Kína framlengir skattaafslátt á rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2017 10:39 Kínverjar hafa framlengt skattaafsláttinn á rafmagns- og tengiltvinnbílum í 3 ár, líkt og gert hefur verið hér á landi. Sá skattaafsláttur sem veittur hefur verið kaupendum á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur verið framlengdur til ársins 2020. Til stóð að afnema þennan skattaafslátt við enda þessa árs en hann hefur nú verið framlengdur til ársloka 2020, eða um full 3 ár. Þessi ákvörðun er í takt við nýjar reglur sem bílaframleiðendum þar í landi er gert að hlýta til að minnka mengun í landinu og hvetja þá til að framleiða umhverfisvæna bíla. Óvíða í heiminum er meiri mengun en á þéttbýlum svæðum í Kína og því ekki skrítið að yfirvöld reyni að stemma stigu við aukningu hennar. Kínversk stjórnvöld vilja að auki skapa umhverfi fyrir bílaframleiðendur í landinu til að taka forystu í þróun og framleiðslu umhverfisvænna bíla í samkeppninni við bílaframleiðendur annarsstaðar í heiminum. Sala á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur aukist um 51,4% frá janúar til nóvember á þessu ári, en alls hafa selst þar 700.000 slíkir bílar í ár. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Sá skattaafsláttur sem veittur hefur verið kaupendum á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur verið framlengdur til ársins 2020. Til stóð að afnema þennan skattaafslátt við enda þessa árs en hann hefur nú verið framlengdur til ársloka 2020, eða um full 3 ár. Þessi ákvörðun er í takt við nýjar reglur sem bílaframleiðendum þar í landi er gert að hlýta til að minnka mengun í landinu og hvetja þá til að framleiða umhverfisvæna bíla. Óvíða í heiminum er meiri mengun en á þéttbýlum svæðum í Kína og því ekki skrítið að yfirvöld reyni að stemma stigu við aukningu hennar. Kínversk stjórnvöld vilja að auki skapa umhverfi fyrir bílaframleiðendur í landinu til að taka forystu í þróun og framleiðslu umhverfisvænna bíla í samkeppninni við bílaframleiðendur annarsstaðar í heiminum. Sala á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur aukist um 51,4% frá janúar til nóvember á þessu ári, en alls hafa selst þar 700.000 slíkir bílar í ár.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent