Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. janúar 2017 10:30 Aron og Þórunn mættu í Bítið í morgun. „Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ Eurovision Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“
Eurovision Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið