Hópurinn Magnús Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Alveg er það merkilegt að það virðist vera sama á hverju gengur í íslensku efnahagslífi, alltaf eykst munurinn á milli þeirra sem hafa mest á milli handanna og hinna sem hafa minna. Reyndar alveg sérstaklega þeirra sem hafa minnst og í skýrslum eru kallaðir tekjulægsti hópurinn. Ný skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun skattbyrði á launafólk sýnir þetta reyndar sérdeilis vel því þar er staðfest að á tímabilinu frá 1998 til 2016 jókst skattbyrði langmest hjá þeim tekjulægstu. Þannig að á þessum tíma sáu stjórnvöld ástæðu til þess að ýmist halda í við eða létta álögur á þá sem afla meiri tekna á kostnað þeirra sem eru á því sem í daglegu tali kallast skítakaup. Þannig að á umræddu átján ára tímabili hefur stjórnvöldum tekist að auka skattbyrði t.d. para á lágmarkslaunum með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði (20%) um 21%. Svona er nú lífið á Íslandi; sumir græða á daginn og grilla á kvöldin en aðrir þurfa að vinna bæði á daginn og á kvöldin til þess að eiga möguleika á að sjá fyrir sér og sínum en það dugar víst ekki alltaf til. Þetta er svo dapurlegt að maður veit ekki almennilega hvort að maður á að hlæja eða gráta. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kom að umræðu um þetta mál í Kastljósi RÚV í gærkvöldi og benti réttilega á að jöfnunarhlutverk skatt- og bótakerfisins hefur verið að minnka á Íslandi. Hins vegar hefur Þorsteinn líka á orði að hann telji vera nokkuð víðtæka samstöðu um þetta jöfnunarhlutverk og ef það er tilfellið þá mun það vonandi ekki standa í núverandi ríkisstjórn að bæta úr þessum ójöfnuði hið fyrsta. Ekki veitir af, því að það sem í skýrslum heitir tekjulægsti hópurinn er í raunveruleikanum fólk sem býr við eða undir fátæktarmörkum. Fólk sem á í vandræðum með að fæða og klæða börnin sín og sjálft sig, fólk sem getur ekki séð börnunum sínum fyrir tómstundum, hvað þá sjálft notið lífsins með eðlilegum hætti í vestrænu velferðarþjóðfélagi og þannig mætti áfram telja. Þetta er fólk sem festist mögulega í fátæktargildru sem getur varað kynslóð fram af kynslóð með ömurlegum afleiðingum fyrir bæði viðkomandi einstaklinga og samfélagið í heild. Þessi þróun er mun alvarlegra mál en stjórnmálin virðast gera sér grein fyrir og á meðan virðist vandi þessa fólks vaxa frá ári til árs og því miður kemur það engum á óvart sem hefur eitthvað umgengist tekjulægri hópa samfélagsins á þessum tíma. Þetta er fólkið sem Þorsteinn Víglundsson er að vinna fyrir í velferðarráðuneytinu og það er aðkallandi verkefni að vinda ofan af þessari þróun hið allra fyrsta. Til þess þarf róttækar aðgerðir til jöfnuðar sem ríkisstjórnin öll, ekki aðeins velferðarráðuneytið, verður að koma að með fjölþættum hætti því vaxandi misskipting er samfélagsmein sem varðar okkur öll. Okkur öll sem nú bíðum þess að Þorsteinn Víglundsson og félagar hans í ríkisstjórn grípi til aðgerða og stöðvi þessa mjög svo óheillavænlegu þróun ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Alveg er það merkilegt að það virðist vera sama á hverju gengur í íslensku efnahagslífi, alltaf eykst munurinn á milli þeirra sem hafa mest á milli handanna og hinna sem hafa minna. Reyndar alveg sérstaklega þeirra sem hafa minnst og í skýrslum eru kallaðir tekjulægsti hópurinn. Ný skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun skattbyrði á launafólk sýnir þetta reyndar sérdeilis vel því þar er staðfest að á tímabilinu frá 1998 til 2016 jókst skattbyrði langmest hjá þeim tekjulægstu. Þannig að á þessum tíma sáu stjórnvöld ástæðu til þess að ýmist halda í við eða létta álögur á þá sem afla meiri tekna á kostnað þeirra sem eru á því sem í daglegu tali kallast skítakaup. Þannig að á umræddu átján ára tímabili hefur stjórnvöldum tekist að auka skattbyrði t.d. para á lágmarkslaunum með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði (20%) um 21%. Svona er nú lífið á Íslandi; sumir græða á daginn og grilla á kvöldin en aðrir þurfa að vinna bæði á daginn og á kvöldin til þess að eiga möguleika á að sjá fyrir sér og sínum en það dugar víst ekki alltaf til. Þetta er svo dapurlegt að maður veit ekki almennilega hvort að maður á að hlæja eða gráta. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kom að umræðu um þetta mál í Kastljósi RÚV í gærkvöldi og benti réttilega á að jöfnunarhlutverk skatt- og bótakerfisins hefur verið að minnka á Íslandi. Hins vegar hefur Þorsteinn líka á orði að hann telji vera nokkuð víðtæka samstöðu um þetta jöfnunarhlutverk og ef það er tilfellið þá mun það vonandi ekki standa í núverandi ríkisstjórn að bæta úr þessum ójöfnuði hið fyrsta. Ekki veitir af, því að það sem í skýrslum heitir tekjulægsti hópurinn er í raunveruleikanum fólk sem býr við eða undir fátæktarmörkum. Fólk sem á í vandræðum með að fæða og klæða börnin sín og sjálft sig, fólk sem getur ekki séð börnunum sínum fyrir tómstundum, hvað þá sjálft notið lífsins með eðlilegum hætti í vestrænu velferðarþjóðfélagi og þannig mætti áfram telja. Þetta er fólk sem festist mögulega í fátæktargildru sem getur varað kynslóð fram af kynslóð með ömurlegum afleiðingum fyrir bæði viðkomandi einstaklinga og samfélagið í heild. Þessi þróun er mun alvarlegra mál en stjórnmálin virðast gera sér grein fyrir og á meðan virðist vandi þessa fólks vaxa frá ári til árs og því miður kemur það engum á óvart sem hefur eitthvað umgengist tekjulægri hópa samfélagsins á þessum tíma. Þetta er fólkið sem Þorsteinn Víglundsson er að vinna fyrir í velferðarráðuneytinu og það er aðkallandi verkefni að vinda ofan af þessari þróun hið allra fyrsta. Til þess þarf róttækar aðgerðir til jöfnuðar sem ríkisstjórnin öll, ekki aðeins velferðarráðuneytið, verður að koma að með fjölþættum hætti því vaxandi misskipting er samfélagsmein sem varðar okkur öll. Okkur öll sem nú bíðum þess að Þorsteinn Víglundsson og félagar hans í ríkisstjórn grípi til aðgerða og stöðvi þessa mjög svo óheillavænlegu þróun ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. ágúst.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun