Gleðja börn sem fá annars ekki jólagjöf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. október 2017 06:00 Gríma Katrín Ólafsdóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði í verkefninu Jól í skókassa síðustu þrjú ár. Fréttablaðið/Stefán Gríma Katrín Ólafsdóttir er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verkefnið sé besti tími ársins og að hún, eins og margir, geti ekki beðið, enda eru þau allan ársins hring að undirbúa og redda öllu mögulegu. „Það eru ófáir sem kaupa inn fyrir verkefnið þegar þeir rekast á útsölur, þótt þær séu í janúar. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast allt árið og t.d. prjóna sokka eða húfur. Fullt af fólki stendur að verkefninu, t.d. með því að útvega styrki, sníkja tóma skókassa, elda og baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa og kynna verkefnið. Ballið er byrjað, þar sem fólk er nú þegar byrjað að skila inn kössum,“ segir Gríma en um hundrað kassar eru nú þegar komnir í hús á Holtavegi 28, húsnæði KFUM. Skókassarnir eru sendir til barna í Úkraínu sem búa við bág kjör. „Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem annars fengju ekki jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og eiga sum enga að. Flestir pakkarnir fara á munaðarleysingjaheimili. Aðrir fara á sjúkrahús og til einstæðra mæðra,“ segir Gríma frá. Gríma fer til Úkraínu í ár til að fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef heyrt frá fólki sem hefur farið að það geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna. Þau hafa sum aldrei fengið gjafir og skilja hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi sé að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna eru líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð og trúa þessu varla.“ Verkefnið hefur gengið vel á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem gjafir eru sendar til bágstaddra barna með þessum hætti. Fyrsta árið, 2004, söfnuðust 500 kassar. Verkefnið vatt upp á sig smám saman og seinustu tíu ár hafa safnast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra voru 5.429 kassar sendir út. Það er nóg pláss í gámunum svo að þessi tala verður vonandi hærri í ár,“ segir Gríma frá en tekið verður á móti kössum víðsvegar um landið til 11. nóvember. Upplýsingar um móttökustaði má finna á heimasíðu KFUM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Gríma Katrín Ólafsdóttir er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verkefnið sé besti tími ársins og að hún, eins og margir, geti ekki beðið, enda eru þau allan ársins hring að undirbúa og redda öllu mögulegu. „Það eru ófáir sem kaupa inn fyrir verkefnið þegar þeir rekast á útsölur, þótt þær séu í janúar. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast allt árið og t.d. prjóna sokka eða húfur. Fullt af fólki stendur að verkefninu, t.d. með því að útvega styrki, sníkja tóma skókassa, elda og baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa og kynna verkefnið. Ballið er byrjað, þar sem fólk er nú þegar byrjað að skila inn kössum,“ segir Gríma en um hundrað kassar eru nú þegar komnir í hús á Holtavegi 28, húsnæði KFUM. Skókassarnir eru sendir til barna í Úkraínu sem búa við bág kjör. „Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem annars fengju ekki jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og eiga sum enga að. Flestir pakkarnir fara á munaðarleysingjaheimili. Aðrir fara á sjúkrahús og til einstæðra mæðra,“ segir Gríma frá. Gríma fer til Úkraínu í ár til að fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef heyrt frá fólki sem hefur farið að það geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna. Þau hafa sum aldrei fengið gjafir og skilja hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi sé að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna eru líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð og trúa þessu varla.“ Verkefnið hefur gengið vel á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem gjafir eru sendar til bágstaddra barna með þessum hætti. Fyrsta árið, 2004, söfnuðust 500 kassar. Verkefnið vatt upp á sig smám saman og seinustu tíu ár hafa safnast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra voru 5.429 kassar sendir út. Það er nóg pláss í gámunum svo að þessi tala verður vonandi hærri í ár,“ segir Gríma frá en tekið verður á móti kössum víðsvegar um landið til 11. nóvember. Upplýsingar um móttökustaði má finna á heimasíðu KFUM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira