Lífið

Jónas Heiðar er besti barþjónn landsins

Jónasi var vel fagnað.
Jónasi var vel fagnað.
Besti Barþjónn landsins var valinn í gærkvöldi á Austur í alþjóðlegu World Class Barþjónakeppninni og heitir hann Jónas Heiðar og starfar á Apótekinu.

Jónas Heiðar mun svo keppa fyrir Íslands hönd í Mexíkóborg í ágúst þar sem 65 bestu barþjónar heims munu berjast um að verða besti barþjónn í heimi.

World Class keppninn er haldin í annað sinn á Íslandi og er ein stærsta og virtasta barþjónakeppni heims. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og gengur hún út á það að finna bestu barþjóna heims en í ár eru 62 lönd sem taka þátt.

Þær vörur sem að keppendur vinna með eru Johnnie Walker Blue Label, Gold Label og Platinum Label, Ketel One Vodka, Ron Zacapa 23 rommið, Don Julio Tequila, Tanqueray no 10 og Bulleit Bourbon. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×