Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Ruðningur breytist í villu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var Suðurnesjaslagur í Domino's deild karla á fimmtudag þegar Keflavík og Grindavík mættust. Í leiknum var umdeild villa dæmd á Ólaf Ólafsson, og var hún að sjálfsögðu krafin til mergjar í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld.

Ólafur var dæmdur brotlegur fyrir það að hoppa upp inn í teig og hindra Ágúst Orrason í að komast að körfunni.

Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari í körfubolta, var sérstakur heiðursspekingur í gærkvöld og hann sagði að þar sem Ólafur hoppar beint upp þá væri þetta ekki villa.

Kristinn Geir Friðriksson var ekki sammála honum og sagði að vegna þess að Ólafur stendur á hringboganum þegar hann stekkur þá sé þetta villa.

„Ég er ekki sammála, og ég held að dómarar bakki mig upp,“ sagði Teitur.

„Þú getur alveg séð varnarmenn í traffík inni í teig. Það er ekkert allur kontakt villa þó þú standir inni í þessum boga.“

„Ef þú ert inni í þessum hring, áttu þá alltaf að fara frá ef einhver keyrir að körfunni?“ spurði Teitur.

„Áður en þessi bogi kemur þá hefði þetta verið ruðningur, þegar hann kemur breytist þetta þá bara í villu? Ég held ekki.“

„Jú, það er akkúrat það sem gerist,“ svaraði þá Kristinn.

Þeir komust ekki að niðurstöðu í þessu máli, en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×