Í eldhúsi Evu: Tandoori-kjúklingur með naan-brauði og raita-sósu Eva Laufey skrifar 1. júní 2017 21:00 Dásamlegur indverskur réttur. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að tandoori-kjúklingi. Tandoori-kjúklingur 700-800 g kjúklingakjöt, helst læri 2 hvítlauksrif 4 cm engifer, ferskt 200 g ab mjólk 1 tsk paprika 1 tsk garam masala 1 tsk salt ½ tsk pipar 1 tsk kóríander 1 tsk túrmerik Aðferð: 1. Rífið niður engifer og hvítlauk í skál, hellið ólífuolíunni saman við og hrærið vel. 2. Bætið kryddunum saman við og hrærið. Því næst fer ab mjólkin eða hreint jógúrt út í og öllu blandað vel saman. 3. Skerið rákir í kjúklingakjötið áður en þið setjið kjötið út í marineringuna. 4. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir, best yfir nótt. 5. Hitið grillpönnu eða útigrillið, takið kjúklingakjötið úr marineringunni og grillið á mjög heitri pönnu eða grilli í 5-7 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. 6. Saxið niður ferskan kóríander og sáldrið yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1. Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 2. Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 3. Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 4. Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 5. Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka salt og pipar 2 msk smátt saxaður kóríander Aðferð: Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram. Brauð Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að tandoori-kjúklingi. Tandoori-kjúklingur 700-800 g kjúklingakjöt, helst læri 2 hvítlauksrif 4 cm engifer, ferskt 200 g ab mjólk 1 tsk paprika 1 tsk garam masala 1 tsk salt ½ tsk pipar 1 tsk kóríander 1 tsk túrmerik Aðferð: 1. Rífið niður engifer og hvítlauk í skál, hellið ólífuolíunni saman við og hrærið vel. 2. Bætið kryddunum saman við og hrærið. Því næst fer ab mjólkin eða hreint jógúrt út í og öllu blandað vel saman. 3. Skerið rákir í kjúklingakjötið áður en þið setjið kjötið út í marineringuna. 4. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir, best yfir nótt. 5. Hitið grillpönnu eða útigrillið, takið kjúklingakjötið úr marineringunni og grillið á mjög heitri pönnu eða grilli í 5-7 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. 6. Saxið niður ferskan kóríander og sáldrið yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1. Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 2. Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 3. Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 4. Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 5. Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka salt og pipar 2 msk smátt saxaður kóríander Aðferð: Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram.
Brauð Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist