„Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Guðný Hrönn skrifar 21. október 2017 12:15 Franz heldur útgáfutónleika í Norræna Húsinu á sunnudaginn klukkan 21.00. vísir/stefán Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu á sunnudaginn. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl og uppgjör við fortíðina. „Kaflaskil er þessi kynngimagnaða stund þegar þú ert búin/n með einn kafla og ert að fara byrja á þeim næsta,“ segir Franz spurður út í titil nýjustu plötu sinnar, Kaflaskila. Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. „Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú. Þessi útgáfa var því að hluta til verkefni fyrir mig til að ganga úr skugga um að ég gæti þetta alveg. Og í leiðinni að kveða niður þá neikvæðu rödd sem býr innra með alkóhólistum, röddina sem sífellt reynir að gjaldfella mann og selja manni slæmar hugmyndir,“ útskýrir Franz. Hann viðurkennir að það hafi verið krefjandi viðfangsefni. „Þetta er mjög persónulegt viðfangsefni en ég ákvað strax að vera ekkert að pukrast með mín mál og í raun var það bara á endanum frelsandi og uppbyggilegt að vinna þessi lög. Erfiðast í ferlinu var að hlusta á alls konar prufuupptökur þegar ég var að velja lög úr sarpinum því þar mátti greina mann í mjög annarlegu ástandi og mikilli vanlíðan.“„Mig langaði helst til að fara inn í upptökurnar og faðma þennan mann sem augljóslega var á mjög slæmum stað.“ „Núna er þetta bara gott og blessað því að ég er að fá fregnir af því að sum laganna eru að hjálpa öðrum með sín vandamál, að fólk í svipuðum vanda tengi við þau,“ segir Franz sem tók upp nýjan lífsstíl sumarið 2015. Þá fór hann í meðferð. „Síðan þá hef ég verið í 12 spora samtökum sem var eina lausnin fyrir mig til að ná mér að rétt strik. Ég losnaði við fylgifiska fíknarinnar sem voru kvíði, þunglyndi, svefnleysi og svoleiðis leiðindi. Í dag syndi ég nánast á hverjum degi og fer í ræktina, hugleiði og hugsa um heilsuna heildstætt en það er eitthvað sem ég hefði aldrei nokkurn tíma gert í neyslu.“ Franz er himinlifandi með útkomuna, nú þegar platan er tilbúin. „Það var fallegur dagur þegar ég fékk plötuna í hendurnar. Þetta var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú og þyrfti ekki að hætta að gera það sem ég fæddist til að gera og virkilega elska.“ Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu á sunnudaginn. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl og uppgjör við fortíðina. „Kaflaskil er þessi kynngimagnaða stund þegar þú ert búin/n með einn kafla og ert að fara byrja á þeim næsta,“ segir Franz spurður út í titil nýjustu plötu sinnar, Kaflaskila. Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. „Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú. Þessi útgáfa var því að hluta til verkefni fyrir mig til að ganga úr skugga um að ég gæti þetta alveg. Og í leiðinni að kveða niður þá neikvæðu rödd sem býr innra með alkóhólistum, röddina sem sífellt reynir að gjaldfella mann og selja manni slæmar hugmyndir,“ útskýrir Franz. Hann viðurkennir að það hafi verið krefjandi viðfangsefni. „Þetta er mjög persónulegt viðfangsefni en ég ákvað strax að vera ekkert að pukrast með mín mál og í raun var það bara á endanum frelsandi og uppbyggilegt að vinna þessi lög. Erfiðast í ferlinu var að hlusta á alls konar prufuupptökur þegar ég var að velja lög úr sarpinum því þar mátti greina mann í mjög annarlegu ástandi og mikilli vanlíðan.“„Mig langaði helst til að fara inn í upptökurnar og faðma þennan mann sem augljóslega var á mjög slæmum stað.“ „Núna er þetta bara gott og blessað því að ég er að fá fregnir af því að sum laganna eru að hjálpa öðrum með sín vandamál, að fólk í svipuðum vanda tengi við þau,“ segir Franz sem tók upp nýjan lífsstíl sumarið 2015. Þá fór hann í meðferð. „Síðan þá hef ég verið í 12 spora samtökum sem var eina lausnin fyrir mig til að ná mér að rétt strik. Ég losnaði við fylgifiska fíknarinnar sem voru kvíði, þunglyndi, svefnleysi og svoleiðis leiðindi. Í dag syndi ég nánast á hverjum degi og fer í ræktina, hugleiði og hugsa um heilsuna heildstætt en það er eitthvað sem ég hefði aldrei nokkurn tíma gert í neyslu.“ Franz er himinlifandi með útkomuna, nú þegar platan er tilbúin. „Það var fallegur dagur þegar ég fékk plötuna í hendurnar. Þetta var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú og þyrfti ekki að hætta að gera það sem ég fæddist til að gera og virkilega elska.“
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira