Yfir 2.000 mótorhjólamenn við útför Nicky Hayden Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 09:55 Nicky Hayden, fyrrum MotoGP meistari. Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum. Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum. Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.Mótorhjólamenn þyrpast í útför Nicky Hayden. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent
Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum. Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum. Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.Mótorhjólamenn þyrpast í útför Nicky Hayden.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent