Biggi á Sónar: Beðið eftir GKR Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. febrúar 2017 14:45 "Ha, er það kúl í dag? Að vera kjánalegur?" spurði ég Kela. "Missti ég af þeim fundi? Er ég þá formlega orðinn miðaldra?" Vísir/Andri Marinó Ég stíg út í óvissuna. Er á leiðinni úr Vesturbænum í átt að Hörpu. Það er rólegt yfir. Túristarnir sem enduðu í miðbænum þetta kvöld hafa eflaust margir ekki hugmynd um að það er stærðarinnar tónlistarhátíð í skrítna flippaða glerkassanum út í horni. Á leiðinni átta ég mig á því að ég hef ekki hugmynd um hverjir eru að spila á á Sónar á þessu fimmtudagskvöldi. Að minnsta kosti GKR. Loksins. Þarf að sjá þann dreng á sviði áður en ég kaupi hæpið. Hef nokkrum sinnum verið á leiðinni en guðirnir hafa alltaf svo leitt mig annað. Fyrir viku var ég næstelsti maðurinn á dansgólfi Priksins, á eftir Robba Kronik auðvitað. Þessa sömu helgi hitti ég þar Kela, rauðhærða trommuundrið úr Agent Fresco. Sá sem skoppaði ásamt Gauta vini sínum á vel völdum húsþökum Reykjavíkur í einu besta myndabandi síðasta árs. Umræðan barst þá að GKR sem hafði verið með útgáfutónleika í Gamla Bíó þá um kvöldið. Þar viðurkenndi ég fyrir honum að hann væri eins og stærðfræðiformúla sem ég næði ekki utan um. Hann ruglar í flokkunarkerfi huga míns. Fyrstu viðbrögð mín við Morgunmats myndbandinu var kjánahrollur. „Já, ég veit það… akkúrat maður,“ sagði Keli. „Ha, er það kúl í dag? Að vera kjánalegur?“ spurði ég Kela. „Missti ég af þeim fundi? Er ég þá formlega orðinn miðaldra?“ „Nei, maður… þú skilur ekki. Þetta er pönk! Hann passar ekki í neinn ramma og vill það ekki. Hann minnir mig geðveikt á Einar Örn!“ Ég hef velt þessari samlíkingu nokkuð mikið fyrir mér eftir þetta samtal okkar Kela. Já, þetta er kannski ekki svo fjarri lagi hjá honum. Fyrstu viðbrögð mín við Einari Erni, sem ég sá fyrst á sviði þegar ég var 11 ára gamall, voru ekkert ósvipuð. Eitthvað svona innra „æ æ, þorði enginn í hljómsveitinni að segja honum hvað hann er hallærislegur?“. Tveimur árum seinna var ég grafandi í vínylrekkum Reykjavíkur eftir öllum Purrks Pilnikk plötunum. Þremur árum eftir það var ég skjálfandi með demóupptöku í lófanum fyrir utan húsið hjá honum. Ég hef líka heyrt að GKR sé magnaður á sviði – og loksins fæ ég að sannreyna það. Kannski hef ég bara ekkert verið að fatt’edda?Á leiðinni átta ég mig á því að ég hef ekki hugmynd um hverjir eru að spila á á Sónar á þessu fimmtudagskvöldi. Að minnsta kosti GKR. Loksins. Þarf að sjá þann dreng á sviði áður en ég kaupi hæpið.Aníta BjörkSigrún opnar hátíðina Það fyrsta sem ég sé á Sónar í ár er Sigrún. Sú sem hefur flakkað heimshorna á milli með Björk, Sigur Rós og Florence and the Machine. Ég hafði ekki hugmynd um það þegar ég gekk inn í Kaldalónssalinn, kannski sem betur fer. Sigrún er undir sterkum áhrifum frá fyrrum atvinnuveitendum sínum. Aðall stíls hennar eru þó raddirnar en hún fær aðstoð frá vinkonu sinni á sviði sem raddar hvern einasta tón. Á bakvið stúlkurnar eru tveir ungir menn sem berja slagskynjara. Sigrún hannaði góða brú frá hversdagsleikanum yfir í rafheima Sónar. Frekar rólegt, yfirborðslítið og á köflum óslípað. Það er líka nokkuð augljóst að þær stöllur eru ekki vanar að vera fremstar á sviðinu. En straumurinn er í Sigrúnu – hún þarf bara að leyfa sér að sleppa honum út. Það er heilmikil efniviður þarna en byrjendabragur líka. Best fannst mér þjóðlegur söngurinn, laglínurnar og afturhvarfið í gamla breakbítið. Verst fannst mér illa útsett undirspilið. Stundum voru drengirnir að bæta einhverjum rafhljóðum (prumpulegum stundum) ofan á sem gerðu lítið annað en að rekast á betri hluti í tónlistinni sem svo óheppilega voru á sama tíðnisviði. Gekk út nokkuð sáttur þó. Kominn í rafgírinn. Takk Sigrún og Co.Endurfundir á Tommy Genesis Einn og hálfur tími í GKR. Gekk upp stigann. Tók í spaðann á jafnöldrum. Þekkti ekki hina. Það fyrsta sem ég sé þegar ég geng inn í Silfurbergið er rauði kollurinn á Kela. Það er eflaust ekki möguleiki að týna þessum manni í neinum hópi. „Blessaður, takk fyrir síðast!“ „Jáh.. mar… sömuleiðis,“ segir hann og hlær sínum vingjarnlega hlátri. Við tökum báðir út veip-pípurnar og veltum því lítið fyrir okkur hvort það megi eður ei. „Jæja Keli, nú er komið að þessu. Nú ætla ég að opna hugann upp á gátt og leyfa GKR að móta nýtt hólf í huga mér sem ég get troðið honum ofan í.“ „Jáh… akkúrat mar. Þú verður að nálgast allt með opnum huga. Núna er Tommy Genesis að byrja. Þetta er svona það eina sem ég var spenntur fyrir í kvöld.“ Við það gengur einhver krakki látlaust upp á svið í svörtum villingarjakka (eða það voru þeir alla vega kallaðir í Árbæ City back in da day!) og hettuna af peysunni yfir höfðinu. Það er eins og hún sé annaðhvort beint komin úr göngutúr við höfnina eða frá innbroti. Hún segir eitthvað í míkrafónin á bandarísku. Ég sný mér að Kela. „Ég heyrði ekkert hvað hún sagði… heyrðir þú það?“ Áður en hann getur svarað segir hún aftur. „Hi. I’m Tommy Genesis,“ og fyrsta lagið fer í gang. Tommy er sem sagt litla stelpan á sviðinu.Smá röfl um stöðu hiphopsins Áður en ég held áfram finn ég fyrir mikilvægri þörf til þess að tjá mig um stöðu hiphops í dag. Síðan teknó og rapp féllust í faðma fyrir um 15 árum síðan (með t.d. Peaches og svo Uffie) hefur ekki orðið mikil þróun. Í dag er undirliggjandi rafhljómur í hiphoppi (bæði íslensku og erlendu) sem hljómar eins og allir séu að vinna tónlistina á sama forritið. Einfaldur teknólegur taktur, flóð af snöggum hi-hat sándum, brúmmandi bassi sem fær liðamótin til að titra og einhver einföld hljómborðslína. Lítið annað. Farið er allt fönk úr tónlistinni. James Brown yrði brjálaður! Þetta þýðir, að þar sem undirspil svona margra listamanna er orðið keimlíkt liggur það núna hjá rapparanum að heilla. Ef þú ert ekki öruggur rappari á sviði með þinn eigin stíl og flæði er kannski bara betra að þú haldir þig heima. Tommy var æði. Bæði brothætt og dónaleg. Vildi vera sem næst hópnum á meðan hún ældi yfir þá rímum um harðan heim kynlífs, eiturlyfja og jafnréttis. Á sama tíma hélt hún óstyrkri hönd í öryggisvörðinn sem veitti henni jafnvægi til þess að geta staðið ofan á hliðinu fyrir framan sviðið. Tommy talaði mikið við áheyrendur. Daðraði við strákana og virtist skemmta sér vel.Örvar sá ég fyrst á sviði með indírokksveitinni frábæru Andhéra þar sem hann spilaði á gítar og söng á meðan félagi hans Gunnar Tynes plokkaði bassann.ÁsgeirHelgiÖrvar Smárason 50 mínútur í GKR. Til þess að stytta mér stundir ákvað ég að fara aftur niður í Kaldalón og sjá Örvar Þóreyjarson Smárason. Hann sá ég fyrst á sviði með indírokksveitinni frábæru Andhéra þar sem hann spilaði á gítar og söng á meðan félagi hans Gunnar Tynes plokkaði bassann. Stuttu eftir það keyptu þeir séu tölvur, snéru baki við rokkinu og eignuðust saman afkvæmi sem kallað var krútt-tónlist og hafði áhrif langt út fyrir landssteinanna. Síðan þá hefur hann farið nokkra hringi í kringum heiminn með múm og FM Belfast, gefið út ljóðbækur og haldið áfram að vera einn viðkunnalegsti tónlistarmaður landsins.Samkvæmt fréttaflutningi samþykkti Örvar að koma fram á Sónar áður en hann hafði hugmynd um hvað hann ætlaði að gera. Það var ekki að heyra. Tónlistin var dáleiðandi, grípandi og vel út pæld. Örvar stóð einn við borð fullt af tækjum og tólum og það var augljóst að hann hafði engan tíma til þess að kíkja á tölvupóstinn sinn. Sviðsframkoman minnti helst á einhvern noise-gúru sem snéri tökkum, nuddaði skjái og söng í falsetu í gegnum hljóðgerfil. Fyrir þá sem áttu von á því að heyra múm-lega tónlist þá var vissulega sletta af því. En stundum minnti tónlist meira á 70’s raftónlist á borð við Jean Michel Jarre. Ég gat ekki slitið mig frá þessu. Greinilega fagmaður hér á ferð. Þvílíkur listamaður.Best að mæta snemma 20 mínútur í GKR. Ég ákvað að það væri best að mæta snemma og rauk því aftur upp í Silfurberg. Það voru fáir komnir þegar ég mætti. Ég settist upp við vegginn og skoðaði fólkið á meðan ég beið. Ég hef oft áður upplifað það að vera á stórum tónleikastöðum, jafnvel á tónlistarhátíðum einn. Að fara á tónleika er svolítið eins og að fara í bíó. Það er vissulega ljúft að fara með öðrum en alls engin nauðsyn. En ég hef aldrei áður upplifað að vera einn á tónlistarhátíð í Reykjavík, horfa yfir hópinn og þekkja ekki eina einustu sálu. Jæja, hugsaði ég með mér. Það hlýtur einhver að koma sem maður kannast við þegar hann fer að byrja. 10 mín í GKR. Ég stelst til að púa af rafpípunni minni og skammast mín smá þegar reykurinn ratar beint í vit parsins sem situr við hliðina á mér. Síminn minn titrar í vasanum mínum. Það er leyninúmer. „Halló?“ „Hæ, ástin mín. Æm só sorrí… en ég þarf að fara í útkall.“ Þetta er eiginkonan mín. Hún er í þannig vinnu að þegar hún er á vakt getur það gerst að hún er kölluð út í verkefni með engum fyrirvara. Klukkan er 8 mínútur í ellefu á fimmtudagskvöldi og því engin möguleiki á barnapössun. Ég rýk út úr Hörpu í snatri. Velti því fyrir mér hvort ég verði bíðandi jafn lengi eftir að sjá tónleika GKR og Vladimir og Estragon þurftu að bíða eftir Godot. Labba nokkuð vonsvikinn heim með melódíu Örvars Smárasonar á heilanum.Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus, deilir Sónar upplifun sinni með lesendum Vísis á meðan á tónlistarhátíðinni stendur.Þessi biðu eftir GKR en ólíkt undirrituðum náðu þau tónleikunum líka.Ásgeir Helgi"Jáh… akkúrat mar. Þú verður að nálgast allt með opnum huga. Núna er Tommy Genesis að byrja. Þetta er svona það eina sem ég var spenntur fyrir í kvöld."Lilja Draumland Sónar Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Ég stíg út í óvissuna. Er á leiðinni úr Vesturbænum í átt að Hörpu. Það er rólegt yfir. Túristarnir sem enduðu í miðbænum þetta kvöld hafa eflaust margir ekki hugmynd um að það er stærðarinnar tónlistarhátíð í skrítna flippaða glerkassanum út í horni. Á leiðinni átta ég mig á því að ég hef ekki hugmynd um hverjir eru að spila á á Sónar á þessu fimmtudagskvöldi. Að minnsta kosti GKR. Loksins. Þarf að sjá þann dreng á sviði áður en ég kaupi hæpið. Hef nokkrum sinnum verið á leiðinni en guðirnir hafa alltaf svo leitt mig annað. Fyrir viku var ég næstelsti maðurinn á dansgólfi Priksins, á eftir Robba Kronik auðvitað. Þessa sömu helgi hitti ég þar Kela, rauðhærða trommuundrið úr Agent Fresco. Sá sem skoppaði ásamt Gauta vini sínum á vel völdum húsþökum Reykjavíkur í einu besta myndabandi síðasta árs. Umræðan barst þá að GKR sem hafði verið með útgáfutónleika í Gamla Bíó þá um kvöldið. Þar viðurkenndi ég fyrir honum að hann væri eins og stærðfræðiformúla sem ég næði ekki utan um. Hann ruglar í flokkunarkerfi huga míns. Fyrstu viðbrögð mín við Morgunmats myndbandinu var kjánahrollur. „Já, ég veit það… akkúrat maður,“ sagði Keli. „Ha, er það kúl í dag? Að vera kjánalegur?“ spurði ég Kela. „Missti ég af þeim fundi? Er ég þá formlega orðinn miðaldra?“ „Nei, maður… þú skilur ekki. Þetta er pönk! Hann passar ekki í neinn ramma og vill það ekki. Hann minnir mig geðveikt á Einar Örn!“ Ég hef velt þessari samlíkingu nokkuð mikið fyrir mér eftir þetta samtal okkar Kela. Já, þetta er kannski ekki svo fjarri lagi hjá honum. Fyrstu viðbrögð mín við Einari Erni, sem ég sá fyrst á sviði þegar ég var 11 ára gamall, voru ekkert ósvipuð. Eitthvað svona innra „æ æ, þorði enginn í hljómsveitinni að segja honum hvað hann er hallærislegur?“. Tveimur árum seinna var ég grafandi í vínylrekkum Reykjavíkur eftir öllum Purrks Pilnikk plötunum. Þremur árum eftir það var ég skjálfandi með demóupptöku í lófanum fyrir utan húsið hjá honum. Ég hef líka heyrt að GKR sé magnaður á sviði – og loksins fæ ég að sannreyna það. Kannski hef ég bara ekkert verið að fatt’edda?Á leiðinni átta ég mig á því að ég hef ekki hugmynd um hverjir eru að spila á á Sónar á þessu fimmtudagskvöldi. Að minnsta kosti GKR. Loksins. Þarf að sjá þann dreng á sviði áður en ég kaupi hæpið.Aníta BjörkSigrún opnar hátíðina Það fyrsta sem ég sé á Sónar í ár er Sigrún. Sú sem hefur flakkað heimshorna á milli með Björk, Sigur Rós og Florence and the Machine. Ég hafði ekki hugmynd um það þegar ég gekk inn í Kaldalónssalinn, kannski sem betur fer. Sigrún er undir sterkum áhrifum frá fyrrum atvinnuveitendum sínum. Aðall stíls hennar eru þó raddirnar en hún fær aðstoð frá vinkonu sinni á sviði sem raddar hvern einasta tón. Á bakvið stúlkurnar eru tveir ungir menn sem berja slagskynjara. Sigrún hannaði góða brú frá hversdagsleikanum yfir í rafheima Sónar. Frekar rólegt, yfirborðslítið og á köflum óslípað. Það er líka nokkuð augljóst að þær stöllur eru ekki vanar að vera fremstar á sviðinu. En straumurinn er í Sigrúnu – hún þarf bara að leyfa sér að sleppa honum út. Það er heilmikil efniviður þarna en byrjendabragur líka. Best fannst mér þjóðlegur söngurinn, laglínurnar og afturhvarfið í gamla breakbítið. Verst fannst mér illa útsett undirspilið. Stundum voru drengirnir að bæta einhverjum rafhljóðum (prumpulegum stundum) ofan á sem gerðu lítið annað en að rekast á betri hluti í tónlistinni sem svo óheppilega voru á sama tíðnisviði. Gekk út nokkuð sáttur þó. Kominn í rafgírinn. Takk Sigrún og Co.Endurfundir á Tommy Genesis Einn og hálfur tími í GKR. Gekk upp stigann. Tók í spaðann á jafnöldrum. Þekkti ekki hina. Það fyrsta sem ég sé þegar ég geng inn í Silfurbergið er rauði kollurinn á Kela. Það er eflaust ekki möguleiki að týna þessum manni í neinum hópi. „Blessaður, takk fyrir síðast!“ „Jáh.. mar… sömuleiðis,“ segir hann og hlær sínum vingjarnlega hlátri. Við tökum báðir út veip-pípurnar og veltum því lítið fyrir okkur hvort það megi eður ei. „Jæja Keli, nú er komið að þessu. Nú ætla ég að opna hugann upp á gátt og leyfa GKR að móta nýtt hólf í huga mér sem ég get troðið honum ofan í.“ „Jáh… akkúrat mar. Þú verður að nálgast allt með opnum huga. Núna er Tommy Genesis að byrja. Þetta er svona það eina sem ég var spenntur fyrir í kvöld.“ Við það gengur einhver krakki látlaust upp á svið í svörtum villingarjakka (eða það voru þeir alla vega kallaðir í Árbæ City back in da day!) og hettuna af peysunni yfir höfðinu. Það er eins og hún sé annaðhvort beint komin úr göngutúr við höfnina eða frá innbroti. Hún segir eitthvað í míkrafónin á bandarísku. Ég sný mér að Kela. „Ég heyrði ekkert hvað hún sagði… heyrðir þú það?“ Áður en hann getur svarað segir hún aftur. „Hi. I’m Tommy Genesis,“ og fyrsta lagið fer í gang. Tommy er sem sagt litla stelpan á sviðinu.Smá röfl um stöðu hiphopsins Áður en ég held áfram finn ég fyrir mikilvægri þörf til þess að tjá mig um stöðu hiphops í dag. Síðan teknó og rapp féllust í faðma fyrir um 15 árum síðan (með t.d. Peaches og svo Uffie) hefur ekki orðið mikil þróun. Í dag er undirliggjandi rafhljómur í hiphoppi (bæði íslensku og erlendu) sem hljómar eins og allir séu að vinna tónlistina á sama forritið. Einfaldur teknólegur taktur, flóð af snöggum hi-hat sándum, brúmmandi bassi sem fær liðamótin til að titra og einhver einföld hljómborðslína. Lítið annað. Farið er allt fönk úr tónlistinni. James Brown yrði brjálaður! Þetta þýðir, að þar sem undirspil svona margra listamanna er orðið keimlíkt liggur það núna hjá rapparanum að heilla. Ef þú ert ekki öruggur rappari á sviði með þinn eigin stíl og flæði er kannski bara betra að þú haldir þig heima. Tommy var æði. Bæði brothætt og dónaleg. Vildi vera sem næst hópnum á meðan hún ældi yfir þá rímum um harðan heim kynlífs, eiturlyfja og jafnréttis. Á sama tíma hélt hún óstyrkri hönd í öryggisvörðinn sem veitti henni jafnvægi til þess að geta staðið ofan á hliðinu fyrir framan sviðið. Tommy talaði mikið við áheyrendur. Daðraði við strákana og virtist skemmta sér vel.Örvar sá ég fyrst á sviði með indírokksveitinni frábæru Andhéra þar sem hann spilaði á gítar og söng á meðan félagi hans Gunnar Tynes plokkaði bassann.ÁsgeirHelgiÖrvar Smárason 50 mínútur í GKR. Til þess að stytta mér stundir ákvað ég að fara aftur niður í Kaldalón og sjá Örvar Þóreyjarson Smárason. Hann sá ég fyrst á sviði með indírokksveitinni frábæru Andhéra þar sem hann spilaði á gítar og söng á meðan félagi hans Gunnar Tynes plokkaði bassann. Stuttu eftir það keyptu þeir séu tölvur, snéru baki við rokkinu og eignuðust saman afkvæmi sem kallað var krútt-tónlist og hafði áhrif langt út fyrir landssteinanna. Síðan þá hefur hann farið nokkra hringi í kringum heiminn með múm og FM Belfast, gefið út ljóðbækur og haldið áfram að vera einn viðkunnalegsti tónlistarmaður landsins.Samkvæmt fréttaflutningi samþykkti Örvar að koma fram á Sónar áður en hann hafði hugmynd um hvað hann ætlaði að gera. Það var ekki að heyra. Tónlistin var dáleiðandi, grípandi og vel út pæld. Örvar stóð einn við borð fullt af tækjum og tólum og það var augljóst að hann hafði engan tíma til þess að kíkja á tölvupóstinn sinn. Sviðsframkoman minnti helst á einhvern noise-gúru sem snéri tökkum, nuddaði skjái og söng í falsetu í gegnum hljóðgerfil. Fyrir þá sem áttu von á því að heyra múm-lega tónlist þá var vissulega sletta af því. En stundum minnti tónlist meira á 70’s raftónlist á borð við Jean Michel Jarre. Ég gat ekki slitið mig frá þessu. Greinilega fagmaður hér á ferð. Þvílíkur listamaður.Best að mæta snemma 20 mínútur í GKR. Ég ákvað að það væri best að mæta snemma og rauk því aftur upp í Silfurberg. Það voru fáir komnir þegar ég mætti. Ég settist upp við vegginn og skoðaði fólkið á meðan ég beið. Ég hef oft áður upplifað það að vera á stórum tónleikastöðum, jafnvel á tónlistarhátíðum einn. Að fara á tónleika er svolítið eins og að fara í bíó. Það er vissulega ljúft að fara með öðrum en alls engin nauðsyn. En ég hef aldrei áður upplifað að vera einn á tónlistarhátíð í Reykjavík, horfa yfir hópinn og þekkja ekki eina einustu sálu. Jæja, hugsaði ég með mér. Það hlýtur einhver að koma sem maður kannast við þegar hann fer að byrja. 10 mín í GKR. Ég stelst til að púa af rafpípunni minni og skammast mín smá þegar reykurinn ratar beint í vit parsins sem situr við hliðina á mér. Síminn minn titrar í vasanum mínum. Það er leyninúmer. „Halló?“ „Hæ, ástin mín. Æm só sorrí… en ég þarf að fara í útkall.“ Þetta er eiginkonan mín. Hún er í þannig vinnu að þegar hún er á vakt getur það gerst að hún er kölluð út í verkefni með engum fyrirvara. Klukkan er 8 mínútur í ellefu á fimmtudagskvöldi og því engin möguleiki á barnapössun. Ég rýk út úr Hörpu í snatri. Velti því fyrir mér hvort ég verði bíðandi jafn lengi eftir að sjá tónleika GKR og Vladimir og Estragon þurftu að bíða eftir Godot. Labba nokkuð vonsvikinn heim með melódíu Örvars Smárasonar á heilanum.Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus, deilir Sónar upplifun sinni með lesendum Vísis á meðan á tónlistarhátíðinni stendur.Þessi biðu eftir GKR en ólíkt undirrituðum náðu þau tónleikunum líka.Ásgeir Helgi"Jáh… akkúrat mar. Þú verður að nálgast allt með opnum huga. Núna er Tommy Genesis að byrja. Þetta er svona það eina sem ég var spenntur fyrir í kvöld."Lilja Draumland
Sónar Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira