Stelpa gengur inn á bar… Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2017 07:00 Um helgina var blásið til stórrar hátíðar á Háskólasvæðinu. Þar skemmti ég mér með vinum mínum og drakk bjór og hló og dansaði. Frábærlega skemmtilegt! Fyrir utan eitt leiðinlegt atvik sem er því miður jafnframt það eftirminnilegasta. Ég fór ein í bjórleiðangur og var næst í röðinni við barinn. Allt í einu var kippt í hárið á mér. Ég sneri mér við. Enginn kunnuglegur sjáanlegur. Þetta var kannski bara eitthvað tilfallandi, óvart. Ég sneri mér að barnum. Þá var aftur kippt í hárið á mér. Ég gerði ekkert. En svo var kippt í þriðja sinn. Og ég sneri mér við og þar stóð strákur, sem var strax farinn að fórna höndum í svona klassísku „þetta var ekki ég“-mómenti, og hann benti á vin sinn. Sökudólginn. Og oft nennir maður ekki eða þorir ekki að taka slaginn. En ég var brjáluð. Ég spurði þá af hverju þeir væru að þessu. Hverju þeir hygðust eiginlega ná þarna fram. Annar firrti sig enn ábyrgð, benti bara flissandi á vin sinn, sem starði út í loftið og sagði ekki neitt. Honum var lífsins ómögulegt að horfa í augun á mér en gat samt áreitt mig án þess að blikka auga. Þetta var kannski ekki háalvarlegt tilvik – en áreiti samt sem áður. Innrás á persónu mína og hlutgerving. Áreiti sem var gúdderað og haldið til streitu alveg þangað til strákarnir voru krafðir svara. Þangað til þeir stóðu allt í einu frammi fyrir manneskju en ekki bara „stelpu á barnum“. Og þá var ekki gengist við neinu. Hvað segir það okkur? Ræðið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Markaðir Skoðun Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Um helgina var blásið til stórrar hátíðar á Háskólasvæðinu. Þar skemmti ég mér með vinum mínum og drakk bjór og hló og dansaði. Frábærlega skemmtilegt! Fyrir utan eitt leiðinlegt atvik sem er því miður jafnframt það eftirminnilegasta. Ég fór ein í bjórleiðangur og var næst í röðinni við barinn. Allt í einu var kippt í hárið á mér. Ég sneri mér við. Enginn kunnuglegur sjáanlegur. Þetta var kannski bara eitthvað tilfallandi, óvart. Ég sneri mér að barnum. Þá var aftur kippt í hárið á mér. Ég gerði ekkert. En svo var kippt í þriðja sinn. Og ég sneri mér við og þar stóð strákur, sem var strax farinn að fórna höndum í svona klassísku „þetta var ekki ég“-mómenti, og hann benti á vin sinn. Sökudólginn. Og oft nennir maður ekki eða þorir ekki að taka slaginn. En ég var brjáluð. Ég spurði þá af hverju þeir væru að þessu. Hverju þeir hygðust eiginlega ná þarna fram. Annar firrti sig enn ábyrgð, benti bara flissandi á vin sinn, sem starði út í loftið og sagði ekki neitt. Honum var lífsins ómögulegt að horfa í augun á mér en gat samt áreitt mig án þess að blikka auga. Þetta var kannski ekki háalvarlegt tilvik – en áreiti samt sem áður. Innrás á persónu mína og hlutgerving. Áreiti sem var gúdderað og haldið til streitu alveg þangað til strákarnir voru krafðir svara. Þangað til þeir stóðu allt í einu frammi fyrir manneskju en ekki bara „stelpu á barnum“. Og þá var ekki gengist við neinu. Hvað segir það okkur? Ræðið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun