Alexander vann fyrstu driftkeppnina Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 13:01 Alexander á fullu gasi í keppninni á sunnudaginn. Sunnudaginn 28. maí fór fram fyrsta umferð Íslands- og bikarmeistaramótsins í Drifti í boði Pústþónustunnar BJB á akstursvæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Þrátt fyrir rigningaskúrir um morguninn sem háði þeim 20 keppendum sem mættir voru í undankeppni, stytti upp um leið og útsláttarkeppni í minni götubílaflokk hófst. Þar er á ferðinni nýr flokkur sem höfðar til byrjenda í íþróttinni og gilda stig í honum aðeins til bikarmeistara. Hinsvegar var ljóst að keppendur ætluðu ekkert að gefa eftir þrátt fyrir að teljast nýliðar og var baráttan hörð og spennandi. Alls mættu 10 ökumenn í þennan nýja flokk en féll einn þeirra út í undankeppninni og börðust því 9 ökumenn um verðlaunasætin þrjú. Eftir mikla baráttu stóð Jökull Atli Harðarson uppi sem sigurvegari, í öðru sæti lenti Sindri Freyr Ísaksson og í því þriðja Guðlaugur Birkir Jóhannsson. Eftir að úrslit í minni götubílaflokki voru komin á hreint var komið að götubílaflokkum sjálfum en með tilkomu nýja flokksins hefur nýr eldmóður færst í keppendur og smíði keppnistækja í götubílaflokknum. Tíu keppendur öttu kappi um verðlaunasætin 3 þar líka. Það var ljóst strax frá fyrsta keppnispari að ekkert yrði gefið eftir og fengu áhorfendur alveg hreint magnaða sýningu frá keppendunum. Þegar leið á keppnina fór að bera á svokölluðum aukaferðum þar sem dómarar óska eftir auka ferðum keppenda vegna þess að ekki er unnt að gera upp á milli þeirra og er það besta lýsingin á því hversu jöfn og spennandi keppnin var. Það er því augljóst að þetta sumar verður það allra stærsta í drift íþróttinni hingað til. Að lokinni keppni stóð Alexander Sigurðsson uppi sem sigurvegari, hreppti Sigurjón Elí Eiríksson annað sætið og Ívar Már Sigurpálsson það þriðja. Efstu þrír keppendur í hvorum flokki voru leystir út með bikurum og vinningum frá BJB, Freyju, Málningarvörum og Autoparts. Keppnin gekk mjög vel fyrir sig og voru keppendur og starfsmenn mjög ánægðir eftir daginn og vilja starfsmenn AÍH koma sérstökum þökkum til snappkóngsins Gæa Icerednek sem kynnti keppnina með sinni alkunnu kímni. Næsta umferð í Íslands- og bikarmeistaramótinu á vegum AKÍS fer fram á bíladögum á Akureyri 15. júníVerðlaunahafar í götubílaflokki og Alexander efstur á palli, en Sigurjón og Ívar í 2. og 3. sæti.Verðlaunahafar í flokki minni götubíla. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent
Sunnudaginn 28. maí fór fram fyrsta umferð Íslands- og bikarmeistaramótsins í Drifti í boði Pústþónustunnar BJB á akstursvæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Þrátt fyrir rigningaskúrir um morguninn sem háði þeim 20 keppendum sem mættir voru í undankeppni, stytti upp um leið og útsláttarkeppni í minni götubílaflokk hófst. Þar er á ferðinni nýr flokkur sem höfðar til byrjenda í íþróttinni og gilda stig í honum aðeins til bikarmeistara. Hinsvegar var ljóst að keppendur ætluðu ekkert að gefa eftir þrátt fyrir að teljast nýliðar og var baráttan hörð og spennandi. Alls mættu 10 ökumenn í þennan nýja flokk en féll einn þeirra út í undankeppninni og börðust því 9 ökumenn um verðlaunasætin þrjú. Eftir mikla baráttu stóð Jökull Atli Harðarson uppi sem sigurvegari, í öðru sæti lenti Sindri Freyr Ísaksson og í því þriðja Guðlaugur Birkir Jóhannsson. Eftir að úrslit í minni götubílaflokki voru komin á hreint var komið að götubílaflokkum sjálfum en með tilkomu nýja flokksins hefur nýr eldmóður færst í keppendur og smíði keppnistækja í götubílaflokknum. Tíu keppendur öttu kappi um verðlaunasætin 3 þar líka. Það var ljóst strax frá fyrsta keppnispari að ekkert yrði gefið eftir og fengu áhorfendur alveg hreint magnaða sýningu frá keppendunum. Þegar leið á keppnina fór að bera á svokölluðum aukaferðum þar sem dómarar óska eftir auka ferðum keppenda vegna þess að ekki er unnt að gera upp á milli þeirra og er það besta lýsingin á því hversu jöfn og spennandi keppnin var. Það er því augljóst að þetta sumar verður það allra stærsta í drift íþróttinni hingað til. Að lokinni keppni stóð Alexander Sigurðsson uppi sem sigurvegari, hreppti Sigurjón Elí Eiríksson annað sætið og Ívar Már Sigurpálsson það þriðja. Efstu þrír keppendur í hvorum flokki voru leystir út með bikurum og vinningum frá BJB, Freyju, Málningarvörum og Autoparts. Keppnin gekk mjög vel fyrir sig og voru keppendur og starfsmenn mjög ánægðir eftir daginn og vilja starfsmenn AÍH koma sérstökum þökkum til snappkóngsins Gæa Icerednek sem kynnti keppnina með sinni alkunnu kímni. Næsta umferð í Íslands- og bikarmeistaramótinu á vegum AKÍS fer fram á bíladögum á Akureyri 15. júníVerðlaunahafar í götubílaflokki og Alexander efstur á palli, en Sigurjón og Ívar í 2. og 3. sæti.Verðlaunahafar í flokki minni götubíla.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent