Sara: Mig langaði aldrei að verða svona "mössuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram-síða Söru - sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira