ekki markmiðum mínum. Maður þarf nefnilega að klikka ansi oft áður en settu markmiði er náð. Það að klikka og gera mistök er mikilvægt, það er lærdómsferli. Mistökin leiða mann áfram.“ Hann segir mistök frelsandi og stuðla að bættri líðan. „Ég held að það sé hollt og gott að gera mistök reglulega. Að venjast tilfinningunni og þekkja hana. Þá fellur fólk ekki saman þegar það gerir mistök við mikilvæg tækifæri. Sumir fara í baklás þegar þeir gera mistök og láta óttann stjórna sér eftir það. Mér finnst mikilvægt að leiðrétta það. Fólk hefur þá hugmynd að þegar maður gerir mistök þá dæmi aðrir mann. Það er rangt. Þegar við gerum mistök þá samsama aðrir sig manni. Það hugsar: Hann er ekki fullkominn, alveg eins og ég. Fólk heldur miklu meira með manni en maður heldur. Meirihluti fólks vill sjá manni ganga vel og dæmir ekki þegar eitthvað mislukkast eða fer illa.“Rappaði við engar undirtektir Á dögunum hélt Pálmar fyrirlestur fyrir unglinga í Hagaskóla. Hann lofaði krökkunum að ef tími gæfist til í lok fyrirlestrar myndi hann rappa fyrir þá. Það gerði hann svo við litlar sem engar undirtektir. „Ég geri í því að setja mig í vandræðalegar aðstæður. Í þeim tilgangi að líða óþægilega en sjá svo í kjölfarið að það gerist ekkert hræðilegt. Ég geri þetta stundum markvisst þegar ég fer í búðir. Það er svo frelsandi að sjá að fólki er bara alveg sama. Svo kemur alltaf að því að það gerist eitthvað óþægilegt í aðstæðum sem þú ræður ekki við en þá býr maður að því að vera óhræddur og kominn með þá færni að taka sig ekki of alvarlega. Ég myndi segja að í dag væri mjög fátt sem gæti gert mig vandræðalegan.“ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Mistök eru mikilvæg og við gerum alls ekki nóg af þeim. Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur, Pálmar Ragnarsson þjálfari,Kristín Maríella Friðjónsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir listamaður velta fyrir sér tilgangi og eðli mistaka. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri Kvíðamiðstöðvarinnar, hjálpar skjólstæðingum sínum að sigrast á félagskvíða, meðal annars með því að gera æfingar í að gera mistök og koma illa fyrir. „Rót þessa kvíða er ótti við höfnun annarra. Það er það sem við óttumst einna mest í öllum heiminum. Tólf prósent fólks eru með hamlandi félagskvíða, en svo segist annar hver maður vera feiminn á fullorðinsárum. Þessi félagskvíði blundar í okkur öllum. Fólk með mikinn félagskvíða trúir því að það megi ekkert út af bera til þess að það verði dæmt af öðrum. Í meðferð við félagskvíða skoðum við hvort það sé í alvörunni svo mikil hætta á því að aðrir dæmi mann þegar við gerum mistök eða komum illa fyrir. Það gerum við hreinlega með því að gera ýmsar tilraunir. Prófa að skera sig úr, vera ákveðinn, gera mistök, stama. Takast á við óttann,“ segir Sóley og segir niðurstöðuna koma fólki skemmtilega á óvart. „Við erum ekki eins og línudansari sem tekur eitt feilspor og hrapar. Það er mikilvægt að gera mistök af því að við lærum af þeim. Við lærum líka að taka okkur ekki of alvarlega. Við að gera mistök og koma illa fyrir þá komumst við að því að fólk er skilningsríkara en maður heldur, við gefum færi á okkur því oft bregst fólk við með því að koma manni til bjargar. Fólki líkar betur við fólk sem gerir mistök og kemur stundum illa fyrir, frekar en fólk sem virðist gera allt rétt og vita allt best.“Að takast á við óttann En er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir þessa tegund kvíða og hamlar okkur að gera mistök og læra af þeim? „Já, tvímælalaust. Við fáum svo dæmi séu nefnd send skilaboð úr fjölmiðlum, tískuheimi og skóla. Við eigum að vera klár, skemmtileg og falleg. Við tökum á móti þessum skilaboðum án umhugsunar og höldum að þetta sé rétta leiðin til að falla í kramið. Í raun er þessu þveröfugt farið, aðrir vilja aðallega að við kunnum að meta þá og það gerum við með því að sýna þeim áhuga.“ Sóley segir mikilvægt fyrir fólk sem glímir við félagskvíða og höfnunartilfinningu að skoða annað fólk svolítið vel. „Og leiða hugann að því að aðrir eru í raun jafn uppteknir af sjálfum sér og við og óttast sjálfir höfnun. Þegar maður er stressaður þá beinir maður athyglinni inn á við og tekur ekki jafn mikið eftir hver viðbrögð annarra eru í raun og veru. Ýmislegt getur því farið fram hjá manni, til dæmis þegar aðrir bregðast vel við manni eða eru jafnvel kvíðnir sjálfir. Maður fer einnig að beita ýmsum öryggisráðstöfunum, forðast augnsamband, draga sig í hlé, forðast það sem er óþægilegt. Með þessu fjarlægist maður annað fólk og viðheldur félagskvíðanum. En lausnin er hins vegar að takast á við óttann.“Félagsleg áhætta En að því sem fólk óttast. Höfnuninni? „Við getum tekið dæmi um kommentakerfi netmiðlanna. Stundum virðist fólk tekið af lífi í kommentakerfinu en við nánari skoðun eru þetta örfáir einstaklingar sem eru að skvaldra en fleiri sem sýna skilning eða samstöðu. Fólk sem er félagskvíðið tekur bara eftir þessum fáu sem skvaldra. Fólk þarf að taka svolitlar áhættur félagslega og gleyma sér svolítið líka með því að beina athyglinni að öðrum,“ segir Sóley sem hefur náð merkilegum árangri í meðferð á félagskvíða. „Áttatíu prósent ná bata og góðum árangri í meðferð við Kvíðameðferðarstöðina,“ segir Sóley sem gaf nýverið út bókina Náðu tökum á félagskvíða. Í bókinni er að finna fróðleik og verkefni sem eru byggð á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og hafa að markmiði að breyta viðbrögðum sem ala á félagskvíða.Annars erum við flest daglega að gera þau mistök að vinna of mikið, hlæja of lítið og drekka of fáa kokteila,"segir Hallgerður.Visir/AntonbrinkMistök eru það versta og besta Hallgerður Hallgrímsdóttir listamaður segir einu leiðina til að mistakast að reyna ekki. „Það hljómar auðvitað eins og kaflaheiti í sjálfshjálparbók en þessi ótti okkar við að mistakast er bæði svo ógurlega hversdagslegur og eðlilegur og stór og lamandi. Eins og allt gott í þessu lífi geta mistök verið það versta og það besta sem kemur fyrir mann. Ég held líka að við lifum í ákveðinni blekkingu um að fleiri atriði séu á okkar valdi en eru í raun. Þegar öllu er á botninn hvolft stjórnum við ekki öllu.“En að koma illa fyrir – vera á skjön og skera sig úr? „Stundum held ég að það einfaldi lífið að koma vel fyrir. Stundum held ég að það einfaldi lífið að vera frekur og ótillitsamur. Við erum örugglega mörg að velta fyrir okkur hvar þessi lína liggur. Ég er samt alltof smeyk við það. En mín stærstu mistök hafa samt verið að koma illa fram við fólk, segja eða gera eitthvað sem særði. Ég vona að að ég hafi lært af þeim mistökum.“Berum hjartaðSumir tala um að mistök séu nauðsynleg til að læra af þeim. Hversu mikilvægt er þetta? Ættum við að sækjast eftir því markvisst að mistakast? „Það er auðvitað þversögn, ef ætlunin var að mistakast þá tókst ætlunarverkið. Sem eru þá kannski mistök? Við megum hins vegar taka meiri áhættu og ekki einblína á að allt þurfi að takast í fyrstu tilraun. Við eigum að gera tilraunir, bera hjarta okkar, láta vaða, semja fleiri ljóð, kyssa fleiri kossa, brenna fleiri gúrmetrétti og senda fleiri vandræðalega tölvupósta á alla í fyrirtækinu.“ Hefur þú gert mistök sem leiddu eitthvað óvænt eða gott af sér? „Ég er menntaður fatahönnuður en hef aldrei starfað sem fatahönnuður og hef engan áhuga á slíkum frama í dag. En ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt væri ef ég hefði ekki valið að fara í BA nám í fatahönnun í Listaháskólanum á sínum tíma. Það eru þessi „sliding doors“ áhrif. Ég uppgötvaði ljósmyndun og myndlist í Listaháskólanum og er í hálfu starfi við hönnunar- og arkitektúrdeildina þar, svo ég er að gera alls konar áhugaverða hluti í dag sem hefði ekki gerst nema fyrir fatahönnunarnámið. En það voru kannski mistök að fara beint í háskóla eftir menntaskóla, mistök að læra aldrei almennilega að teikna, mistök að reyna að standa sig vel í listaháskólanámi í stað þess að taka bara frá náminu það sem maður sjálfur þurfti mest á að halda. Svo er ég kannski að gera mestu mistök lífs míns akkúrat núna, að vera ekki að skrifa skáldsögu eða ljóðabók, heldur að vasast þetta í myndlist. Eða eyða of miklum tíma í að vaska upp eða svara spurningum blaðamanna. Annars erum við flest daglega að gera þau mistök að vinna of mikið, hlæja of lítið og drekka of fáa kokteila. Ég sá að minnsta kosti dálítið eftir því þegar síðasta góðæri lauk að hafa ekki drukkið fleiri mojito og keypt mér fleiri eðalskópör.“ Hallgerður segir að daginn sem henni hættir að mistakast í list, þá hætti hún að vera góður listamaður. „Ég geri endalaust af minni mistökum í hinu listræna ferli. En stundum eru þau áhugaverðari en það sem maður ætlaði sér. Til dæmis tók ég margar filmur á ferðalagi um Tyrkland á bilaða myndavél og myndirnar með ljóslekanum voru sumar fallegri en þær hefðu annars verið. Maður dettur ekki á skíðum nema að maður sé að reyna að gera eitthvað sem maður kann ekki, bæta stílinn eða komast hraðar. Mistök eru hluti af hinu listræna ferli. Og þegar maður eyðir dögum eða mánuðum í eitthvað sem er svo bara rugl og er aftur kominn á byrjunarreit þá er það einhvern veginn þannig að maður varð að prófa allt ruglið til að komast að því að það virkaði ekki. Stóru mistökin í listinni eru samt að reyna ekki, þora ekki. Það sem ég sé mest eftir eru myndirnar sem ég tók ekki, verkefnin sem ég tókst ekki á við.“Finnur þú fyrir þrýstingi á að koma vel fyrir? Hvernig bregstu við ef það er raunin? „Hiklaust. Og ég er yfirleitt að reyna mitt besta. Sem eru kannski mistök. Mér mistekst að minnsta kosti iðulega. Ég er til dæmis nýbúin að kynna mig fyrir manneskju sem ég kannaðist svo við að mér fannst nauðsynlegt að heilsa henni almennilega. Henni fannst það fáránlegt þar sem við þekktumst auðvitað og svo rann það upp fyrir mér að þetta var í annað sinn sem ég geri þetta, við sömu manneskjuna. Hún heldur núna að ég sé annaðhvort fáviti eða að þetta sé útpæld leið hjá mér til að vera leiðinleg. En þetta er bara ómannglögga ég að reyna að vera kurteis. Svo kannski ætti ég að hætta að reyna að koma vel fyrir og þá verður ekkert klúður, bara stanslaus útreiknuð ókurteisi?“Kristín Maríella segir foreldra eiga stóran hluta að máli þegar kemur að því að senda skilaboð um það hvort mistök séu góð eða eitthvað sem ætti að forðast.Börn ekki hrædd við mistök Kristín Maríella Friðjónsdóttir rekur vefinn Respectfulmom.com auk þess sem hún er stofnandi Mæðra tips á Facebook og RIE/Mindful Parenting á Íslandi á Facebook. Hún segir það augljóst að foreldrar og aðrir umönnunaraðilar eigi stóran hlut að máli þegar að því kemur að senda skilaboð til barna um hvort mistök séu góð/eðlileg eða eitthvað sem er óæskilegt eða á að forðast. „Ungbörn eru ekki hrædd við það að mistakast. Þau búa yfir gríðarlega sterkum vilja til þess að læra og það er þeim eðlislægt að reyna við sama verkefnið aftur og aftur, æfa sig eins oft og þarf til þess að komast upp á lagið með það sem þau eru að læra hverju sinni,“ segir Kristín Maríella og tekur dæmi um það þegar barn er að læra að skríða. „Það tekur langan tíma í það að finna jafnvægi á fjórum fótum, það reynir aftur og aftur, það missir jafnvægið, dettur á magann (eða andlitið) en heldur alltaf áfram að reyna þangað til það kemst upp á lag með þessa nýju hreyfingu. Oft finnst foreldrum erfitt að fylgjast með barninu sínu glíma við ný „verkefni“ því að ferlið felur í sér margar misheppnaðar tilraunir og oftar en ekki pirring og grát sem getur komið upp hjá barninu. Þegar barn verður pirrað og grætur þegar púsluspilið sem það er að reyna við passar ekki stökkvum við foreldrar oft til og hjálpum barninu, við smellum púslinu á réttan stað „Sko, sjáðu! Komið!“. Þegar við „björgum“ börnum út úr aðstæðum þar sem þau eru að reyna við og æfa sig á nýjum verkefnum og klárum verkefnin fyrir þau þá sendum við þeim þau skilaboð að okkur finnist óþægilegt þegar eitthvað gengur ekki upp hjá þeim og að verkefnið þeirra eigi helst að klárast strax. Með þessu rænum við þau líka mikilvægum þroskatækifærum en það að „læra að læra“ er akkúrat gert í gegnum þessa ferla – að fá að komast að því sjálf að til þess að læra eitthvað nýtt, til þess að klára verkefni, þarf að æfa sig, það þarf að prufa aftur, okkur þarf oft að mistakast og við þurfum að þola pirringinn og komast í gegnum hann til þess að komast þangað sem við ætlum okkur, læra eða uppgötva eitthvað nýtt eða klára verkefnið sem við tókum okkur fyrir hendur.“Vá! Hvað þetta er flott! Kristín Maríella segir að auki að börn hafi miklu meiri áhuga á ferlinu sem liggur að því að læra eitthvað nýtt frekar en útkomunni. Hins vegar sé því öfugt farið hjá okkur fullorðna fólkinu. „Tilhneiging foreldra til þess að einblína á útkomu kemur sterkt fram þegar við viljum hrósa eða hvetja börnin okkar áfram. Við finnum okkur flest knúin til þess að hrósa fyrir það sem barn gerir vel en langoftast, án þess að átta okkur endilega á því, einblínum við á útkomu verksins en ekki vinnuna sem lá að baki verkefninu og leggjum oft einnig okkar persónulega dóm á það sem um ræðir „Vá! hvað þetta er flott mynd! Glæsilegt!“ Það ætti að sjálfsögðu að vera aukaatriði hvort mynd sem barn teiknar sé falleg eða ekki. Hver erum við að dæma um það að bláa myndin sé betri eða fallegri en sú brúna? Kannski fékk barnið miklu meira út úr því að mála brúnu myndina þar sem það var upptekið af að skoða það hvernig litir blandast saman og læra þar af leiðandi heilan helling í leiðinni,“ bendir Kristín Maríella á og segir að þegar barn sé vant því að vera hrósað mikið fyrir það sem það gerir þá ýtum við undir það að barnið hugsi meira um útkomuna en það sem það gerir. „Barn sem er heltekið af því hvort það muni uppskera hrós eða samþykki frá umhverfinu þorir minna að taka áhættur eða prufa sig áfram og verður hræddara við að mistakast en barn sem vinnur út frá sinni innri áhugahvöt og fær frelsi til að sökkva sér í tilraunastarfsemi og sköpun í verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur.“Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari gerir í því að setja sig í vandræðalegar aðstæður. Hann segir það hollt.Mistök eru frelsandi Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari segir mistök hvata að því að leggja sig fram og ná meiri árangri. „Það er ekki hægt að æfa íþróttir án þess að gera mistök. Það er heldur ekki hægt að þjálfa án þess að gera mistök. Ég segi ungu fólki oft sögur um eigin markmið. Segi þeim frá settum markmiðum og hversu mikla vinnu ég lagði í að ná þeim. Spyr þau svo hvort þau haldi að ég hafi náð þeim. Þau svara iðulega játandi. En það er rangt, ég næ oft ekki markmiðum mínum. Maður þarf nefnilega að klikka ansi oft áður en settu markmiði er náð. Það að klikka og gera mistök er mikilvægt, það er lærdómsferli. Mistökin leiða mann áfram.“ Hann segir mistök frelsandi og stuðla að bættri líðan. „Ég held að það sé hollt og gott að gera mistök reglulega. Að venjast tilfinningunni og þekkja hana. Þá fellur fólk ekki saman þegar það gerir mistök við mikilvæg tækifæri. Sumir fara í baklás þegar þeir gera mistök og láta óttann stjórna sér eftir það. Mér finnst mikilvægt að leiðrétta það. Fólk hefur þá hugmynd að þegar maður gerir mistök þá dæmi aðrir mann. Það er rangt. Þegar við gerum mistök þá samsama aðrir sig manni. Það hugsar: Hann er ekki fullkominn, alveg eins og ég. Fólk heldur miklu meira með manni en maður heldur. Meirihluti fólks vill sjá manni ganga vel og dæmir ekki þegar eitthvað mislukkast eða fer illa.“Rappaði við engar undirtektir Á dögunum hélt Pálmar fyrirlestur fyrir unglinga í Hagaskóla. Hann lofaði krökkunum að ef tími gæfist til í lok fyrirlestrar myndi hann rappa fyrir þá. Það gerði hann svo við litlar sem engar undirtektir. „Ég geri í því að setja mig í vandræðalegar aðstæður. Í þeim tilgangi að líða óþægilega en sjá svo í kjölfarið að það gerist ekkert hræðilegt. Ég geri þetta stundum markvisst þegar ég fer í búðir. Það er svo frelsandi að sjá að fólki er bara alveg sama. Svo kemur alltaf að því að það gerist eitthvað óþægilegt í aðstæðum sem þú ræður ekki við en þá býr maður að því að vera óhræddur og kominn með þá færni að taka sig ekki of alvarlega. Ég myndi segja að í dag væri mjög fátt sem gæti gert mig vandræðalegan.“
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira