Mercedes-Benz styður við förgun eldri dísilbíla á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2017 11:36 Mercedes Benz C350. Mercedes-Benz greiðir 250.000 króna aukalega fyrir bíla sem tilheyra Euro 1 til Euro 4 mengunarstaðli óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi og skuldbinda sig jafnframt til að farga bílum sem menga mest. Daimler AG, eigandi Mercedes-Benz, hefur sett í gang átak sem er ætlað að draga úr mengun og ber yfirskriftina „Diesel Changeover Bonus“. Mercedes-Benz mun bjóða 2.000 evru afslátt af nýjum Mercedes-Benz bíl ef eldri dísilbíll er settur upp í, að því gefnu að hann tilheyri Euro 1 til Euro 4 mengunarstaðal. Mercedes-Benz er með þessu að vinna að því að minnka mengun og bendir þýski lúxusbíla¬framleiðandinn á að nýir bílar mengi margfalt minna en eldri bílar. Bílaumboðið Askja, umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi, mun taka þátt í þessari herferð til að stuðla að því að eldri og meira mengandi bílar fari fyrr úr umferð. Askja mun bjóða 250.000 kr. niðurgreiðslu af nýjum Mercedes-Benz þegar tekinn er uppí díselbíll sem er í mengunarflokki Euro 1 til Euro 4, sem eru bílar eldri en árgerð 2009 og einstaka bílar árgerð 2010. Þetta tilboð gildir fyrir nýja Mercedes-Benz fólksbíla sem eru pantaðir fyrir næstu áramót og afhentir fyrir lok mars á næsta ári og getur nýji bíllinn verið hvort sem er bensín, dísil eða Plug-in Hybrid. Meðal skilyrða fyrir niðurgreiðslunni er að kaupandinn hafi átt eldri bílinn a.m.k. frá 2. febrúar 2017 . Bílum, sem Askja tekur upp í og tilheyra Euro 1 til Euro 3 staðlinum, skuldbindur Askja sig til að farga þar sem þeir menga margfalt meira en nýir bílar en bílar sem tilheyra Euro 4 fara áfram í endursölu. Þetta er óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi viðkomandi bíla. „Átakið gengur út á það að hvetja fólk til að losa sig við eldri dísilbíla með því að setja þá upp í nýjan Mercedes-Benz. Skiptir þá engu máli hverrar tegundar gamli bíllinn er. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir fólk að eignast nýjan Mercedes-Benz og aukaniðurgreiðslu upp á 250.000 krónur og losa sig við eldri dísilbílinn. Við viljum með þessu stuðla að því að eldri, og meira mengandi bílar fari fyrr úr umferð," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Bílaframleiðendum er gert að standast ákveðna mengunarstaðla hverju sinni fyrir bíla sína, sem í tilfelli þeirra evrópsku eru settir af Evrópusambandinu. Mengunarstaðall sem er í gildi kveður á um mun minni mengun, bæði hvað varðar koltvísýring (CO2) og nituroxíð (NOx). Árið 1992 var Euro 1 mengunarstaðallinn kynntur til sögunnar en síðan þá hefur hann verið uppfærður reglulega og kröfur auknar verulega til að draga úr mengun frá jafnt bensín- sem díselbílum. Í dag er stuðst við Euro 6 mengunarstaðalinn í framleiðslu á nýjum bílum. Miklar framfarir hafa orðið í framleiðslu dísilvéla undanfarin ár með það að markmiði að minnka NOx og Co2 mengun. Sem dæmi þá skilar dísilbíll sem uppfyllir Euro 6 staðal aðeins 0,08 g/km samanborið við 0,97 g/km í Euro 1 staðal. Mengun NOx er því vel innan við 10% af því sem hún var í Euro 1 staðlinum. Einnig hefur orðið mikil lækkun í CO2 losun á dísilbílum undanfarin ár. Dísilbíll með Euro 4 til Euro 6 staðal losar aðeins 0,50 g/km á meðan dísilbíll með Euro 1 staðal losar 2,72 g/km. Þarna munar mjög miklu á mengun. Bíll með dísilvél árgerð 1992 gefur því frá sér 12 sinnum meira NOx og 5,5 sinnum meira CO2 en bíll sem er nýr og uppfyllir Euro 6 staðalinn eins og allir nýir bílar gera í dag. ,,Mercedes-Benz vill auka loftgæði og minnka mengun sem allra fyrst án þess að bönn verði sett á ökumenn dísilbíla og því var þessu átak sett á laggirnar hjá fyrirtækinu. Mercedes-Benz einblínir með þessu átaki á að bæta dísilvélina í staðinn fyrir að banna hana. Við teljum að með þeim dísilvélum sem við framleiðum í dag þá séum við að horfa á umhverfismildari vélar sem menga umtalsvert minna," segir Dieter Zetsche, stjórnarformaður Daimler AG og forstjóri Mercedes-Benz. Fyrirtækið hefur sett 220 milljónir evra í verkefnið. Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent
Mercedes-Benz greiðir 250.000 króna aukalega fyrir bíla sem tilheyra Euro 1 til Euro 4 mengunarstaðli óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi og skuldbinda sig jafnframt til að farga bílum sem menga mest. Daimler AG, eigandi Mercedes-Benz, hefur sett í gang átak sem er ætlað að draga úr mengun og ber yfirskriftina „Diesel Changeover Bonus“. Mercedes-Benz mun bjóða 2.000 evru afslátt af nýjum Mercedes-Benz bíl ef eldri dísilbíll er settur upp í, að því gefnu að hann tilheyri Euro 1 til Euro 4 mengunarstaðal. Mercedes-Benz er með þessu að vinna að því að minnka mengun og bendir þýski lúxusbíla¬framleiðandinn á að nýir bílar mengi margfalt minna en eldri bílar. Bílaumboðið Askja, umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi, mun taka þátt í þessari herferð til að stuðla að því að eldri og meira mengandi bílar fari fyrr úr umferð. Askja mun bjóða 250.000 kr. niðurgreiðslu af nýjum Mercedes-Benz þegar tekinn er uppí díselbíll sem er í mengunarflokki Euro 1 til Euro 4, sem eru bílar eldri en árgerð 2009 og einstaka bílar árgerð 2010. Þetta tilboð gildir fyrir nýja Mercedes-Benz fólksbíla sem eru pantaðir fyrir næstu áramót og afhentir fyrir lok mars á næsta ári og getur nýji bíllinn verið hvort sem er bensín, dísil eða Plug-in Hybrid. Meðal skilyrða fyrir niðurgreiðslunni er að kaupandinn hafi átt eldri bílinn a.m.k. frá 2. febrúar 2017 . Bílum, sem Askja tekur upp í og tilheyra Euro 1 til Euro 3 staðlinum, skuldbindur Askja sig til að farga þar sem þeir menga margfalt meira en nýir bílar en bílar sem tilheyra Euro 4 fara áfram í endursölu. Þetta er óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi viðkomandi bíla. „Átakið gengur út á það að hvetja fólk til að losa sig við eldri dísilbíla með því að setja þá upp í nýjan Mercedes-Benz. Skiptir þá engu máli hverrar tegundar gamli bíllinn er. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir fólk að eignast nýjan Mercedes-Benz og aukaniðurgreiðslu upp á 250.000 krónur og losa sig við eldri dísilbílinn. Við viljum með þessu stuðla að því að eldri, og meira mengandi bílar fari fyrr úr umferð," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Bílaframleiðendum er gert að standast ákveðna mengunarstaðla hverju sinni fyrir bíla sína, sem í tilfelli þeirra evrópsku eru settir af Evrópusambandinu. Mengunarstaðall sem er í gildi kveður á um mun minni mengun, bæði hvað varðar koltvísýring (CO2) og nituroxíð (NOx). Árið 1992 var Euro 1 mengunarstaðallinn kynntur til sögunnar en síðan þá hefur hann verið uppfærður reglulega og kröfur auknar verulega til að draga úr mengun frá jafnt bensín- sem díselbílum. Í dag er stuðst við Euro 6 mengunarstaðalinn í framleiðslu á nýjum bílum. Miklar framfarir hafa orðið í framleiðslu dísilvéla undanfarin ár með það að markmiði að minnka NOx og Co2 mengun. Sem dæmi þá skilar dísilbíll sem uppfyllir Euro 6 staðal aðeins 0,08 g/km samanborið við 0,97 g/km í Euro 1 staðal. Mengun NOx er því vel innan við 10% af því sem hún var í Euro 1 staðlinum. Einnig hefur orðið mikil lækkun í CO2 losun á dísilbílum undanfarin ár. Dísilbíll með Euro 4 til Euro 6 staðal losar aðeins 0,50 g/km á meðan dísilbíll með Euro 1 staðal losar 2,72 g/km. Þarna munar mjög miklu á mengun. Bíll með dísilvél árgerð 1992 gefur því frá sér 12 sinnum meira NOx og 5,5 sinnum meira CO2 en bíll sem er nýr og uppfyllir Euro 6 staðalinn eins og allir nýir bílar gera í dag. ,,Mercedes-Benz vill auka loftgæði og minnka mengun sem allra fyrst án þess að bönn verði sett á ökumenn dísilbíla og því var þessu átak sett á laggirnar hjá fyrirtækinu. Mercedes-Benz einblínir með þessu átaki á að bæta dísilvélina í staðinn fyrir að banna hana. Við teljum að með þeim dísilvélum sem við framleiðum í dag þá séum við að horfa á umhverfismildari vélar sem menga umtalsvert minna," segir Dieter Zetsche, stjórnarformaður Daimler AG og forstjóri Mercedes-Benz. Fyrirtækið hefur sett 220 milljónir evra í verkefnið.
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent